15.03.2006

FjölskylduráðFundur fjölskylduráðs Vestmannaeyja miðvikudaginn

 

Fjölskylduráð

Fundur fjölskylduráðs Vestmannaeyja miðvikudaginn 15. mars 2006 kl. 17.00.

Mætt voru: Guðrún Erlingsdóttir, G.Ásta Halldórsdóttir, Kristín Valtýsdóttir, Helga Bj. Ólafsdóttir, Auður Einarsdóttir, Ágústa Kjartansdóttir, Hera Ósk Einarsdóttir framkvæmdastjóri og Jón Pétursson sálfræðingur. Andrés Sigmundsson boðar forfall.

1. – 2. mál
Trúnaðarmál

3. mál
Sískráning barnaverndarmála

Framkvæmdastjóri lagði fram mánaðarlegt yfirlit til Barnaverndarstofu vegna barnaverndartilkynninga í febrúarmánuði. Félags- og fjölskyldusviði bárust alls 5 tilkynningar vegna 9 barna. 3 tilkynningar bárust vegna vanrækslu barns, 1 vegna ofbeldis og 1 vegna áhættuhegðunar barns.

4. – 6. mál
Barnavernd

7. mál
Lagt fram yfirlit yfir rekstur félags- og fjölskyldusviðs, Hraunbúða og félagslega húsnæðiskerfisins fyrstu 2 mánuði ársins.

8. mál
Trúnaðarmál

9. mál
Húsnæðismál

Á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði hjá Vestmannaeyjabæ eru 11 umsækjendur, 5 sem uppfylla skilyrði fyrir úthlutun og 6 með lögheimili utan Vestmannaeyja. Elstu umsóknirnar eru tæplega 10 mánaða gamlar.

10. mál
Erindi frá Dyngjunni, áfangaheimili fyrir konur að lokinni vímuefnameðferð. Þær breytingar hafa orðið hjá Dyngjunni að rekstrarstyrkur sem áfangaheimilið hefur fengið frá Reykjavíkurborg er nú eingöngu miðaður við fjölda kvenna frá Reykjavík, en ekki heildarfjölda kvenna sem njóta þjónustu Dyngjunnar eins og áður var. Af þessum sökum leitar áfangaheimilið Dyngjan til sveitarfélaga þeirra kvenna sem dvalist hafa á Dyngjunni sl. ár og óska eftir því að þau greiði styrk vegna kvenna frá sínu byggðalagi á svipaðan hátt og Reykjavík gerir vegna Reykvískra kvenna. Um er að ræða styrk að upphæð kr: 43.050,- Fjölskylduráð samþykkir erindið.

11. mál
Framkvæmdastjóri kynnti næsta samstarfsverkefni félags-og fjölskyldusviðs, heilsugæslustöðvar Vestmannaeyja og Landakirkju. Ákveðið hefur verið að næsta nærhópastarf verði rekstur sjálfshjálparhóps fyrir einstaklinga sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Á kynningu bókar Gerðar Kristnýjar og Thelmu Ásdísardóttur, Myndin af pabba - saga Thelmu, í nóvember sl. kom fram mikill áhugi heimamanna á að unnið yrði markvissara gegn kynferðislegu ofbeldi í okkar samfélagi og skapaður vettvangur til að styðja við þolendur kynferðisofbeldis. Til að undirbúa það starf og til að efla fræðslu almennings og þeirra sem fást við kynferðisofbeldismál hefur verið leitað til Stígamóta um samstarf um þetta verkefni. Þann 30 mars nk. munu fulltrúar Stígamóta koma til Eyja og vinna með hlutaðeigandi aðilum við undirbúning verkefnisins. Jafnframt verða haldnir tveir fræðslufundir þann dag, annars vegar fyrir starfsmenn sem fást við kynferðisofbeldismál í vinnu sinni og hins vegar verður haldinn almennur fræðslufundur þann 30. mars kl. 20.00 í safnaðarheimili Landakirkju.

12. mál
Jón Pétursson sálfræðingur kynnti stöðu forvarnarverkefnisins sem unnið var á tímabilinu október – desember 2005 og lagði fram skýrslu frá, Vertu til – verkefnið, sem er afrakstur þeirra vinnufunda. Fjölskylduráð felur Jóni Péturssyni sálfræðingi framgang málsins í samræmi við umræður á fundinum.

