03.04.2006

Fundur í stjórn Náttúrustofu

 

Fundur í stjórn Náttúrustofu Suðurlands haldinn mánudaginn 3. apríl 2006, kl. 12.

Mætt: Margrét Lilja Magnúsdóttir, Eygló Harðardóttir, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, auk Ingvars Sigurðssonar, forstöðumanns Náttúrustofu Suðurlands.

Dagskrá:

  1. Kjaramál starfsmanna Náttúrustofu Suðurlands.
  2. Stefnumótun Náttúrustofu Suðurlands.
  3. Almennar starfsreglur.
  4. Rekstraráætlun.
  5. Önnur mál.

1. mál.

Ingvar vék af fundi meðan stjórnarmenn ræddu kjaramálin. Formaður kynnti tillögu formanns Náttúrustofu Suðurlands og bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar að framtíðarlausn kjaramála starfsmanna Náttúrustofu Suðurlands.

Stjórnin samþykkir tillöguna.

Ingvar mætir aftur á fundinn kl. 13.25.

2. mál.

Eygló lagði fram tillögur að stefnumótun Náttúrustofu Suðurlands.

3. mál.

Eygló lagði fram tillögur um starfsreglur Náttúrustofu Suðurlands og einnig tillögur um starfsreglur stjórnar Náttúrustofu Suðurlands.

4. mál.

Formaður lagði fram breytingar á rekstraráætlun Náttúrustofu Suðurlands fyrir árið 2006. Áætlaðar tekjur eru samkvæmt því kr. 15.920.000.- og gjöld kr. 17.882.000.

Stjórnin samþykkir áætlunina.

5. mál.

i) Rætt var um sumarstarfsmenn og verkefnin sem eru framundan hjá Náttúrustofu

Suðurlands.

ii) Ýmis önnur mál rædd.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.55.

Margrét Lilja Magnúsdóttir

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir

Eygló Harðardóttir

Ingvar A. Sigurðsson

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159