14.02.2006

166. fundur Skólamálaráðs Vestmannaeyja

 

166. fundur Skólamálaráðs Vestmannaeyja var haldinn í fundarsal Íþróttahússins þriðjudaginn 14. febrúar 2006 klukkan 16:00.

Mætt voru : Elsa Valgeirsdóttir, Gunnlaugur Grettisson, Jóhann Guðmundsson, Margo Renner, Páll Marvin Jónsson og Steinunn Jónatansdóttir og Gunnar Friðfinnsson sem var boðaður að Andrési Sigmundssyni sem hans varamaður.

Auk þeirra sátu fundinn: Guðrún H. Bjarnadóttir leikskólafulltrúi, Erna Jóhannesdóttir, Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs. Guðrún H. Bjarnadóttir vék af fundi í 14. og 15. máli

Áheyrnarfulltrúar vegna leikskólanna: Alda Gunnarsdóttir, Alda Jóhannsdóttir, Ásta Sigrún Halldórsdóttir, Erna Ingólfsdóttir, Helena Jónsdóttir og Júlía Ólafsdóttir.

Áheyrnarfulltrúar vegna grunnskólanna: Guðrún Snæbjörnsdóttir, Halldóra Magnúsdóttir, Hjálmfríður Sveinsdóttir, Ingibjörg Finnbogadóttir, Karen Fors og María Pálmadóttir.

Áheyrnarfulltrúi vegna tónlistarskólans: Guðmundur H. Guðjónsson

Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Grettisson

1. mál.
Fyrir liggur til kynningar Þjónustusamningur milli Vestmannaeyjabæjar og Fjólunnar vegna kaupa á hádegismat fyrir leikskólana Kirkjugerði og Sóla.

Ráðið þakkar hlutaðeigendum og fagnar að kominn skuli á þjónustusamningur við Fjóluna. Jafnframt bendir ráðið á að þessi þjónustusamningur við leikskólana tvo verði endurskoðaður fyrir næsta skólaár svo og þeir þjónustusamningar sem eru í gildi vegna skólamáltíða grunnskólanna.

2. mál.
Fyrir lá fyrirspurn frá foreldrafélagi Rauðagerðis varðandi leikskólagjöld og hækkun fæðisgjalda.

Leikskólafulltrúi upplýsti að leikskólagjöld fylgdu vísitöluhækkun launa og fæðisgjöld neysluvísitölu. Hún benti einnig á að hækkun á skólamáltíðum til barna á Rauðagerði hefði verið kynnt fyrir fulltrúum foreldra og stjónenda á 163. skólamálaráðsfundi þann 17. janúar 2006 þær verið samþykktar. Fæðisgjaldið er það sama á öllum leikskólum bæjarins. Ráðið felur leikskólafulltrúa að svara bréfritara.

3. mál
Fyrir lágu niðurstöður könnunar í leikskólum Vestmannaeyjabæjar vegna sumarlokunar 2006.

Samkvæmt niðurstöðum könnunar sem framkvæmd var mánaðarmótin janúar/febrúar 2006 mælir fræðslu- og menningarsvið með að leikskólar Vestmannaeyjabæjar verði lokaðir sem hér segir:
Leikskólinn Sóli lokar frá og með 17. júlí – 16. ágúst,
Leikskólinn Rauðagerði lokar frá og með 17. júlí – 16. ágúst
Leikskólinn Kirkjugerði lokar frá og með 17. júlí – 16. ágúst

Auk þessarar lokunar, er foreldrum boðið upp á að bæta 1 viku - samfellt- við sumarlokunina fyrir barn sitt á undan eða á eftir lokuninni, og er gjald fellt niður sem því nemur.

Ráðið samþykkir samhljóða tillöguna.

4. mál
Fyrir liggja upplýsingar um breytingar á starfsmannamálum Hamarsskólans.

