24.01.2006

10. fundur verkefnisstjórnar um

 

10. fundur verkefnisstjórnar um skóla- og æskulýðsstefnu var haldinn í fundarsal Ráðhússins 24. janúar 2006 kl. 17.30

Mætt voru: Trausti Þorsteinsson verkefnisstjóri, Björn Elíasson, Helga Björk Ólafsdóttir, Jóhann Guðmundsson, Ólafur Lárusson, Ragnar Óskarsson og Sigríður Diljá Magnúsdóttir. Auk þeirra sátu fundinn: Andrés Sigurvinsson, framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs, Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi og kennsluráðgjafi og Sigríður Síta Björnsdóttir ráðgjafi frá skólaþróunarsviði kennaradeildar HA.

Páll Scheving, Bergur Elías Ágústsson, Elsa Valgeirsdóttir og Magnús Matthíasson boðuðu forföll. Stjórnandi fundar: Trausti Þorsteinsson.

  1. mál.

Undirbúningur stefnumótunarfundar 24. janúar 2006. Farið yfir helstu þætti í kynningu og skipulag ákveðið.

Skipulag:

Ákveðið að Trausti hafi framsögu og kynni stefnuna. Þátttakendum í stefnumótunarfundinum skipað í hópa. Hver hópur velji sér ritara og framsögumann. Hóparnir beðnir að fara yfir stefnuna og draga fram styrkleika og veikleika hennar. Jafnframt verður hópunum gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri.

  1. mál

Gerð var áætlun um úrvinnslu og lokafrágang verkefnisstjórnar varðandi stefnumótunina. Ákveðið var að halda næsta fund verkefnisstjórnar mánudaginn 30. janúar og fara þá yfir þær athugasemdir sem komu á stefnumótunarfundinum. Þann 6. febrúar verður boðað til kynningarfundar með skólamálaráði og menningar- og tómstundaráði og almenns kynningarfundar þann 7. febrúar. Á þeim fundi gefst fundarmönnum tækifæri til að ræða stefnuna, leita skýringa og koma með skriflegar athugasemdir eða breytingartillögur við hana. Þann 9. febrúar er ráðgert að verkefnisstjórn komi saman til fundar og gangi endanlega frá stefnunni til bæjarstjórnar.

Fundi slitið klukkan 18.15

Fundargerð ritaði: Erna Jóhannesdóttir

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159