25.04.2006

169. fundur skólamálaráðs Vestmannaeyja

 

169. fundur skólamálaráðs Vestmannaeyja var haldinn í fundarsal Íþróttahússins þriðjudaginn 25. apríl klukkan 16.15.

Mætt voru : Elsa Valgeirsdóttir formaður, Gunnlaugur Grettisson, Jóhann Guðmundsson, Margo Renner, Páll Marvin Jónsson og Steinunn Jónatansdóttir.

Auk þeirra sátu fundinn: Erna Jóhannesdóttir fræðslufulltrúi og Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs.

Áheyrnarfulltrúar vegna leikskólanna: Alda Gunnarsdóttir, Erna Ingólfsdóttir, Helena Jónsdóttir, Júlía Ólafsdóttir, Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir, Auður Karlsdóttir og A lda Jóhannsdóttir

Áheyrnarfulltrúar vegna grunnskólanna: Guðrún Snæbjörnsdóttir, Halldóra Magnúsdóttir, Hjálmfríður Sveinsdóttir, Ingibjörg Finnbogadóttir, Karen Fors og María Pálmadóttir.

Áheyrnarfulltrúi vegna tónlistarskólans: Guðmundur H. Guðjónsson.

Forföll boðaði: Guðrún H. Bjarnadóttir leikskólafulltrúi.

Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Grettisson.

1. mál
Fyrir lá umsókn Írisar Róbertsdóttur um leyfi án launa tímabilið 15. jan.-15. júní 2007 í framhaldi af fæðingarorlofi.

Ráðið samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.

2.mál
Fyrir lá útskrift úr bæjarráði Vestmannaeyja frá 3. apríl 2006, 7. mál, sem eru tillögur frá bæjarstjóra um forgagnsröðun og eftirfylgni í þeim málum sem komu fram á íbúaþingi sem haldið var í febrúar sl., og fylgigögn - drög að tillögum bæjarstjóra.

3. mál
Fyrir lá útskrift frá bæjarstjórn Vestmannaeyja frá 5. apríl 2006. sl.

1. Tillögur og mál til umræðu og afgreiðslu.

a. Skólamál.

i) Fyrir liggja tillögur Fanneyjar Ásgeirsdóttur, Sigurlásar Þorleifssonar og Bjarnar Elíassonar um fyrirkomulag skólastarfs Grunnskóla Vestmannaeyja skólaárið 2006-2007, ásamt eftirfarandi fylgiskjölum;

• Aldurskipting grunnskólans – vænlegur kostur í framtíðarskipulagi.

• Ályktun fundar foreldrafélaga Barnaskólans og Hamarsskóla um skólaþróun.

• Álitsgerð frá kennurum.

• Mat fræðslu- og menningarsviðs Vestmannaeyjabæjar.

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að næsta skólaár Grunnskóla Vestmannaeyja verði notað til að aðlaga, samþætta og samræma störf og áherslur beggja starfstöðva. Einnig skal á skólaárinu hugað að og undirbúnar nauðsynlegar breytingar og framkvæmdir á skólahúsnæði því sem Grunnskólinn hefur til afnota.

Á skólaárinu 2007 – 2008 komi framtíðarskipulag Grunnskólans í Vestmannaeyjum til framkvæmda í formi aldursskiptingar eða annarra leiða sem kunna að skila hagræðingu hvað fjárhagslega, faglega og félagslega þætti varðar. Hin nýja skóla- og æskulýðsstefna Vestmannaeyjabæjar skal höfð að leiðarljósi við ákvarðanatöku framtíðar skólaskipulagsins og áhersla lögð á víðtæka samvinnu bæjaryfirvalda og skólasamfélagsins.

Bæjarstjórn samþykkir einnig að úthlutun fjármagns til skólastarfs Grunnskólans í Vestmannaeyjum skólaárið 2006- 2007 verði í samræmi við þær tillögur sem fram koma í greinargerð Faneyjar Ásgeirsdóttur, Björns Elíassonar og Sigurlásar Þorleifssonar dags. 30. mars 2006.”

Liðurinn og afgreiðslutillagan samþykkt með sex atkvæðum, einn greiddi atkvæði á móti.

ii) Svohljóðandi tillaga barst frá Guðrún Erlingsdóttur.

“Í framhaldi af samþykkt bæjarstjórnar á fyrirkomulagi skólastarfs í Vestmannaeyjum næsta skólaár, samþykkir bæjarstjórn að ráða Guðrún Helgu Bjarnadóttur skv. tillögu Mannafls í starf leiksskólastjóra Vestmannaeyja og að henni verði falið að leiða vinnu við sameiningu leikskóla Vestmannaeyjabæjar næsta skólaár í samstarfi við starfsfólk og foreldra með það meginmarkmið að ná fram hagræðingu í rekstri, svo hægt verði að bjóða öllum börnum 18 mánaða og yngri leikskólapláss. En við vinnuna skal höfð sú framtíðarsýn að leikskólapláss verði fyrir öll börn frá 12 mánaða aldri og gjaldfrjáls leikskóli 5 ára barna, sbr. nýsamþykkt skóla- og æskulýðsstefnu Vestmannaeyjarbæjar.”