Fram komu eftirfarandi upplýsingar frá skólastjóra Hamarsskóla; Helga Björk Ólafsdóttir 180472-4289 kennari er að koma aftur til starfa eftir fæðingarorlof og verður nú í 67% stöðugildi í stað 100%, og Sigurborg Erna Jónsdóttir 181143-2909 fer í eins árs námsleyfi til Danmerkur og hefur verið veitt námslaun í eitt ár frá Verkefna- og námstyrkjasjóði Félags grunnskólakennara og Skólastjórafélagi Íslands.

Ráðið þakkar upplýsingarnar og er samþykkt þessum breytingum fyrir sitt leyti.

5. mál
Fyrir lágu upplýsingar frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2006.

Fram kemur í bréfi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga að áætlað framlag til sveitarfélagsins fyrir fjárhagsárið 2006 vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum Vestmannaeyjabæjar er kr.12.900.000 sbr. 4gr. reglugerðar nr. 351/2002. Framlagið greiðist mánaðarlega með jöfnum greiðslum, 1.075.000 kr á mánuði.

Ráðið upplýsti að fræðslu- og menningarsvið sé ekki sátt með þessa niðurstöðu, telur að fleiri einstaklingar héðan falli undir ákvæði reglugerðarinnar og er með mál þriggja einstaklinga til frekari athugunar og mun í framhaldi af þeirri athugun gera kröfu um að þeir verði felldir undir þau ákvæði sem gilda við úthlutun sjóðsins.

6. mál
Fyrir lá til kynningar bréf frá skólastjórum leik- og grunnskólastjórum Vestmannaeyjabæjar þar sem hörmuð eru ummæli varaformanns skólamálaráðs sem höfð eru eftir honum í vikublaðinu Fréttum 2. febrúar sl.

Bókun
Mér þykir mjög miður ef einhverjir túlka orð mín þannigað um fordóma sé að ræða i garð skólafólks í umræddu blaðaviðtali. Það var aldrei hugmynd míng o harma ég það ef einhverjir vilji hútak orð mín þannig.

Jóhann Ólafur Guðmundsson (sign)

Skólamálaráð vill árétta að ummæli varaformanns skólamálaráðs eru hans eigin og endurspegla því á engan hátt hug annarra skólamálaráðsmanna.

Elsa Valgeirsdóttir (sign)
Gunnlaugur Grettisson (sign)
Páll Marvin Jónsson (sign)
Margo Renner (sign.)
Steinunn Jónatansdóttir (sign.)

7. mál
Fyrir liggur bréf frá Elliða Vignissyni grunn- og framhaldsskólakennara frá 09. febrúar sl. þar sem hann dregur umsókn sína um stöðu skólastjóra Grunnskóla Vestmannaeyja til baka.

Skólamálaráð harmar þann trúnaðarupplýsingaleika sem varð m.a. til þess að ofangreindur umsækjandi dró umsókn sína til baka. Einnig harmar skólamálaráð þau orð varaformanns skólamálaráðs þar sem hann efaðist um það aðviðkomandi umsækjandi uppfyllti skilyrði til ráðningar enda fylgdu umsókn hans gögn sem sýndu greinilega fram á hið gagnstæða. Skólamálaráð þakkar umsækjandanum fyrir þann áhuga sem hann sýndi starfinu og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

Elsa Valgeirsdóttir (sign)
Gunnlaugur Grettisson (sign)
Páll Marvin Jónsson (sign)

8. mál
Fyrir liggur bréf sem barst frá Guðnýju Önnu Annasdóttur frá 09. febrúar sl. þar sem hún tilkynnir að á leiðinni sé bréf í pósti þess efnis að hún dragi umsókn sína tilbaka um stöðu leikskólastjóra Leikskóla Vestmannaeyja tilbaka.

Skólamálaráð þakkar umsækjandanum fyrir þann áhuga sem hún sýndi starfinu og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni.

