02.02.2006

12. fundur verkefnisstjórnar um

 

12. fundur verkefnisstjórnar um skóla- og æskulýðsstefnu var haldinn í fjarfundastofu Visku við Strandveg, þriðjudaginn 2. febrúar kl. 15.

Mætt voru : Trausti Þorsteinsson verkefnisstjóri, staddur á Akureyri, Björn Elíasson, Helga Björk Ólafsdóttir, Jóhann Guðmundsson, Ólafur Lárusson og Ragnar Óskarsson. Auk þeirra sátu fundinn: Andrés Sigurvinsson, framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs og Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi og kennsluráðgjafi.

Forföll: Bergur Elías Ágústsson, Elsa Valgeirsdóttir, Magnús Matthíasson, S. Diljá Magnúsdóttir og Páll Scheving

Stjórnandi fundar: Trausti Þorsteinsson.

  1. mál.

Farið yfir orðalag og texta skjalsins í samræmi við breytingar sem fjallað var um á síðasta fundi verkefnisstjórnar og lagfæringar gerðar í framhaldi af ábendingum prófarkalesara .

Ákveðið var að verkefnisstjórn lesi plaggið yfir og sendi athugasemdir, ef einhverjar eru, til Trausta til endanlegs frágangs áður en það verður birt opinberlega á netinu og sent út í stofnanir. Ahugasemdir skulu berast til Trausta fyrir kl. 10 föstudaginn 3. febrúar.

Kynning á stefnunni mun fara fram á fundi með skólamálaráði og menningar- og tómstundaráði mánudaginn 6. febrúar. Fundur verður í verkefnisstjórn þriðjudaginn 7. febrúar þar sem farið verður yfir athugasemdir ráðanna og hinn almenni kynningarfundur undirbúinn. Almennur kynningarfundur verður sama dag kl. 20 í sal Barnaskólans. Þar gefst almenningi kostur á að koma með skriflegar athugasemdir og tillögur um breytingar. Trausti mun síðan fara yfir efnið sem kemur fram á þessum fundum og vinna úr því. Loks verður fjarfundur í verkefnisstjórn fimmtudaginn 9. febrúar kl. 15 þar sem endanlega verður gengið frá plagginu áður en það fer til umræðu í bæjarstjórn.

Fundi slitið kl. 16.

Fundargerð ritaði: Erna Jóhannesdóttir

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159