25.01.2006

Fundur í stjórn Náttúrustofu

 

Fundur í stjórn Náttúrustofu Suðurlands haldinn miðvikudaginn 25. janúar 2006, kl. 12.00.

Mætt: Eygló Harðardóttir, Margrét Lilja Magnúsdóttir, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, auk Ingvars Atla Sigurðssonar, forstöðumanns Náttúrustofu Suðurlands.

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun.

2. Styrkir og umsóknir.

3. Surtsey.

4. Kaupsamningur.

5. Fyrirlestrar.

6. BS-verkefni.

7. Önnur mál.

1. mál.
Drög að fjárhagsáætlun rædd, sérstaklega varðandi verkefnavinnu o.fl.

2. mál.
Rætt var almennt um styrki og umsóknir.

3. mál.
Rætt var um málefni Surtseyjar.

4. mál.
Kaupsamningurinn milli samstarfsnefndar HÍ og NS er enn óundirritaður.

5. mál.
Náttúrustofa Suðurlands og Rannsóknarsetur Háskólans ætla að vera reglulega með fræðsluerindi um ýmislegt í náttúru landsins. Fyrirlesarar munu koma bæði ofan af landi og frá setrinu.

6. mál.
Tveir jarðfræðinemar við Háskóla Íslands munu vinna að borholuverkefni sem BS-verkefni.

7. mál.
Rætt um starfsmannamál og ýmislegt annað.

Fleira ekki gjört og fundi slitið kl. 13.05.

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir
Eygló Harðardóttir
Ingvar A. Sigurðsson
Margrét Magnúsdóttir

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159