24.05.2006

Fundur haldinn í hafnarstjórn

 

Fundur haldinn í hafnarstjórn Vestmannaeyja miðvikudaginn 24. maí 2006 í fundarsal hafnarstjórnar, en fundur hófst kl. 17.00.
Mættir: Hörður Þórðarson, Ástþór Jónsson, Viðar Elíasson, Stefán Friðriksson og Ólafur M. Kristinsson hafnarstjóri.

Fyrir var tekið:

1. mál
Krafa Hitaveitu Suðurnesja.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir framvindu málsins og stöðu.

Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að láta lögfræðing kanna réttmæti kröfu H.S. vegna tjóns á rafstreng í samráði við tryggingafélag Vestmannaeyjahafnar.

2. mál
Grafskipið.

Áhugi er fyrir því hjá Vélfræðibraut Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum að fá vél Grafskipsins og gerði hafnarstjóri grein fyrir áætlun um frágang skipsins og pramma.

Hafnarstjórn samþykkir að gefa Vélfræðibraut Framhaldsskólans vél Grafskipsins einnig samþykkir hafnarstjórn áform um frágang Grafskips og pramma.

3. mál
Dreifibréf Hafnasambands sveitarfélaga varðandi skaðabótaskyldu hafna lagt fram.

Fundi slitið kl. 18.15.

Vestmannaeyjum 24. maí 2006.

Hörður Þórðarson (sign)
Ástþór Jónsson (sign)
Ólafur M. Kristinsson (sign)
Viðar Elíasson (sign)
Stefán Friðriksson (sign)

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159