12.01.2006

9. fundur verkefnisstjórnar

 

9. fundur verkefnisstjórnar um skóla- og æskulýðsstefnu var haldinn í fjarfundastofu Visku við Strandveg, fimmtudaginn 12. janúar kl. 16.

Mætt voru: Trausti Þorsteinsson verkefnisstjóri, staddur á Akureyri, Björn Elíasson, Elsa Valgeirsdóttir, Helga Björk Ólafsdóttir, Jóhann Guðmundsson, Magnús Matthíasson, Ólafur Lárusson, Ragnar Óskarsson og Sigríður Diljá Magnúsdóttir. Auk þeirra sátu fundinn: Andrés Sigurvinsson, framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs og Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi og kennsluráðgjafi.

Páll Scheving og Bergur Elías Ágústsson boðuðu forföll. Stjórnandi fundar: Trausti Þorsteinsson.

  1. Stefnumótunarskjalið.

Farið yfir inngangstexta að stefnumótunarskjalinu. Fjallað um markmiðs- og áherslukaflana. Farið yfir efnisgreinar og breytingar gerðar í samræmi við athugasemdir nefndarmanna.

  1. Næstu skref.

Ákveðið að ganga frá stefnumótunarskjalinu, kynna það fyrir nefndum bæjarins, setja það inn á vefinn til kynningar og halda kynningarfund. Rætt um tímasetningar og hvernig kynningin skuli fara fram. Ákveðið að verkefnisstjóri verði í forsvari og sem flestir meðlimir verkefnisstjórnar verði á fundinum. Bæjarbúum verður gefinn kostur á að koma með athugasemdir og ábendingar áður en endanlega verður gengið frá plagginu.

  1. Stefnumótunarfundur.

Ákveðið að halda almennan stefnumótunarfund 24. janúar 2006 kl. 20-22.

Fundi slitið klukkan 17.15.

Fundargerð ritaði: Erna Jóhannesdóttir.

S. Diljá Magnúsdóttir

Ólafur Lárusson

Ragnar Óskarsson

Björn Elíasson

Jóhann Guðmundsson

Andrés Sigurvinsson

Helga Björk Ólafsdóttir

Erna Jóhannesdóttir

Elsa Valgeirsdóttir

Magnús Matthíasson

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159