26.04.2006

Fundur haldinn í hafnarstjórn

 

Fundur haldinn í hafnarstjórn Vestmannaeyja miðvikudaginn 26. apríl 2006 í fundarsal hafnarstjórnar, en fundur hófst kl. 14.00.
Mættir: Hörður Þórðarson, Skæringur Georgsson, Ástþór Jónsson,Viðar Elíasson, Stefán Friðriksson, Ólafur M. Kristinsson hafnarstjóri og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri

Fyrir var tekið:

1. mál.
Ársreikningur Vestmannaeyjahafnar lagður fram og ræddur.

2. mál.
Bréf frá Skipalyftunni.

Bréf frá Skiplyftunni varðandi uppsögn á leigusamningi frá 1. des 1992. Þar er farið fram á viðræður vegna 5. greinar samningsins.

Hafnarstjórn hefur móttekið bréf Skipalyftunar ehf. og felur hafnarstjóra undirbúning málsins með öflun nauðsynlegra gagna, sem lögð verða fyrir hafnarstjórn.

3. mál.
Samgönguáætlun 2007-2010.

Hafnarstjórn samþykkir drög að óskum um ríkisstyrktar framkvæmdir fyrir árin 2007 og 2008.

4. mál.
Útskrift úr fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja frá 03.04. 2006.

Samkvæmt fundargerðinni er Vestmannaeyjahöfn þátttakandi í tveimur málum.

Annað er vegna hreinsunarátaks í bænum og hitt er varðandi tengingu við Herjólf.

5. mál.
1. mál síðasta fundar varðand Blátind.

Menningar- og tómstundarráð ákvað á fundi sínum 23. mars síðastliðinn að fela Bátafélaginu um Blátind umsjá bátsins í eitt ár.

Fundi slitið kl 15.30.

Vestmannaeyjum 26. apríl 2006.

Hörður Þórðarson (sign)
Ástþór Jónsson (sign)
Ólafur M. Kristinsson (sign)
Viðar Elíasson (sign)
Skæringur Georgsson (sign)
Stefán Friðriksson (sign)
Bergur Elías Ágústsson (sign)

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159