14.03.2006

167. fundur skólamálaráðs Vestmannaeyja

 

167. fundur skólamálaráðs Vestmannaeyja var haldinn í fundarsal Íþróttahússins þriðjudaginn 14. mars klukkan 16.00.

Mætt voru : Elsa Valgeirsdóttir, Gunnlaugur Grettisson, Jóhann Guðmundsson, Bjarni Ólafur Magnússon, Páll Marvin Jónsson og Steinunn Jónatansdóttir.

Auk þeirra sátu fundinn: Guðrún H. Bjarnadóttir leikskólafulltrúi og Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs

Áheyrnarfulltrúar vegna leikskólanna: Alda Gunnarsdóttir, Alda Jóhannsdóttir, Helena Jónsdóttir, Júlía Ólafsdóttir og Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir.

Áheyrnarfulltrúar vegna grunnskólanna: Guðrún Snæbjörnsdóttir, Halldóra Magnúsdóttir, Hjálmfríður Sveinsdóttir, Ingibjörg Finnbogadóttir, Karen Fors og María Pálmadóttir.

Áheyrnarfulltrúi vegna tónlistarskólans: Guðmundur H. Guðjónsson.

Forföll boðaði Erna Ingólfsdóttir.

Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Grettisson.

Fanney Ásgeirsdóttir nýráðin skólastjóri Grunnskóla Vestmannaeyja sat fundinn undir umræðum og afgreiðslu fyrsta máls og vék svo af fundi. Skólamálaráð býður Fanney velkomna til starfa.

1. mál
Fyrir fundinum lá samþykkt afgreiðslutillaga bæjarstjórnar frá 23. febrúar sl. á máli 1 c) Skýrsla um skóla- og æskulýðsstefnu Vestmannaeyjabæjar.

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst frá meirihluta bæjarstjórnar: “Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir nýja skóla- og æskulýðsstefnu fyrir Vestmannaeyjabæ, en verkefnisstjórn hefur unnið að gerð hennar undanfarna mánuði undir stjórn skólaþróunardeildar Háskólans á Akureyri.

Jafnframt felur bæjarstjórn nýjum skólastjóra í samráði við aðstoðarskólastjóra Grunnskóla Vestmannaeyja, að gera tillögur til bæjarstjórnar um skipulag, starfsemi og skipurit skólans. Áður skal hafa leitað álits hjá fulltrúum kennara, foreldra og nemenda samkvæmt nýrri skóla- og æskulýðsstefnu Vestmannaeyjabæjar.

Gert er ráð fyrir að tillögum verði skilað til bæjarstjórnar eigi síðar en 31. mars nk. og skulu þær taka mið af þeim fjárhagsramma sem grunnskóla Vestmannaeyja er ætlað að starfa eftir í samþykktri fjárhagsáætlun og 3ja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar.

Þegar kemur að afgreiðslu bæjarstjórnar skal liggja fyrir mat fræðsluskrifstofu á faglegum og rekstrarlegum þáttum sem fram koma í tillögunum.”

Skólamálráð lýsir yfir ánægju með samþykktina og leggur ríka áherslu á að sá andi samvinnu og samráðs, sem gert er ráð fyrir í tillögunni nái fram að ganga.

Skólamálaráð felur formanni og varaformanni ráðsins að ræða við fulltrúa kennara og annara starfsmanna varðandi það að fá til Eyja utanaðkomandi sérfræðing til handleiðslu og ráðgjafar vegna þeirra breytinga sem framundan eru í skólastarfi grunnskóla Vestmannaeyja.

2.mál
Fyrir lá bréf frá kennurum þar sem óskað er eftir að skólamálaráð standi straum af kostnaði að upphæð allt að kr. 166.200 vegna þátttöku og komu 13 Comeniusarkennara í apríl nk.

Skólamálaráð samþykkir erindið.

3. mál.
Fyrir lá erindi frá Kennarafélagi Vestmannaeyja.

Bæjarstjórn afgreiddi málið á fundi sínum 23. febrúar sl.

4. mál.
Fræðslu- og menningarsvið lagði fram eftirfarandi tillögur varðandi leikvöllinn við Miðstræti. Leikskólafulltrúi gerir grein fyrir tillögunum.

