04.04.2006

168. fundur Skólamálaráðs Vestmannaeyja

 

168. fundur Skólamálaráðs Vestmannaeyja var haldinn í fundarsal Íþróttahússins þriðjudaginn 4. apríl klukkan 16:00.

Mætt voru : Elsa Valgeirsdóttir formaður, Gunnlaugur Grettisson, Jóhann Guðmundsson, Margo Renner, Páll Marvin Jónsson og Steinunn Jónatansdóttir.

Auk þeirra sátu fundinn: Guðrún H. Bjarnadóttir leikskólafulltrúi, Erna Jóhannesdóttir fræðslufulltrúi og Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Jón Pétursson sálfræðingur.

Áheyrnarfulltrúar vegna leikskólanna: Alda Gunnarsdóttir og Júlía Ólafsdóttir.

Áheyrnarfulltrúar vegna grunnskólanna: Guðrún Snæbjörnsdóttir, Halldóra Magnúsdóttir, Hjálmfríður Sveinsdóttir, Ingibjörg Finnbogadóttir, Karen Fors og María Pálmadóttir.

Áheyrnarfulltrúi vegna tónlistarskólans: Guðmundur H. Guðjónsson

Forfoll boðuðu: Erna Ingólfsdóttir, Helena Jónsdóttir og Ásta Sigrún Gunnarsdóttir.

Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Grettisson

1. mál

Skýrsla vinnuhópsins „Vertu til” lögð fram til kynningar og umræðu. Jón Pétursson sálfræðingur gerði grein fyrir helstu niðurstöðum og fleir þáttum er varða forvarnarmál hér í Vestmannaeyjum sbr. mál no. 6 frá 167. fundi skólamálaráðs.

Ráðið þakkar Jóni fyrir kynninguna og fagnar þeim drögum að forvarnarstefnu sem sem verið er að vinna að.

2.mál

Fyrir liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi tilboð til nemenda í 10. bekk um námsferðir með varðskipum Landhelgisgæslunar.

Ráðið þakkar bréfið og beinir því til skólastjórnenda að koma tilboði þessu á framfæri við nemendur.

3. mál

Fyrir liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga / Námsleyfissjóður grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla þar sem fram kemur að Svövu Bogadóttur kennara við Hamarsskóla er veitt leyfi til náms næsta skólaárið 2006 – 2007.

Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti að Svava Bogadóttir fái námsleyfi skólaárið 2006 -2007.

4. mál

Fyrir liggur erindi frá Heilsugæslunni um að fá að gera allsherjar athugun um reykingavenjur grunnskólabarna í grunnskólum umdæmisins í 5 – 10 bekkjum í samvinnu við Krabbameinsfélag Íslands.

Ráðið samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því til skólastjórnenda.

5. mál

Fyrir liggur bréf frá foreldrafélögum leikskóla Vestmannaeyjabæjar vegna framleiðslueldhúss í hinni nýju byggingu Leikskóla Vestmannaeyjabæjar.

Skólamálaráð þakkar bréfriturum erindið og tilkynnir að erindið er sé einnig á dagskrá fundar bæjarstjórnar 5. apríl n.k.

6. mál

Fræðslu- og menningarsvið gerir grein fyrir breytingum á starfsmannahaldi á leikskólanum á Kirkjugerði.

Elfa Ágústa Magnúsdóttir segir upp 93% deildarstjórastöðu sinni á Kirkjugerði og óskar eftir því að komast í 50% stöðu við Kirkjugerði á komandi hausti.

7. mál

Fyrir liggur útskrift frá Fjöldskylduráði frá 17.03. 2006 varðandi vinnu að gerð jafnréttisáætlunar og ósk um tilnefningu fulltrúa frá fræðslu- og menningarsviði vegna stofnunar stýrihóps um gerð jafnréttisáætlunar.

Ráðið lýsir sig samþykkt stofnun sérstaks stýrihóps varðandi gerð jafnréttisáætlunar og tilnefnir Gunnlaug Grettisson í stýrihópinn.

