09.05.2006

170. fundur skólamálaráðs Vestmannaeyja

 

170. fundur skólamálaráðs Vestmannaeyja verður haldinn í fundarsal Íþróttahússins þriðjudaginn 9. maí klukkan 16.00.

Mætt voru : Elsa Valgeirsdóttir formaður, Gunnlaugur Grettisson, Jóhann Guðmundsson, Páll Marvin Jónsson, Margo Renner og Steinunn Jónatansdóttir.

Auk þeirra sátu fundinn: Erna Jóhannesdóttir fræðslufulltrúi, Guðrún Helga Bjarnadóttir leikskólafulltrúi og Andrés Sigurvinsson, framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs.

Áheyrnarfulltrúar vegna leikskólanna: Alda Gunnarsdóttir, A lda Jóhannsdóttir, Erna Ingólfsdóttir, Helena Jónsdóttir og Júlía Ólafsdóttir.

Áheyrnarfulltrúar vegna grunnskólanna: Guðrún Snæbjörnsdóttir, Halldóra Magnúsdóttir, Hjálmfríður Sveinsdóttir, Ingibjörg Finnbogadóttir, Karen Fors og María Pálmadóttir.

Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Grettisson.

1. mál

Fyrir lágu breytingar á starfsmannahaldi í Grunnskóla Vestmannaeyja skólaárið 2006 – 2007.

Eftirtaldir segja upp kennarastöðum sínum við Barnaskóla Vestmannaeyja: Nada Borosak kt. 280264-2029, Hjördís Kristinsdóttir kt. 050570-2909 og Guðný Kristjánsdóttir kt. 050678-4829 við Hamarsskóla.

V. Már Jónsson kennari kt. 160443-3599 sækir um áframhaldandi stundakennslu við Grunnskóla Vestmannaeyja skólaárið 2006 -2007.

Snjólaug E. Árnadóttir kt. 210572-3849 sækir um áframhald á fæðingarorlofi án launa frá 15. febrúar 2007 og út skólaárið 2006 – 2007,

Ingibjörg Jónsdóttir kt. 021069-5589 sækir um launalaust leyfi skólaárið 2006- 2007 og Dóra Björk Gunnarsdóttir kt. 250874-4489 sækir um framlengingu á fæðingarorlofi án launa frá 01. sept 2006 – 01. janúar 2007.

Ráðið samþykkir erindin fyrir sitt leyti og þakkar þeim er hverfa á braut unnin störf

2.mál

Fyrir lá bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands til Barnaskóla Vestmannaeyja. Efni; Reglubundið eftirlit í Barnaskóla Vestmannaeyja.

Ráðið þakkar upplýsingarnar. Samhljóða bréf var sent til húsvarðar og forstöðumanns Þjónustumiðstöðvar og er málið komið í farveg varðandi úrbætur.

3. mál

Fyrir lá greinargerð frá Barnaskóla Vestmannaeyja vegna nýbúakennslu í B.V. sbr. 11. mál b. á 168. fundi skólamálaráðs í apríl sl.

Ráðið þakkar upplýsingarnar.

4. mál

Fyrir lá greinagerð frá Hamarsskólanum vegna nýbúakennslu í B.V. sbr. 11. mál b. á 168. fundi skólamálaráðs í apríl sl.

Ráðið þakkar upplýsingarnar.

5. mál

Fyrir lágu breyttar starfsreglur fyrir sérdeildir til endurskoðunar skv. 13. lið reglnanna sbr. skólamálaráðsfund no. 168. 9. mál frá apríl sl.

Ráðið samþykkir breytingarnar samhljóða.

6. mál

Fyrir lá bréf frá skólastjórnendum Grunnskólans í Vestmannaeyjum um ósk um umboð til að hefja undirbúning að fyrsta skrefi að heildagsskóla með því að undirbúa breytingar á starfsemi núverandi skóladagheimilis og auka þar með og bæta þjónustuna við yngstu börnin.

Bókun frá Sigurlási Þorleifssyni aðstoðarskólastjóra Hamarsskóla varðandi 6. mál.

“Óskar eftir að nafn sitt verði tekið út af umsókninni. Hann vill að það komi skýrt fram að hann sé á engan hátt á móti þessari gjörð og sé tilbúinn að taka þátt í þessari vinnu af fullum krafti, en þar sem ekki hafi endanlega verið gengið frá samningum við hann vaðandi væntanlega stöðu hans við Grunnskóla Vestmannaeyja fari hann fram á framangreint.”

Samkvæmt símtali við Sigurlás Þorleifsson aðstoðarskólastjóra kl. 15.10 í dag.

Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs.

Skólamálaráð er sammála bréfriturum um mikilvægi þess að haldið verði áfram vinnu við uppbyggingu heildagsskóla og samþykkir fyrir sitt leyti að veita þeim umboð til þeirra verka.

7. mál

Samningur við Sjöundadags aðventista v/ Skóladagheimilis að Brekastíg 17.

Ráðið felur framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs framgang málsins.

8. mál

Fræðslu- og menningarsvið kynnir /gerir grein fyrir eftirfarandi;

a) Fjöldi leikskólabarna í desember 2005 skv. Hagstofu Íslands.

b) Starfsmenn leikskóla í desember 2005 skv. Hagstofu Íslands.

c) Bréf frá Símenntun varðandi viðbótarnám í íslensku fyrir grunnskólakennara vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalnámskrá.

d) Bréfi frá menntamálaráðuneytinu um að fræðslu- og menningarsvið hafi fengið úthlutað styrk úr þróunarsjóði grunnskóla skólaárið 2006 – 2007.

Ráðið þakkar upplýsingarnar.

