15.03.2006

Fundur haldinn í hafnarstjórn

 

Fundur haldinn í hafnarstjórn Vestmannaeyja miðvikudaginn 15. mars 2006 í fundarsal hafnarstjórnar, en fundur hófst kl. 14.00.
Mættir: Hörður Þórðarson, Skæringur Georgsson, Valmundur Valmundsson, Viðar Elíasson, Stefán Friðriksson, Frosti Gíslason, Ólafur M. Kristinsson hafnarstjóri og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri.

Fyrir var tekið:

1. mál.
Útskriftir úr fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja frá 27. febrúar 2006.

a) Fyrirspurn frá Páli og Svavari Steingrímssyni, þar sem farið er fram á aðstoð Lóðsins við gerð eins atriðis í fyrirhugaðri mynd um ginklofa.

Hafnarstjórn samþykkir erindið.

b) Bæjarráð beinir því til menningar- og tómstundarráðs og hafnarstjórnar að bátnum Blátindi verði sem fyrst fundinn framtíðarstaður og hlutverk á hafnarsvæðinu.

Hafnarstjórn felur formanni hafnarstjórnar og hafnarstjóra að ræða við fulltrúa menningar- og tómstundaráðs.

2. mál.
Erindi frá Hitaveitu Suðurnesja varðandi hitaveitulögn á hafnarsvæðinu.

Hafnarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

3. mál
Ársreikningur Hafnasambands sveitarfélaga lagður fram.

4. mál.
Samgönguáætlun 2007-2010 rædd.

Hafnarstjóra falið að fylla út umsókn um ríkisframlög vegna samgönguáætlunar 2007 til 2008. Óskað er m.a. eftir rannsóknum vegna samgöngubóta til framtíðar.

5. mál.
Bréf frá eigendum Skildingavegar 6b.

Hafnarstjórn óskar eftir tillögum umhverfis- og framkvæmdasviðs um frágang á svæðinu.

6. mál.
Varðandi mælingar við Bakkafjöru.

Hafnarstjóri skýrði frá mælingum við Bakkafjöru, framkvæmd þeirra og áætlun um næstu mælingar.

Fundi slitið kl. 17.15.

Hörður Þórðarson, Ólafur M. Kristinsson, Skæringur Georgsson, Frosti Gíslason, Valmundur Valmundsson, Viðar Elíasson, Stefán Friðriksson, Bergur Elías Ágústsson.

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159