8. mál

Fræðslu- og menningarsvið leggur fram drög að endurskoðaðri stefnu um sérkennslu fyrir Grunnskóla Vestmannaeyja til kynningar ásamt reglugerð no. 389/1996 um sérkennslu.

Ráðið mun taka málið fyrir á næsta fundi og felur fræðslufulltrúa að vinna málið.

9. mál

Fyrir liggja starfsreglur fyrir sérdeildir til endurskoðunar skv. 13. lið reglnanna.

Ráðið mun ljúka málinu á næsta fundi skólamálaráðs og felur fræðslufulltrúa að vinna málið.

10. mál

Fyrir liggur erindi frá Hamarsskóla varðandi styrk til skólaferðalags 10. bekkjar í vor.

Ráðið samþykkir að styrkja hvern nemenda og fararstjóra um kr. 1.500 og er það í samræmi við fjárhagsáætlun 2006.

11. mál

Fræðslu- og menningarsvið gerir grein fyrir eftifarandi;

a) Niðurstöðum málþings um stöðu leikskólanna sem haldin var 20. feb. sl.

b) Greinargerð um Móðurmál eru máttur.

Skólamálaráð óskar eftir því við skólastjórnendur að þeir vinni greinargerð um stöðu þessara mála innan þeirra stofnunar, sem verði lögð fyrir ráðið.

c) Greinargerð um námskeiðsdag leikskólanna sem haldinn var 1. mars sl.

d) Niðurstöður könnunar sem fræðslu- og leiksskólafulltrúar gerðu varðandi söng og sönghefðir í skólum bæjarins.

e) Framkvæmd og niðurstöður Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin var í Bæjarleikhúsinu 28. mars sl.

Ráðið óskar sigurvegaranum Bjarti Tý Ólafssyni og öðrum sem tóku þátt, innilega til hamingju með keppnina og starfsmönnum sem komu að undirbúningi og framkvæmd hennar.

f) Kynningarefni um íslensku menntaverðlaunin sem stofnuð voru af forseta lýðveldisins árið 2005.

g) Bréf um námstilboð frá Ung í Norden / með milligöngu íþrótta- og tómstundnefndar Hafnarfjarðar þar er óskað eftir tillögum um tvo grunnskólanemendur til að taka þátt í samvinnuverkefni með jafnöldrum sínum frá hinum Norðurlöndunum. Þessir nemendur þurfa að kunna ýmislegt fyrir sér á sviði lista.

Ráðið hvetur skólastjórnendur til að senda fræðslu- og menningarsviði tillögur um nemendur sem hugsanlega gætu farið og uppfylla skilyrði til þátttöku.

h) Væntanlegri komu Jóns Sigfússonar frá Rannsókn og greiningu þann 25. apríl nk vegna skýrslu og úttektar um ungt fólk í Vestmannaeyjum sbr. 166. fund 10. mál og 167. fund 6. mál c)

Ráðið fagnar komu hans og felur framkvæmdastjóra að undirbúa sameiginlega fund skólamálaráðs og menningar- og tómstundaráðs og annarra sem áhuga hafa á málinu þann 25. apríl nk. að höfðu samráði við forvarnarfulltrúa og skólameistara FÍV

Ráðið þakkar fyrir ofangreindar kynningar.

12. mál

Trúnaðarmál

FLEIRA EKKI GERT. FUNDI SLITIÐ KL.18.30

Elsa Valgeirsdóttir formaður, Gunnlaugur Grettisson,

Jóhann Guðmundsson Margo Renner

Páll Marvin Jónsson Steinunn Jónatansdótti

Alda Gunnarsdóttir Júlía Ólafsdóttir.

Guðrún Snæbjörnsdóttir Halldóra Magnúsdóttir

Hjálmfríður Sveinsdóttir Ingibjörg Finnbogadóttir

Karen Fors María Pálmadóttir.

Guðrún H. Bjarnadóttir Erna Jóhannesdótti

Andrés Sigurvinsson Jón Pétursson sálfræðingur.

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159