30.01.2006

11. fundur verkefnisstjórnar um

 

11. fundur verkefnisstjórnar um skóla- og æskulýðsstefnu var haldinn í fjarfundastofu Visku við Strandveg, mánudaginn 30. janúar kl. 16.

Mætt voru : Trausti Þorsteinsson verkefnisstjóri, staddur á Akureyri, Björn Elíasson, Elsa Valgeirsdóttir, Helga Björk Ólafsdóttir, Jóhann Guðmundsson, Ragnar Óskarsson og Sigríður Diljá Magnúsdóttir.

Auk þeirra sátu fundinn: Andrés Sigurvinsson, framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs og Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi og kennsluráðgjafi

Forföll: Bergur Elías Ágústsson, Ólafur Lárusson, Magnús Matthíasson og Páll Scheving

Stjórnandi fundar: Trausti Þorsteinsson.

  1. mál.

Farið yfir niðurstöður stefnumótunarfundar sem haldinn var í Alþýðuhúsinu 24. janúar s.l. Umræður um niðurstöðurnar. Fram kom að lítið var um athugasemdir við efnislegt innihald plaggsins. Margar góðar ábendingar komu fram m.a. um að kveðið væri nánar að ýmsum þáttum sem þar stóðu. Breytingar og lagfæringar gerðar í samræmi við ábendingarnar og þá gagnrýni sem kom fram.

  1. mál

Ákveðið að Trausti gangi frá textanum og sendi á verkefnisstjórn fyrir næsta fund hennar sem verður fimmtudaginn 2. febrúar kl. 15 í fjarfundastofu Visku við Strandveg.

Ákveðið að leggja plaggið fyrir skólamála-, og menningar- og tómstundaráð mánudaginn 6. febrúar, setja það inn á vefinn og auglýsa almennan stefnumótunarfund þriðjudaginn 7. apríl kl. 20 í sal Barnaskólans. Á þeim fundi gefst fundarmönnum tækifæri til að koma með skriflegar athugasemdir og ábendingar áður en endanlega verður gengið frá plagginu og það lagt fyrir bæjarstjórn til umfjöllunar.

Fundi slitið klukkan 17.20

Fundargerð ritaði: Erna Jóhannesdóttir

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159