09.02.2006

13. fundur verkefnisstjórnar um

 

13. fundur verkefnisstjórnar um skóla- og æskulýðsstefnu var haldinn í fjarfundastofu „Visku” við Strandveg, fimmtudaginn 9. febrúar kl. 16.00.

Mætt voru: Trausti Þorsteinsson verkefnisstjóri, staddur á Akureyri, Magnús Matthíasson, Helga Björk Ólafsdóttir, Jóhann Guðmundsson, Ólafur Lárusson, Elsa Valgeirsdóttir og Bergur E. Ágústsson sem stjórnaði fundi.

Auk þeirra sat fundinn: Andrés Sigurvinsson, framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs.

Boðuð forföll: Páll Scheving, Ragnar Óskarsson, Sigríður Diljá Magnúsdóttir, Björn Elíasson og Erna Jóhannesdóttir.

Stjórnandi fundar: Bergur E. Ágústsson.

  1. mál.

Verkefnisstjóri fór yfir orðalag og texta á örfáum stöðum í skjalinu í samræmi við athugasemdir og umræður sem áttu sér stað er skjalið var rætt annars vegar á sameiginlegum fundi skólamálaráðs og menningar- og tómstundaráðs mánudaginn 6. feb. s.l. og hins vegar á almennum stefnumótunarfundi sem haldinn var 7. feb. sl. í sal Barnaskólans. Engar skriflegar breytingatillögur né athugasemdir bárust af þessum tveim fundum.

Örfáar lagfæringar, orðalagsbreytingar og viðbætur voru gerðar á þessu lokaskjali með fullu samþykki fundarmanna. Engar efnislegar breytingar voru gerðar.

Verkefnisstjóri taldi að nú væri komið að leiðarlokum þessarar vinnu og næsta skref yrði að skila verkinu formlega af sér til bæjarstjórnar ásamt greinargerð.

Trausti Þorsteinsson verkefnisstjóri nýrrar skóla- og æskulýðsstefnu fyrir Vestmannaeyjabæ þakkaði fulltrúum verkefnisstjórnar fyrir ánægjulegt og árangursríkt samstarf og taldi að árangur starfs verkefnisstjórnar væri metnaðarfull stefna í skóla- og æskulýðsmálum.

Bergur E. Ágústson bæjarstjóri þakkaði verkefnisstjóra mikla og góða vinnu og taldi að menn hefðu nú undir höndum framsýna og metnaðarfulla stefnu fyrir skóla- og æskulýðsmál í Vestmannaeyjum. Fundarmenn tóku undir þakkir.

Fundi slitið kl. 16.27

Fundargerð ritaði: Andrés Sigurvinsson

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159