29.12.2005

8. fundur verkefnisstjórnar um

 

8. fundur verkefnisstjórnar um skóla- og æskulýðsstefnu var haldinn í fjarfundastofu Visku við Strandveg, fimmtudaginn 29. desember 2005 kl. 12.

Mætt voru: Trausti Þorsteinsson verkefnisstjóri, staddur á Akureyri, Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri, Björn Elíasson, Helga Björk Ólafsdóttir, Jóhann Guðmundsson, Magnús Matthíasson, Ólafur Lárusson, Páll Scheving, Ragnar Óskarsson og Sigríður Diljá Magnúsdóttir. Auk þeirra sátu fundinn: Andrés Sigurvinsson, framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs og Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi og kennsluráðgjafi.

Elsa Valgeirsdóttir boðaði forföll. Stjórnandi fundar: Bergur Elías Ágústsson.

1. Erindi bæjarstjórnar

Fjallað um samþykkt bæjarstjórnar þess efnis að verkefnisstjórn leggi fram mótaða afstöðu og tillögur til bæjarstjórnar um fyrirhugað skólaskipulag grunn-, leik-, og listaskóla í Vestmannaeyjum. Verkefnisstjóri kynnti samantekt sem svar við erindi bæjarstjórnar. Samantektin samþykkt og hún send bæjarstjórn eins og hún lá fyrir (fylgiskjal dags. 29. desember 2005).

2. Skóla- og æskulýðsstefna Vestmannaeyja – Áhersluþættir

Farið yfir áherslukafla stefnunnar. Umræður um ýmsa áhersluþætti og lagfæringar gerðar í samræmi við tillögur nefndarmanna. Fram kom á fundinum að ekki yrði sett ákvæði um útfærslur né kveðið á um leiðir eða verkferla í stefnuplagginu. Það væru þættir er heyrðu til embættismönnum bæjarfélagsins og annarra þeirra sem eftir stefnunni koma til með að vinna. Trausta var falið að endurorða síðasta lið áherslukaflans fyrir næsta fund. Trausti mun setja athugasemdir og breytingar sem komu fram á fundinum inn í stefnumótunarskjalið og senda nefndarmönnum til nánari yfirlesturs ásamt drögum að inngangskafla.

3. Opinn kynningarfundur

Rætt um opinn kynningarfund. Ákveðið að hann verði 19. janúar 2006.

Ákveðið að næsti fundur verkefnisstjórnar, í formi fjarfundar, verði 12. janúar 2006. Textinn og inngangurinn að stefnunni verði tilbúinn fyrir fundinn þannig að nefndarmenn geti rýnt í skjalið og gert athugasemdir áður en endanlega verður gengið frá því. Fundi slitið klukkan 14:00.

Fundargerð ritaði: Erna Jóhannesdóttir.

Andrés Sigurvinsson S. Diljá Magnúsdóttir

Erna Jóhannesdóttir Magnús Matthíasson

Helga Björk Ólafsdóttir Björn Elíasson

Jóhann Guðmundsson Bergur E. Ágústsson

Ragnar Óskarsson Páll Scheving

Ólafur Lárusson

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159