Elsa Valgeirsdóttir (sign)
Gunnlaugur Grettisson (sign)
Páll Marvin Jónsson (sign)
Jóhann Guðmundsson (sign.)
Margo Renner (sign.)
Steinunn Jónatansdóttir (sign.)

9. mál
Fyrir liggur beiðni frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum undirrituð af skólameistara og forvarnarfulltrúa skólans um þátttöku Vestmannaeyjabæjar í að kaupa smækkaða útgáfu af skýrslu frá Rannsókn og greiningu þar sem fjallað er um niðurstöður vímuefnaneyslu og félagslega þætti framhaldskólanemenda byggðar á framhaldsskólarannsókn 2004/2005.

Ráði samþykkir að greiða kr. 90.000 á móti 150.000 sem FÍV greiðir og taka þannig þátt í kostnaði við að fá niðurstöður þessarar skýrslu til hagsbóta fyrir skólasamfélagið í Vestmannaeyjum og vonast til að starfsmenn Rannsóknar og greiningar fylgi þeim úr hlaði með almennum kynningarfundi. Skýrsluna má nálgast á vef mrn.

10. mál
Formaður gerir grein fyrir vinnu verkefnisstjórnar um nýja skóla-og æskulýðsstefnu fyrir Vestmannaeyjabæ.

Formaður greindi frá sameiginlegum fundi aðalfulltrúa í skólamálaráði og menningar og tómstundaráði um lokadrög stefnumótunarplaggsins mánudaginn 6. febrúar og almennum fundi sem haldinn var í Barnaskólanaum þriðjudaginn 7. febrúar 2006. Jafnframt greindi formaður frá síðasta fundi verkefnisstjórnar sem haldinn var þann 9. febrúar þar sem farið var yfir síðustu athugasemdir, orðalagsbreytingar og lagfæringar. Engar efnislegar breytingar voru gerðar á stefnunni. Trausta Þorsteinssyni verkefnisstjóra var þökkuð velunnin störf og öllum sem að þessari stefnumótunarvinnu hafa komið. Nú hefur verkefnisstjóri skila vinnunni af sér til bæjarstjórnar ástamt greinargerð.

11. mál
Fyrir lá bréf til kynningar frá Svandísi Ingimundardóttur, þróunar- og skólafulltrúa Sambands íslenskra sveitafélaga um Málstofu með rannsakendum skólamála.

Ráðið þakkar upplýsingarnar og hvetur hlutaðeigendur til að nýta sér þessa málstofu.

12. mál
Fræðslu- og menningarsvið gerir grein fyrir skýrslunni Grunnskólabörn með langvinnan heilsuvanda: Greining á þörf fyrir heilbrigðisþjónustu.

Ráðið þakkar fræðslufulltrúa upplýsingarnar.

13. mál
Fyrir lágu bréf frá menntamálaráðuneytinu.

A) Efni: Dagsetningar samræmdra prófa í 4. 0g 7. bekk haustið 2006. Þar kemur fram að prófadagar verða sem hér segir: Íslenska í 4. og 7. bekk fimmtudaginn 19. október 2006 kl. 9.30 – 12.00 og Stærðfræði í 4. og 7. bekk föstudaginn 20. oktober 2006 kl. 9.30 – 12.00.

B) Eftirfarandi kemur fram um prófgreinar og prófadaga í 10. bekk grunnskóla vorið 2007.

Íslenska miðvikudagur 2. maí kl. 9.00 – 12.00
Enska fimmtudagur 3. maí kl. 9.00 – 12.00
Danska föstudagur 4. maí kl. 9.00 – 12.00
Samfélagsgreinar mánudagur 7. maí kl. 9.00 – 12.00
Náttúrufræði þriðjudagur 8. maí kl. 9.00 – 12.00
Stærðfræði miðvikudagur 9. maí kl. 9.00 – 12.00

Ákvörðun um prófdaga samræmdra prófa í 4. 7. og 10 bekk er tekin í samráði við Námsmatstofnun sem sér um framkvæmd prófanna. Stofnunin sendir síðar nánari leiðbeiningar um framkvæmd prófanna.