13. mál
Framkvæmdastjóri lagði fram drög að vinnutilhögun við gerð jafnréttisáætlunar fyrir Vestmannaeyjabæ. Guðrún Jónsdóttir hefur tekið saman greinargerð um landsfund jafnréttisnefnda sveitarfélaga sem haldinn var 17.-18. febrúar síðastliðinn og birtist greinargerðin á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar 21.febrúar sl.

Á landsfundinum var eftirfarandi ályktun samþykkt:

“Landsfundur jafnréttisnefnda ítekar mikilvægi þess að konur og karlar komi jafnt að stefnumótun og stjórnun sveitarfélaganna og hvetur stjórnmálaflokka og sveitarstjórnir til að huga sérstaklega að jafnvægi kynjanna við skipun fulltrúa á framboðslista og í ráð og nefndir”

Framkvæmdastjóri lagði fram samantekt um fjölda karla og kvenna í nefndum, ráðum og stjórnum hjá Vestmannaeyjabæ. Þar kemur fram að í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum bæjarins er skiptingin nálægt 60% karlar og 40% konur. Hér er getið skiptingar í nokkrum nefndum:

Nefndir, ráð og stjórnir

karlar

konur

alls

Almannavarnarnefnd

7

0

7

Byggðaráð

2

1

3

Fjölskylduráð

1

6

7

Menningar-og tómstundaráð

6

1

7

Skólamálaráð

4

3

7

Sveitarstjórn

5

2

7

Umhverfisnefnd

4

3

7

Hafnarstjórn

5

0

5

Skólanefnd Framhaldsskólans

1

1

2

Starfskjaranefnd

3

0

3

Samtals:

38

17

55

Fyrirliggjandi verkefni á félags-og fjölskyldusviði, sem fer með hlutverk jafnréttisnefndar, er að vinna að gerð jafnréttisáætlunar skv. 10. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr.96/2000.

Fjölskylduráð samþykkir að hafin verði nú þegar vinna að gerð jafnréttisáætlunar og leggur til við fræðslu- og menningarsvið, umhverfis- og framkvæmdasvið og stjórnsýslu- og fjármálasvið að hvert svið um sig tilnefni einn fulltrúa í stýrihóp um gerð jafnréttisáætlunar. Fjölskylduráð tilnefndir Guðrúnu Jónsdóttur félagsráðgjafa sem sinn fulltrúa í stýrihópinn. Jafnframt leggur fjölskylduráð til að Guðrún verði verkefnisstjóri stýrihópsins.

14. mál
Lagt fram bréf frá Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna en markmið með stofnun Ráðgjafastofu er að aðstoða einstaklinga og fjölskyldur sem eiga í greiðsluerfiðleikum. Þjónustan er endurgjaldslaus og óháð búsetu umsækjanda. Nálgast má frekari upplýsingar um Ráðgjafastofuna á slóðinni www.rad.is

15. mál
Lagt fram bréf og kynningarbæklingur frá Lausn, fjölskyldumeðferð og ráðgjöf þar sem kynnt er þjónusta fyrirtækisins, bæði einstaklings- og hjóna/paraviðtöl, fjölskylduviðtöl, kennsla og námskeiðahald útfrá lausnarmiðaðri meðferð

16. mál
Fundir, þing og ráðstefnur;

Fræðsluráðstefna um frítímaþjónustu sveitarfélaga 23. – 24. mars 2006. Að ráðstefnunni standa félag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Norrænn dagur 18. júní 2006 í tengslum við 14. Evrópuráðstefnuna um félagsþjónustu. Kynntar verða kerfisbreytingar í Danmörku – breytt skipulag, heildræn nálgun í að veita opinbera þjónustu.

19. – 21. júní 2006 Evrópuráðstefna um félagsþjónustu haldin í Vín, Austurríki undir yfirskriftinni “ Ungir og aldnir í breyttri Evrópu - áhrif lýðfræðilegra breytinga á félags- og heilbrigðisþjónustu”

17. mál
Spilakvöld bæjarfulltrúa og fjölskylduráðs verður haldið á Hraunbúðum 23. mars nk. kl. 20.00.

FLEIRA EKKI GERT. FUNDI SLITIÐ KL. 19.15

Guðrún Erlingsdóttir
G.Ásta Halldórsdóttir
Kristín Valtýsdóttir
Helga Bj. Ólafsdóttir
Auður Einarsdóttir
Ágústa Kjartansdóttir
Hera Ósk Einarsdóttir framkvæmdastjóri
Jón Pétursson sálfræðingur

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159