27.01.2006

164. fundur skólamálaráðs Vestmannaeyja

 

164. fundur skólamálaráðs Vestmannaeyja var haldinn í fundarsal Íþróttahússins föstudaginn 27. janúar 2006 klukkan 16.00.

Mætt voru : Elsa Valgeirsdóttir, Gunnlaugur Grettisson, Jóhann Guðmundsson, Margo Renner, Páll Marvin Jónsson og Steinunn Jónatansdóttir.

Auk þeirra sat fundinn: Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs.

Áheyrnarfulltrúi vegna leikskólanna: Helena Jónsdóttir.

Áheyrnarfulltrúar vegna grunnskólanna: Guðrún Snæbjörnsdóttir, Ingibjörg Finnbogadóttir, Karen Fors, María Pálmadóttir og Halldóra Magnúsdóttir .

Áheyrnarfulltrúi vegna tónlistarskólans: Guðmundur H. Guðjónsson

Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Grettisson

Hjálmar Guðnason, deildarstjóri Tónlistarskóla Vestmannaeyja, andaðist aðfararnótt 27. janúar.

Skólamálaráð harmar andlát hans og sendir fjölskyldu hans sínar samúðarkveðjur.

Gengið til dagskrár.

Bókun:

Skólamálaráð harmar þann trúnaðarbrest sem átti sér stað í gær þegar fundargögnum sem liggja fyrir þessum fundi vel merktum sem trúnaðarmál var lekið til fjölmiðils hér í bæ. Skólamálaráð hvetur alla sem málið varðar jafnt kjörna fulltrúa sem og starfsmenn að virða trúnaðarskyldu.

1. mál

Í framhaldi af síðasta fundi skólamálaráðs 5. máli kynnti formaður tilboð í ráðgjafaþjónustu vegna umsókna um stöður skólastjóra við bæði Grunnskóla og Leikskóla Vestmannaeyja.

Leitað var til Ráðgjafaþjónustu Hagvangs og IMG Mannafls – Liðsauka um mat á faglegu hæfi umsækjenda.

Tilboð Hagvangs hljóðaði upp á 370.000 auk greiðslu fyrir útlagðan ferðakostnað og mögulega utanaðkomandi ráðgjöf.

Tilboð IMG Mannafls – Liðsauki svohljóðandi upp á 360.000.- Af framsettu verði er síðan veittur 10% afsláttur. Að auki greiðir Vestmannaeyjabær fyrir útlagðan ferðakostnað.

Tilboði IMG Mannafls – Liðsauka var tekið.

2. mál

Greinagerð vegna ráðgjafavinnu IMG við ráðningu skólastjóra Grunnskóla Vestmannaeyja.

Umsögn um ráðningu skólastjóra Grunnskóla Vestmannaeyja :

Skólamálaráð leggur til við bæjarstjórn að farið verði eftir ráðgjöf IMG Mannafls – Liðsauka og Fanney Ásgeirsdóttir ráðin skólastjóri Grunnskóla Vestmannaeyjabæjar.

Um starfið sóttu tveir ágætlega hæfir einstaklingar og þakkar ráðið þeim fyrir umsóknirnar.

Skólamálaráð felur framkvæmdastjóra að tilkynna umsækjendum um þessa niðurstöðu ráðsins.

3. mál

Greinagerð vegna ráðgjafavinnu IMG við ráðningu skólastjóra Leikskóla Vestmannaeyja.

Ályktun varðandi ráðningu skólastjóra Leikskóla Vestmannaeyjabæjar.

Skólamálaráð leggur til við bæjarstjórn að frestað verði að ganga frá ráðningu skólastjóra Leikskóla Vestmannaeyjabæjar.

Skólamálaráð felur framkvæmdastjóra að tilkynna umsækjendum um þessa niðurstöðu ráðsins.

Fundi slitið kl. 17.45.

Gunnlaugur Grettisson

Elsa Valgeirsdóttir

Karen M. Fors

Guðrún Snæbjörnsdóttir

María Pálmadóttir

Páll Marvin Jónsson

Andrés Sigurvinsson

Steinunn Jónatansdóttir

Guðmundur H. Guðjónsson

Halldóra Magnúsdóttir

Helena Jónsdóttir

Ingibjörg Finnbogadóttir

Margo J. Renner

Jóhann Guðmundsson

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159