20.12.2005

Skólamálaráð Fundargerð 162.

 

Skólamálaráð

Fundargerð

162. fundur skólamálaráðs Vestmannaeyja var haldinn í fundarsal Íþróttahússins þriðjudaginn 20. desember klukkan 16:00.

Mætt voru: Elsa Valgeirsdóttir, Gunnlaugur Grettisson, Jóhann Guðmundsson, Margo Renner, Steinunn Jónatansdóttir og Andrés Sigmundsson.

Auk þeirra sátu fundinn: Guðrún H. Bjarnadóttir leikskólafulltrúi, Erna Jóhannesdóttir, Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs.

Áheyrnarfulltrúar vegna leikskólanna: Júlía Ólafsdóttir, Alda Gunnarsdóttir, Helena Jónsdóttir, Alda Jóhannsdóttir og Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir.

Áheyrnarfulltrúar vegna grunnskólanna: Hjálmfríður Sveinsdóttir, Halldóra Magnúsdóttir, Karen Fors, María Pálmadóttir, Ingibjörg Finnbogadóttir, Guðrún Snæbjörnsdóttir.

Áheyrnarfulltrúi vegna tónlistarskólans: Stefán Sigurjónsson

Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Grettisson

1. mál

Fyrir lá erindi frá „Visku” fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar um 300 þúsund króna styrk til starfseminnar rekstrarárið 2006.

Ráðið samþykkir beiðnina með öllum atkvæðum og að reiknað verði með þessari fjárhæð inn í fjárhagsáætlun fyrir 2006 og felur framkvæmdastjóra að gera um það samning þar sem fram kemur hvaða þjónustu bæjarfélagið er að kaupa af Visku rekstrarárið 2006.

2. mál

Fyrir lá erindi frá Ásatrúarfélaginu „Kynning Ásatrúarfélagsins á heiðnum sið”.

Ráðið vísar erindinu til stjórnenda grunnskólanna til frekari ákvörðunar.

3. mál

Fyrir lá bréf til kynningar á væntanlegri ráðstefnu UT2006 – sveigjanleiki í skólastarfi. Menntamálaráðuneytið stendur fyrir UT2006 ráðstefnu í Fjölbrautarskóla Snæfellinga í Grundafirði föstudaginn 3. mars 2006.

Ráðið þakkar upplýsingarnar.

4. mál

Fyrir lá bréf til kynningar frá menntasviði Reykjavíkurborgar.

Efni: Ársskýrsla fræðslumála í Reykjavík 2004.

Ráðið þakkar upplýsingarnar.

5. mál

Fyrir lá bréf frá Verkefna- og námsstyrkjasjóði Félags grunnskólakennara og Skólastjórafélags Íslands þar sem fram kemur að sjóðurinn hefur veitt Sigurborgu Ernu Jónsdóttur, kt. 181143-2909, kennara í Hamarsskóla námslaun skólaárið 2006-2007.

Ráðið þakkar upplýsingarnar og samþykkir að viðkomandi starfsmaður fái námsleyfi til eins árs fyrir sitt leyti.

6. mál

Fræðslu- og menningarsvið gerir grein fyrir:

a) Gjaldskrá leikskólanna í Vestmannaeyjum 1. janúar 2006 í samræmi við hækkun neyslu- og launavísitölum. Sjá fylgiskjöl

Fram kom að niðurgreiðslur til dagmæðra taka mið af þessum hækkunum.

Ráðið samþykkir gjaldskrána.

7. mál

Fyrir lá útskrift úr fundargerð bæjarstjórnar Vestmannaeyja frá 8. des. sl. 1. mál þar sem fram kemur að Helga Björk Ólafsdóttir, kennari tekur sæti Elliða Vignissonar, bæjarfulltrúa í verkefnisstjórnin.

Formaður fór yfir hvar vinna verkefnisstjórnar stendur. Sjá fundargerðir á verkefnisstjórnar á vef Vestmannaeyjabæjar www.vestmannaeyjar.is

8. mál

Fyrir liggur bréf til kynningar um skýrslu frá Menntamálaráðuneytinu sem inniheldur uppslýsingar um foreldraráð í grunnskólum skólaárið 2004-2005, þar sem m.a. koma fram upplýsingar um stöðu og virkni foreldraráða. Sjá fylgigögn.

9.mál

Fyrir liggur fyrirspurn frá foreldrafélögum leik- og grunnskóla Vestmannaeyja um ástæðu þess að ekki verði byggt stórt eldhús í hinum nýja leikskóla bæjarins?

Ráðið bendir á að stefna bæjarins sé sú að á nýjum leikskóla við Ásaveg verði afgreiðslueldhús. Ráðið felur leikskólafulltrúa að koma á framfæri óánægju fulltrúa foreldra sem fram kom á fundinum.

10. mál

Í samræmi við 5. grein reglna um námsstyrki til starfsmanna Vestmannaeyjabæjar óskar Skólmálaráð eftir því við bæjarstjórn að gildistími reglanna verði framlengdur fram til 1. júní 2006, en reglurnar áttu að falla úr gildi í árslok 2005. Skólamálaráð mun endurskoða reglur um námsstyrki á þessum tíma og greina þörf fyrir frekari fagmenntun starfsmanna sveitafélagsins.

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

11. mál

Fjárhagsáætlun 2006 lögð fram til endanlegrar afgreiðslu.

Ráðið samþykkti fjárhagsáætlunina með 6 atkvæðum, einn situr hjá.

FLEIRA EKKI BÓKAÐ. FUNDI SLITIÐ KL. 17.00.

Elsa Valgeirsdóttir

Gunnlaugur Grettisson

Jóhann Guðmundsson

Margo Renner

Steinunn Jónatansdóttir

Andrés Sigmundsson.

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159