15.02.2006

Fundur fjölskylduráðs Vestmannaeyja miðvikudaginn

 

Fundur fjölskylduráðs Vestmannaeyja miðvikudaginn 15. febrúar 2006 kl. 16.00

Mætt voru: Guðrún Erlingsdóttir, G. Ásta Halldórsdóttir, Ágústa Kjartansdóttir, Kristín Valtýsdóttir, Helga Bj. Ólafsdóttir, Guðrún Jónsdótti, Sólrún Gunnarsdóttir og Hera Ósk Einarsdóttir

1. – 9. mál
Trúnaðarmál

10. mál
Sískráning barnaverndarmála.

Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi lagði fram mánaðarlegt yfirlit til Barnaverndarstofu vegna barnaverndartilkynninga í janúarmánuði. Félags- og fjölskyldusviði bárust alls 12 tilkynningar vegna 12 barna. 8 tilkynningar bárust vegna vanrækslu barns, 1 vegna ofbeldis og 3 vegna áhættuhegðunar barna.

11. – 12. mál
Barnavernd

13. mál
Rætt um stofnanaþjónustu við aldraða í Vestmannaeyjum með hliðsjón af þörfum fyrir sérstaka aðstöðu fyrir aldraða með heilabilunareinkenni.

14. mál
Lagt fram bréf frá Hjálpartækjamiðstöð Tryggingastofnunar ríkisins varðandi greiðsluþátttöku TR á öryggiskallkerfum. Skv. bréfritara á greiðsluþátttaka TR aðeins við ef umsækjandi býr á einkaheimili en ekki í þjónustuíbúðum á vegum sveitarfélaga eða stofnana þar sem TR eða aðrir opinberir aðilar greiða kostnað af rekstrinum eða annast þjónustu/gæslu að verulegu leiti. Fjölskylduráð felur framkvæmdastjóra að kanna stöðu íbúa í íbúðum aldraðra í ljósi fyrirliggjandi upplýsinga.

15. mál
Rætt um starfafyrirkomulag á sambýlinu/þjónustuíbúðum fatlaðra Vestmannaeyjum í ljósi vaxandi þjónustuþarfa íbúa. Framkvæmdastjóra falið að kanna afstöðu félagsmálaráðuneytis til breytinga og aukningar á stöðugildum í samræmi við mat á þjónustuþörf.

16. mál
Deildarstjóri málefna fatlaðra kynnti drög að hugmyndum um ráðgjafar- og þjónustumiðstöð við fatlaða í Vestmannaeyjum. Drögin eru unnin í framhaldi af 20. máli fundargerðar fjölskylduráðs frá 20. júlí 2005 um búsetuúrræði fatlaðra. Markmið ráðgjafar- og þjónustumiðstöðvar fatlaðra yrði að samþætta og samnýta rými fyrir þjálfun, skipulagða stoðþjónustu og tómstundir til að fyrirbyggja hættu á félagslegri einangrun fatlaðra við flutning í sjálfstæða búsetu.

17. mál
Lagður fram til kynningar ársreikningur Kertaverksmiðjunnar Heimaeyjar 2005

18. mál
Fundir, þing og ráðstefnur;

Landsfund jafnréttisnefnda sveitarfélaga 17. og 18. febrúar nk. undir yfirskriftinni “Spornum gegn mismunun - stuðlum að þátttöku” Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi mun sækja landsfundinn.

18. febrúar nk. Verður haldið málþing um geðheilbrigðismál undir yfirskriftinni “Samfélagslækningar og geðheilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni”

18. febrúar nk. Verður haldið íbúaþing í Höllinni Vestmannaeyjum undir yfirskriftinni “Róum í takt”

Með þinginu er ætlunin að kalla eftir sýn íbúa á það hvert Eyjamenn vilja stefna. Það er ráðgjafarfyrirtækið Alta sem hefur umsjón með þinginu. Eftir íbúaþingið mun bæjarstjórn fara yfir skilaboð þingsins og nýta til stefnumótunar og forgangsröðunar verkefna. Gerð verður grein fyrir þeirri úrvinnslu á opnum fundi undir stjórn ráðgjafafyrirtækisins Alta þriðjudagskvöldið 28. febrúar kl. 20 í Höllinni. Á íbúaþinginu verða notaðar aðferðir sem miða að því að gefa öllum þátttakendum jafna möguleika á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Það er samdóma álit þeirra sem tekið hafa þátt í íbúaþingum Alta að það er bæði gagnlegt og skemmtilegt og ólíkt öllum venjulegum borgarafundum. Hægt er að sitja allt þingið eða taka þátt í starfi eins eða fleiri vinnuhópa allt eftir því hvað hentar hverjum og einum.

Barnagæsla hjá dagmæðrunum Bröttugötu 15 og veitingar á íbúaþinginu eru í boði Vestmannaeyjabæjar.

24. febrúar nk.

Málþing og móttaka í tilefni af 20 ára afmæli Greiningar-og ráðgjafastöðvar ríkisins. Fjallað verður um stöðu Greiningarstöðvarinnar í fortíð, nútíð og framtíð og mikilvægi rannsókna á klínisku starfi.

24. febrúar nk.

Málstofa samgönguráðuneytisins, Samtaka ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofu og Öryrkjabandalagsins um ferðaþjónustu fyrir alla haldinn í samvinnu við Nordiska Handikappolitiska Rådet, sem er ein af stofnunum Norðurlandaráðs.

FLEIRA EKKI BÓKAÐ, FUNDI SLITIÐ KL. 18.30

Guðrún Erlingsdóttir
G. Ásta Halldórsdóttir
Ágústa Kjartansdóttir
Kristín Valtýsdóttir
Helga Bj. Ólafsdóttir
Guðrún Jónsdóttir
Sólrún Gunnarsdóttir
Hera Ósk Einarsdóttir

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159