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst:

“Lagt er til að síðari hluta tillögunnar, þ.e. síðasta málslið verði vísað til bæjarráðs, en öðrum þáttum tillögunnar verði vísað til skólamálaráðs.”

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Var nú gengið til atkvæða um afgreiðslutillögu Arnars og var hún samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Fulltrúar V-listans í skólamálaráði óska bókað:

“Síðastliðið vor stóð bæjarstjórn frammi fyrir ákvörðun um hvernig bæjarfélagið gæti boðið upp á leikskólaþjónustu til framtíðar sem væri sambærileg þjónustu annarra sveitarfélaga. Til að ná þeim markmiðum, m.a .með hliðsjón af fjárhagsstöðu bæjarins og þeim fjölda barna sem væntanlegur er í leikskólana á næstu árum taldi bæjarstjórn tvo kosti í stöðunni;

1) Einfalda stjórnskipulagið með sameiningu leikskólanna.

2) Leggja starfsemina í núverandi mynd á Rauðagerði niður með tilheyrandi uppsögnum á starfsfólki.

Því var sú ákvörðun tekin 2. júní 2005 að sameina leikskólanna. Ákvörðunin var samþykkt með sjö atkvæðum í bæjarstjórn Vestmanneyja.

Fagleg markmið með breytingu á stjórnskipulagi leikskólana 2. júní 2005 voru fyrst og síðast að ná fram fjárhagslegu svigrúmi til að efla leikskólastarfið og auka þjónustu leikskólanna. Samfélag okkar í Vestmannaeyjum státar af áður vel reknum leikskólum og miklum faglegum metnaði leiksólastjóra, leikskólakennarra og annarra starfsmanna leikskólanna. Áætlaðar breytingar voru ekki fyrirhugaðar til að rýra það starf, heldur þvert á móti að efla starfið og um leið bæta þjónustu við börnin og foreldra þeirra. Fyrirhugað var að nýr leikskólastjóri og starfsmenn leikskóla, foreldrar og aðrir kæmu að þeirri vinnu að þróa nýja leikskólann svo hann hentaði best því samfélagi sem við búum í og um leið svara þeim kröfum sem gerðar eru til leikskóla um allt land.

Helstu markmið Bæjarstjórnar eru að:

- Tryggja nægt fjármagn til reksturs leikskólanna.

- Bjóða öllum börnum 18 mánaða og eldri leiksólavist, jafnvel fara með aldurinn niður í 12 mánuði ef vel tækist til.

- Styrkja stoðþjónustu leikskólanna, sérfræðiþjónustu og sérdeildarúrræði.

-Taka fyrstu skrefin í átt að gjaldfrjálsum leiksóla, bæði til að standast samkeppni við önnur sveitarfélög og um leið vera eitt af þeim sveitarfélögum sem viðurkenna leiksólann sem fyrsta skólastigið og að öll börn hafi rétt á leiksólavist.

(Áætlaður kostnaður við að veita fimm ára börnum 4 tíma gjaldfrálsan leikskóla á dag er 4.767.344 kr. á ári og rýmist það vel innan áætlana.)

Aðrir þættir sem vert er að skoða samfara breytinum

- Skoða lækkun á gjaldskrá leikskóla samfara breyttu umhverfi.

-Tryggja niðurgreiðslur dagvistunargjalda hjá dagmæðurm er samsvara niðurgreiðslum leikskólavistunar hjá þeim börnum sem ekki ekki fá pláss á leiskóla.

- Setja fjármagn í þróunarvinnu og faglegt endurmat á starfi leikskólanna. Velta m.a. upp hugmyndum um einsetningu leikskóla, skilgreiningar á skólatíma annarsvegar og afþreyingar hinsvegar í leikskólastarfi, tengja skólastig saman af meiri krafti en áður osfv.

Fulltrúar V-listans gera sér enn vonir um að unnið verði að ofangreindum markmiðum, sem og að ný samþykkt skóla og æskulýðsstefna sveitarfélagsins verði leiðarljós í þeirri vinnu sem framundan er. Eitt er þó ljóst að til þess að ná þessum markmiðum þarf fjármagn og það er einlægur vilji fulltrúa V-listans í bæjarstjórn og skólamálaráði að hagræða innan málaflokksins til þess að nálgast þessi markmið.

Gangi sameining leikskólanna ekki eftir má telja víst að leggja verði á hilluna öll áform um að bjóða öllum 18 mánaða börnum leikskólapláss í nánustu framtíð.

