08.02.2006

Fundur haldinn í hafnarstjórn

 

Fundur haldinn í hafnarstjórn Vestmannaeyja miðvikudaginn 8. febrúar 2006 í fundarsal hafnarstjórnar, en fundurinn hófst kl. 16.00.
Mættir: Hörður Þórðarson, Skæringur Georgsson, Valmundur Valmundsson, Viðar Elíasson, Stefán Friðriksson, Frosti Gíslason og Ólafur M. Kristinsson hafnarstjóri.

Fyrir var tekið:

1. mál
Bréf frá Skeljungi hf. vegna olíuafgreiðslu til smábáta við smábátabryggju.

Hafnarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti, með þeim fyrirvara að afgreiðslubryggjan verði sömu gerðar og bryggjan sem hún tengist við og tryggilega fest. Samþykkt fyrir olíutankinn skal liggja fyrir frá Umhverfisstofnun, Brunamálastofnun og umhverfis- og skipulagsráð.

2. mál
Bréf frá Fiskmarkaði Vestmannaeyja hf. vegna flotbryggju.

Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að ganga frá flotbryggju.

3. mál
Bréf frá Siglingastofnun lögð fram.

Bréf frá Siglingastofnun, sem varðar innsiglingarljós, breytingu á hafnalögum og endurröðun verkefna 2006-2008 lögð fram.

4. mál
Útboð á raflögnum í Friðarhöfn.

Hafnarstjóri skýrði frá niðurstöðum útboðs í raflagnir í Friðarhöfn. Málið er til afgreiðslu hjá Siglingastofnun Íslands.

5. mál
Afskriftir reikninga.

Hafnarstjóri mælti með afskritum reikninga að upphæð kr. 1.828.082.- að ráði lögfræðings.

Hafnarstjórn samþykkir afskriftirnar.

Fundi slitið kl. 17.30.

Vestmannaeyjum, 8. febrúar 2006.

Hörður Þórðarson
Valmundur Valmundsson
Ólafur M. Kristinsson
Viðar Elíasson
Skæringur Georgsson
Stefán Friðriksson
Frosti Gíslason

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159