Ráðið þakkar upplýsingarnar.

14. mál.
Svohljóðandi tillaga liggur fyrir:

Skólamálaráð leggur til við bæjarstjórn að frestað verði að ganga frá ráðningu skólastjóra Leikskóla Vestmannaeyjabæjar. Ráðið leggur jafnframt til að fullreynt verði hvort ekki megi ná fram sambærilegri hagræðingu og skilvirkni í rekstri leikskólanna með öðrum hætti en með sameiningu yfirstjórnar þeirra.

Með þessari tillögu er leitast við að finna viðunandi leiðir til þess að ná fram áformum bæjarstjórnar um hagræðingu og skilvirkni í rekstri leikskólanna, án þess að sú hagræðing komi niður á faglegu starfi og þeim fjölbreytileika sem ríkt hefur í starfsemi þeirra.”

Gunnlaugur Grettisson (sign.)
Páll Marvin Jónsson (sign.)

Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur.

Bókun.
Í fyrsta lagi hefur verið unnið af fullum krafti að sameiningu leik-og grunnskóla Vestmannaeyja frá því að bæjarstjórn samþykkti þá stefnu snemma í júní 2005. Stefna var mörkuð í kjölfar matskýrslu sem HA vann fyrir Vestmannaeyjabæ. Stefnan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum í bæjarstjórn. Ekkert nýtt hefur komið fram sem réttlætir að horfið sé frá markaðri stefnu. Greinargerðir sem liggja fyrir gefa skýra mynd af þeim faglega og fjárhagslega ávinningi sem mögulegur er í starfsemi skólanna.

Í því samhengi er rétt að nefna að samkvæmt greinargerð bæjarstjóra telur hann að ná megi allt að 12 til 13 milljón króna sparnaði með sameiningu leikskólanna og einfaldara skipulagi

Í öðru lagi hafa engar athugasemdir borist frá tillögumönnum um þá stefnu sem mörkuð var í bæjarstjórn. Unnið hefur verið að málinu í 9 mánuði á sama tíma sem ný skóla-og æskulýðsstefna fyrir Vestmannaeyjabæ hefur verið í vinnslu. Það hlýtur því að vera sérstakt að leggja fram tillögu um frestun eftir að starf leikskólstjóra hefur verið auglýst og umsóknir hafa fengið faglegt og óháð mat. Umsækjendum og bæjarbúum er ekki bjóðandi upp á svona vinnubrögð.

Í þriðja lagi kemur hvorki fram í tillögu flutningsmanna um hvaða skipulag eigi að taka við yrði máinu frestað né hvernig ná megi þeim fjárhagslegu og faglegu markmiðum sem að er stefnt. Samþykkt tillögunnar myndi því skapa mikla óvissu um starfsemi og skipulag leikskólanna.

Í fjórða lagi eiga almanna hagsmunir að vera leiðarljósið. Verkefnið er hið sama þó styttist í bæjarstjórnarkosningar. Sameining leikskólanna er í samræmi við nýja skóla- og æskulýðsstefnu. Við teljum að bæjarúar ætlist til að staðið sé við þær ákvarðanir sem teknar hafa verið og sýnt hefur verið fram á að séu farsælastar fyrir heildina. Með vísan til þessarar bókunar greiðum við atkvæði gegn tillögu Gunnlaugs Grettissonar og Páls Marins Jónssonar um að fresta sameiningu leikskólanna og þar með ráðningu leikskólastjóra fyrir Leikskóla Vestmannaeyja.

Jóhann Guðmundsson (sign.)
Margo Renner (sign.)
Steinunn Jónatansdóttir (sign.)

Bókun
Skólastjórar grunnskóla ósk eftir því að á næsta fundi skólamálaráðs liggi fyrir sambærileg greinargerð frá bæjarstjóra um fjárhagslega og faglegan ávinning á sameigninlegri yfirstjóri grunnskólana og lögð var fyrir á fundinum um leikskóla.