Frekari frestun mun tefja að hægt verði að taka fyrstu skrefin í átt að gjaldfrjálsum leiksskóla í samræmi við ný samþykkta skóla- og æskulýðsstefnu fyrir Vestmannaeyjabæ. Enn fremur kann að reynast erfiðara fyrir bæjarfélagið að standa sig í harðri samkeppni um að fá fólk til að flytja til Vestmannaeyja.

Steinunn Jónatansdóttir (sign)
Jóhann Guðmundsson (sign)
Margo Renner (Sign)

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað:

Í framhaldi af 8. máli fundar Skólamálaráðs frá 14.03.06 hafa kjörnir fulltrúar Skólamálaráðs og leikskólastjórar fundað tvisvar sinnum. Á þeim fundum hefur verið leitast við að finna hugsanlegra leiða til hagræðingar innan málaflokksins.

Til hliðsjónar hefur verið höfð greinagerð bæjarstjóra þar sem fram kemur að ná megi verulegum sparnaði með sameiningu leikskólanna undir eina yfirstjórn.

Samkvæmt greinagerðinni er gert ráð fyrir spara megi rúmlega 8 miljónir í launakostnað á yfirstjórn leikskólanna og að auki er reiknað með rekstrarhagræðingu upp á rúmar 4. miljónir króna eða samtals allt að 12-13 miljónir.

Það er mat okkar að sameining leikskólanna Kirkjugerðis, Sóla og Rauðagerðis í einn leikskóla komi ekki til með að skila þeirri hagræðingu sem gert er ráð fyrir í greinagerðinni, í greinagerðina vantar að gera ráð fyrir útgjöldum vegna þeirra starfsmanna sem fara í störf aðstoðarleikskólastjóra við tilfærslu þeirra út af deildum og/eða öðrum störfum yfir í stjórnunarstörf.

Það er rétt sem fram kemur í greinargerð bæjarstjóra að ná má fram sparnaði með því að leggja niður starf leikskólafulltrúa og öðrum sparnaði sem hugmyndir eru um að ná fram þarfnast samvinnu við stjórnendur viðkomandi stofnanna og hefur ekkert með sameiningu þeirra að gera.

Því leggjum við til við bæjarstjórn að hún dragi til baka ákvörðun sína frá 2. júní 2005 um sameiningu leikskóla Vestmannaeyjabæjar í einn leikskóla.

Elsa Valgeirsdóttir (sign)
Gunnlaugur Grettisson (sign)
Páll Marvin Jónsson (sign)

4. mál
Fyrir lá útskrift úr fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja frá 18. apríl 2006.

5. mál
Fræðslu og menningarsvið lagði fram endurskoðaða stefnu um sérkennslu fyrir Grunnskóla Vestmannaeyja til samþykktar sbr. 8. mál skólamálaráðsfundar no.168.

Ráðið samþykkir drögin með öllum atkvæðum.

6 mál
Fræðslu- og menningarsvið geði grein fyrir;

a) Synjun á styrkumsókn úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2006.

b) Veitingu styrkja úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2006 að upphæð kr. 606.800 kr.

c) erindi frá menntamálaráðuneytinu um framlengingu á skipun Andrésar Sigurvinssonar í stjórn Barnamenningarsjóðs.

d) Drög að leiðbeinandi samskiptareglum á milli sveitarfélaga og Greiningar-og ráðgjafastöðvar ríkisins vegna þjónustu við börn með alvarleg þroskafrávik.

e) Yfirliti frá skólanefnd Sambandsins um talkennslu í nokkrum sveitarfélögum

f) Ráðstefnu um einstaklingsmiðað nám sem Háskólinn á Akureyri stóð fyrir.

g) Málþingi um nýjar leiðir um kennslu annars tungumáls á grunn- og framhaldsskólastigi.

Ráðið þakkar upplýsingarnar.

7. mál
Fyrir lá erindi frá Barnaskóla Vestmannaeyja varðandi styrk til skólaferðalags 10. bekkjar í vor.

Ráðið samþykkir að styrkja hvern nemenda og fararstjóra um kr. 1500 og er það í samræmi við fjárhagsáætlun 2006.

8. mál
Í framhaldi af 8. máli skólamálaráðs frá 14. mars sl. gerði formaður grein fyrir stöðu mála varðandi viðræður skólamálaráðs og leikskólastjóra.

9. mál
Skólastjórar grunnskóla leggja skóladagatal Barnaskóla og Hamarsskóla fyrir skólaárið 2006-2007 fram til kynningar.

Ráðið þakkar skólastjórnendum fyrir skóladagatalið.

10. mál
Guðmundur H. Guðjónsson, skólastjóri tónlistaskólans, gerði grein fyrir mannaráðningum við skólann.

Jarl Sigurgeirsson hefur verið ráðinn deildarstjóri við Tónlistaskólann.

11. mál
Trúnaðarmál

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 17:20

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159