9. mál

Fyrir lá bréf frá Hjálmfríði Sveinsdóttur skólastjóra BV., til skólamálaráðs og Foreldraráðs Barnaskóla Vestmannaeyja. Efni: Breytingar á skóladagatali v/Barnaskóla.

Skólamálaráð samþykkir breytingarnar fyrir sitt leyti.

10. mál

Fyrir lá til kynningar „Stefna Vestmannaeyja í forvörnum” sem samþykkt var í fjölskylduráði 04.04. 2006 og ósk um tilnefningu fagmanns í væntanlegan stýrihóp um framkvæmd stefnunnar.

Ráðið þakkar öllum þeim sem komu að þessari vinnu og tilnefnir Ernu Jóhannesdóttur, fræðslufulltrúa og kennsluráðgjafa Vestmannaeyjabæjar í stýrihópinn.

11. mál

Fyrir lá bréf frá leikskólanum á Kirkjugerði þar sem m.a. er gerð grein fyrir leikskóladagatali sumarsins 2006.

Ráðið þakkar upplýsingarnar.

12. mál

Fyrir lá tillaga frá Steinunni Jónatansdóttur um að fræðslu-og menningarsviði verði falið að gera könnun á vilja foreldra barna í leikskólum Vestmannaeyja og Grunnskóla Vestmannaeyja um tilhögun skólamáltíða skólaárið 2006 - 2007.

Ráðið samþykkir tillöguna.

13. mál

Fyrir lá bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. Efni: Reglubundið eftirlit á Skóladagheimili.

Ráðið þakkar upplýsingarnar. Samhljóða bréf var sent fræðslufulltrúa og forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar og er málið komið í farveg varðandi úrbætur.

14. mál

Fyrir lá leikskóladagatal Rauðagerðis 2006 -2007.

Ráðið þakkar upplýsingarnar.

15. mál

Fyrir lágu breytingar á starfsmannahaldi við leikskólann á Kirkjugerði.

Ellý R. Gunnlaugsdóttir , leikskólakennari, hefur sagt upp hálfri stöðu sinni á bláu deild. Vinnur hún í dag sem deildarstjóri í 50% starfi f.h. Ekki er starfandi leikskólakennari á deildinni e.h. og Hrefna Guðjónsdóttir kt. 160856-5059 leiðbeinandi, hefur sagt upp stöðu sinni e.h.

16. mál

Fræðslu- og menningarsvið gerir grein fyrir starfsemi á gæsluvellinum Strönd við Miðstræti sumarið 2006. Opnunartími leikvallarins er skv. samþykkt skólamálaráðs frá 167. fundi 14. mars 2006 og er sem hér segir: Frá 15. maí - 7. júlí og 21. – 25. ágúst er opið frá kl. 13.00 – 17.00 daglega og frá 10. júlí -18. ágúst er opið daglega 10.00 – 12.00 og 13.00 – 17.00.

17. mál

Leikskólafulltrúi mælir með að Sigfríður B. Ingadóttir kt. 241267-2969 verði ráðin forstöðumaður Gæsluvallarins við Strönd sumarið 2006. Sigríður tekur til starfa 15. maí 2006. Starfshlutfall er 60% hluta af sumri og 80% hluta af sumri (10. júlí - 18. ágúst) og að Inga Rós Gunnarsdóttir kt. 110386 -4009 verði ráðin sem starfsmaður Gæsluvallarins við Strönd sumarið 2006. Inga Rós tekur til starfa 16. maí 2006. Starfshlutfall er 55% hluta af sumri (15. maí – 7. júlí, 21 - 25. ágúst) og 70% hluta af sumri (10. júlí - 18. ágúst) og að Sóley Dögg Guðbjörnsdóttir kt. 261186-3819 verði ráðin sem starfsmaður Gæsluvallarins við Strönd sumarið 2006. Sóley Dögg tekur til starfa 15.maí 2006. Starfshlutfall er 55% hluta af sumri (15. maí – 7. júlí, 21 - 25. ágúst) og 70% hluta af sumri (10. júlí - 18. ágúst) .

Einnig óskar leikskólafulltrúi eftir að fá að ráða 2 starfsmenn að auki í gegnum átaksverkefni Vestmannaeyjabæjar, líkt og síðustu ár. Starfshlutfall er 50% og að

fá að ráða 2 unglinga úr vinnuskóla Vestmannaeyjabæjar, líkt og síðustu ár. Starfshlutfall er 40%.

Ráðið samþykkir erindin fyrir sitt leyti.

Samhliða sameiningu grunnskóla Vestmannaeyjabæjar frá og með 1. ágúst 2006 láta núverandi skólastjórar Barnaskóla Vestmannaeyja og Hamarsskóla af störfum við lok þessa skólaárs.

Skólamálaráð þakkar Hjálmfríði Sveinsdóttur, skólastjóra Barnaskóla Vestmannaeyja og Halldóru Magnúsdóttur, skólastjóra Hamarsskóla fyrir langt og giftudrjúgt samstarf og samskipti á undanförnum árum og færir þeim bestu óskir á nýjum starfsvettvangi.

Formaður þakkar ráðsmönnum, starfsmönnum og áheyrnarfulltrúum fyrir samstarfið á liðnu ári.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 17.00.

Andrés Sigurvinsson, Gunnlaugur Grettisson, Jóhann Guðmundsson, Steinunn Jónatansdóttir, María Pálmadóttir, Guðrún Snæbjörnsdóttir, Erna Jóhannesdóttir, Elsa Valgeirsdóttir, Páll Marvin Jónsson, Halldóra Magnúsdóttir, Hjálmfríður Sveinsdóttir, Júlía Ólafsdóttir, Guðrún Helga Bjarkadóttir, Margo J. Renner, Helena Jónsdóttir, Alda Gunnarsdóttir, Ingibjörg Finnbogadóttir, Karen Fors.

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159