  1. Leikvöllurinn við Miðstræti verði opnaður mánudaginn 15. maí og síðasti opnunardagur verði föstudagurinn 25. ágúst 2006.
  2. Leikvöllurinn við Miðstræti verði opinn frá kl. 13.00 – 17.00 alla virka daga, en að auki frá kl. 10.00 – 12.00, 10. júlí – 18. ágúst 2006.
  3. Gjaldskrá haldist óbreytt frá síðasta ári, 150 kr pr. heimsókn.
  4. Auglýst verði eftir forstöðumanni og starfsmanni og gengið verði frá ráðningu fyrir 15. apríl 2006.

Ráðið samþykkir samhljóða ofangreindar tillögur

5. mál.
Í framhaldi af 5. máli síðasta skólamálaráðsfundar liggja fyrir frekari upplýsingar um fjölda nemenda sem Vestmannaeyjabær fékk úthlutað úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fjárhagsárið 2006 vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum Vestmannaeyja.

Fram kom í máli framkvæmdastjóra að sótt hefði verið um fyrir 16 einstaklinga og hefðu 12 verið samþykktir og fengi Vestmannaeyjabær úthlutað 12.900 milljónum kr. Í nánari athugun væru umsóknir hinna fjögurra sem ekki voru samþykktir.

6. mál.
Fræðslu- og menningarsvið lagði fram til upplýsingar og kynningar.

a)Töflur frá mrn. sem sýna meðaltal samræmdrar grunnskólaeinkunnar í íslensku og stærðfræði og töflur um meðaltal framfaratalna fyrir 4., 7. og 10. bekki fyrir árin 2001-2005.

b) Minnisblað frá Svandísi Ingimundardóttur, þróunar- og skólafulltrúa Sambandsins, um samantekt upplýsinga um þjónustu Greiningastöðvar ríkisins við sveitarfélög.

c) Ungt fólk í Vestmannaeyjum, skýrsla frá Rannsókn og greiningu. Efni: Rannsóknir á vímuefnaneyslu og ýmsum félagslegum þáttum meðal framhaldsskólanema árið 2004 sbr. 166. skólamálaráðsfund 10. mál.

Ráðið þakkar upplýsingarnar og lýsir yfir ánægju sinni með þann árangur sem fram kemur í a-lið um framfarastuðul grunnskólanna í Vestmannaeyjum.

Einnig samþykkir ráðið að óska eftir því við Jón Pétursson sálfræðing, að hann komi á næsta fund ráðsins til að skýra frá skýrslunni sem getið er um í c-lið hér að ofan. Jafnframt upplýsist að Jón Sigfússon frá Rannsókn og greiningu sé væntanlegur til Eyja og mun hann fylgja úttektinni frekar úr hlaði.

7. mál
Júlía Ólafsdóttur, skólastjóra leikskólans Sóla, gerð grein fyrir hvernig framkvæmdum við hinn nýja leikskóla miðar og fyrirhugaðar framkvæmdir við lóðina. Kom m.a. annars fram að á næstu dögum verður haldinn foreldrafundur á Sóla þar sem fyrirhugaðar breytingar á Sólalóðinni verða kynntar, að framkvæmd nýbyggingarinnar er á áætlun og hefur valdið minna raski og truflun á starfseminni en menn þorðu að vona.

Ráðið þakkar fyrir erindið.

8. mál
Í framhaldi af 14. máli fundar skólamálaráðs frá 14. febrúar samþykkir skólamálaráð að óska eftir fundi með skólastjórnendum á leikskólum Vestmannaeyjabæjar þar sem leitað verði hugsanlegra leiða til ná fram hagræðingu í málaflokknum.

9. mál
Í framhaldi af 5. máli fundar skólamálaraðs frá 9. júní sl. samþykkir skólamálaráði að fela framkvæmdastjóra að fá til Vestmannaeyja kynningu á reiknilíkönum sem notuð eru m.a. af Fræðslumiðstöð Reykjavikur til grundvallar fjármagns til grunnskóla Reykjavíkur.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 17.10.

Elsa Valgeirsdóttir
Helena Jónsdóttir
Gunnlaugur Grettisson
Júlía Ólafsdóttir
Jóhann Guðmundsson
Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir
Bjarni Ólafur Magnússon
Guðrún Snæbjörnsdóttir
Páll Marvin Jónsson
Halldóra Magnúsdóttir
Steinunn Jónatansdóttir
Hjálmfríður Sveinsdóttir
Ingibjörg Finnbogadóttir
Guðrún H. Bjarnadóttir
Karen Fors
Andrés Sigurvinsson
María Pálmadóttir
Alda Gunnarsdóttir
Guðmundur H. Guðjónsson
Alda Jóhannsdóttir

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159