21.06.2006

Fundur fjölskylduráðs Vestmannaeyja miðvikudaginn

 

Fundur fjölskylduráðs Vestmannaeyja miðvikudaginn 21. júní 2006 kl. 17.00.

Mætt voru: G. Ásta Halldórsdóttir, Guðrún Erlingsdóttir, Hafdís Sigurðardóttir, Margrét Bjarnadóttir, Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi og Hera Ósk Einarsdóttir framkvæmdastjóri.

1. mál. Elliði Vignisson bæjarstjóri setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

2. mál. Kosning ritara. Fram kom tillaga um Sigurhönnu Friðþórsdóttur og var það samþykkt.

3. mál. Nefndarmenn fengu afhenta handbók félags-og fjölskyldusviðs með lögum, reglugerðum og ýmsum gögnum er varða málaflokka sviðsins og undirrituðu nefndarmenn ákvæði um þagnarskyldu.

Elliði Vignisson bæjarstjóri vék af fundi.

4 -7. mál. Trúnaðarmál.

8 – 10. mál. Barnavernd

11. mál. Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu félagslegra íbúða og biðlista eftir leiguhúsnæði hjá Vestmannaeyjabæ. Vestmannaeyjabær hefur til ráðstöfunar 101 íbúð sem skiptast með eftirfarandi hætti;

36 íbúðir aldraðra, 13 íbúðir leigðar fötluðum og öryrkjum, 31 félagsleg leiguíbúð, 13 íbúðir leigðar ÍBV, 5 íbúðir sem þarfnast viðhalds og endurbóta áður en hægt er að endurleigja þær og 3 íbúðir í úttekt.

Hjá félags-og fjölskyldusviði liggja fyrir 21 umsókn um leiguhúsnæði

12. mál. Lögð fram fundargerð þjónustuhóps aldraðra frá 11. maí 2006.

Á fundinn mættu Þröstur B. Johnsen og Sigurjón Haraldsson og gerðu grein fyrir erindi AMBIA ehf. dags. 15. apríl 2006 vegna fyrirhugaðs reksturs einkahlutafélags á þjónustuíbúðum fyrir aldraða í Vestmannaeyjum, en AMBIA ehf. hefur óskað eftir umsögn og þarfagreiningu þjónustuhóps aldraðra. Umrætt þjónustustig, þ.e. þjónustuíbúðir aldraðra, eru ekki til staðar í Eyjum heldur eingöngu íbúðir aldraðra. Hér er því skv. mati þjónustuhóps aldraðra um að ræða áhugaverðan valkost fyrir eftirlaunaþega á Íslandi.

13. mál. Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir fjölskylduhelginni 3.-5. júní 2006.

Fjölskylduráð þakkar starfsmönnum félags-og fjölskyldusviðs og fræðslu- og menningarsviðs þá miklu vinnu sem lögð var í undirbúning og vinnu um fjölskylduhelgina, sem og öðrum félagasamtökum og einstaklingum, sem lögðu sitt af mörkum til að gera dagskrá fjölskylduhelgarinnar sem fjölbreyttasta. Einnig þakkar fjölskylduráð bæjarbúum og gestum góða þátttöku í dagskrá helgarinnar.

14. mál Framkvæmdastjóri lagði fram til kynningar samstarfsverkefni félags-og fjölskyldusviðs og Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja í forvörnum.

Um er að ræða almennan fyrirlestur um kvíða og þunglyndi sem halda á í júlí nk. Markmiðið er að kynna helstu einkenni kvíða og þunglyndis með það að leiðarljósi að gera fólki kleift að greina mögulegan vanda í tæka tíð, þ.e. áður en kvíði eða þunglyndi er farið að hafa veruleg áhrif á líf viðkomandi og nánustu fjölskyldumeðlima. Fyrirlesari verður Hjalti Jónsson klíniskur sálfræðingur og doktorsnemi í klíniskri sálfræði. Fyrirlesturinn verður nánar auglýstur síðar.

Fleira ekki bókað, fundi slitið kl. 18.50.

G. Ásta Halldórsdóttir
Guðrún Erlingsdóttir
Hafdís Sigurðardóttir
Margrét Bjarnadóttir
Guðrún Jónsdóttir
Hera Ósk Einarsdóttir

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159