15. mál
Fyrir lá útskrift úr fundargerð bæjarstjórnar frá 26. janúar 2006 a) Fundargerð skólamálaráðs nr. 163 frá 17. janúar sl. Svohljóðandi tillaga barst: “Bæjarstjórn samþykkir að óska umsagnar skólamálaráðs um ráðningu skólastjóra í Grunnskóla Vestmannaeyja og leikskólastjóra í Leikskóla Vestmannaeyja. Bæjarstjórn tekur ákvörðun um ráðningu skólastjóra á næsta fundi bæjarstjórnar samkvæmt 23. gr. laga um grunnskóla.”

Svohljóðandi umsögn liggur fyrir:

“Skólamálaráð leggur til við bæjarstjórn að farið verði eftir ráðgjöf IMG mannafls – Liðsauka að Guðrún Helga Bjarnadóttir leikskólafulltrúi verði ráðin skólastjóri Leikskóla Vestmannaeyjabæjar.”

Jóhann Guðmundsson (sign.)
Margo Renner (sign.)
Steinunn Jónatansdóttir (sign.)

Fylgigögn með umsögninni er greinagerð bæjarstjóra varðandi sparnað við breytinguna og gögn varðandi fækkun barna á leik- og grunnskólaaldri næstu árin.

Fellt með þremur atkvæðum gegn fjórum með vísan til neðangreindrar bókun.

Bókun
Með vísan til 14. máls greiðum við atkvæði gegn umsögn fulltrúa V-listnas, en þar liggur fyrir tillaga um frestun á ráðningu leikskólastjóra á meðan fullreynt verði hvort ekki megi ná fram sambærilegri hagræðingu og skilvirkni með öðrum hætti en sameiningu þeirra undir eina yfirstjórn. Afstaða nefndarmanna hefur ekkert með einstaka umsækjendur að gera.

Elsa Valgeirsdóttir (sign)
Gunnlaugur Grettisson (sign)
Páll Marvin Jónsson (sign)
Gunnar Friðfinnsson (sign)

Með vísan til greinargerðar bæjarstjóra.

Stjórnunnarlegt starf aðstoðarleikskólastjórar er mjög lítið eða innan við 50% stöðugildi í samtals á öllum leikskólunum þremur Rauðagerði, Kirkjugerði og Sóla, það vantar því að gera ráð fyrir útgjöldum vegna þeirra starfsmanna sem fara í störf aðstoðarleikskólastjóra við tilfærslu þeirra af deildum og/eða öðrum störfum yfir í stjórnunarstörf.

Það er rétt sem fram kemur í greinargerð bæjarstjóra að ná má fram sparnaði með því að leggja niður starf leikskólafulltrúa og öðrum sparnaði sem hugmyndir eru um að ná fram þarfnast samvinnu við stjórnendur viðkomandi stofnanna og hefur ekkert með sameiningu þeirra að gera.

Elsa Valgeirsdóttir (sign)
Gunnlaugur Grettisson (sign)
Páll Marvin Jónsson (sign)
Gunnar Friðfinnsson (sign)

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 17.45.

Jóhann Guðmundsson
Margo Renner
Hjálmfríður Sveinsdóttir
Steinunn Jónatansdóttir
Karen M. Fors
Ingibjörg Finnbogadóttir
Halldóra Magnúsdóttir
Guðmundur H. Guðjónsson
Alda Gunnarsdóttir
Erna Ingólfsdóttir
Helena Jónsdóttir
Alda Jóhannsdóttir
Ásta S. Gunnarsdóttir
Júlía Ólafsdóttir
Guðrún Snæbjörnsdótttir
María Pálmadóttir
Gunnlaugur Grettisson
Gunnar Friðfinnsson
Elsa Valgeirsdóttir
Andrés Sigurvinsson
Erna Jóhannesdóttir

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159