14.12.2005

Fundur fjölskylduráðs miðvikudaginn 14.

 

Fundur fjölskylduráðs miðvikudaginn 14. desember 2005 kl. 16.00 í Ráðhúsinu.

Mætt voru: Guðrún Erlingsdóttir, Jóhanna Reynisdóttir, Helga Bj. Ólafsdóttir, Ágústa Kjartansdóttir, Kristín Valtýsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Sólrún Erla Gunnarsdóttir og Hera Einarsdóttir

1. - 6. mál Trúnaðarmál

7.– 8. mál Barnavernd

9. mál

Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi lagði fram mánaðarlegt yfirlit til Barnaverndarstofu vegna barnaverndartilkynninga í nóvembermánuði. Félags- og fjölskyldusviði bárust alls 4 tilkynningar vegna 6 barna, 2 tilkynningar bárust vegna vanrækslu barns, 1 vegna ofbeldis og 1 vegna áhættuhegðunar barna.

Fyrir tímabiliði janúar – nóvember hefur félags- og fjölskyldusviði borist 105 tilkynningar vegna 151 barns. Þar af eru 21 tilkynning vegna vanrækslu, 10 vegna ofbeldis gagnvart börnum og 74 vegna áhættuhegðunar barna.

10. mál

Lagt fram til kynningar stefnumarkandi áætlun Barnaverndarstofu fyrir árin 2005 – 2008 sem kynnt var á starfsdegi Barnaverndarstofu með félagsmálastjórum og framkvæmdastjórum barnaverndarnefnda 2. desember sl.

11. mál

Lagt fram bréf frá samtökum Þroskahjálpar dags. 23.11.2005. Á landsþingi Landssamtakanna Þroskahjálpar voru eftirfarandi ályktanir samþykktar.

Varðandi réttaröryggi

“Landssamtökin Þroskahjálp hafa lokið þeirri úttekt sem félagsmálaráðherra fól samtökunum á nauðung í þjónustu við fólk með þroskahömlun og skilað tillögum til úrbóta. Landsþing telur að þessi vinna sé skref í átt að uppbyggingu á öflugu réttindagæslukerfi og samtökin lýsa sig reiðubúin til að vinna enn frekari samvinnu við ráðuneytið”

Varðandi stuðning við fjölskyldur fatlaðra baran

“Landsþing Landssamtakanna Þroskahjálpar leggur áherslu á að brýnt er að auka stuðning við fjölskyldur fatlaðra barna, þannig að báðir foreldrar hafi sömu möguleika á fullri atvinnuþátttöku og þeim sé gert kleift að sinna eigin þörfum og annarra aðstandenda.

Það úrræðaleysi, sem blasir víða við foreldrum, er með öllu óásættanlegt. Má þar nefna skort á skammtímavistun, stuðningsfjölskyldum og félagslegri liðveislu. Þetta kallar á meira fjármagn og einföldun þjónustukerfa.”

Nánari upplýsingar um réttindagæslu fatlaðra, stefnu Landssamtakanna Þroskahjálpar og starfsemi er hægt að nálgast á slóðinni www.throskahjalp.drisill.is

12. mál

Fjölskylduráð fór yfir fjárhagsáætlun bæjarstjórnar fyrir árið 2006 ásamt greinargerð framkvæmdastjóra félags-og fjölskyldusviðs.

Fjölskylduráð hefur farið vandlega yfir alla liði fjárhagsáætlunar fyrir félagsþjónustu Vestmanneyjabæjar og er ljóst að miðað við fyrirliggjandi forsendur þess fjárhagsramma sem bæjarstjórn hefur lagt fram nær fjölskylduráð ekki að loka áætluninni án skerðingar á þjónustu.

Ljóst er að kostnaðaraukning vegna aksturs fatlaðra og aldraðra, aukin þörf á félagslegri liðveislu fatlaðra og óbreytt þjónusta í heimilishjálp, auk þess að halda áfram þeim forvarnarverkefnum sem hafin eru, kallar á kr: 5.800.000,- umfram þann fjárhagsramma sem þegar liggur fyrir.

Fjölskylduráð telur brýnt að farið verði í utanhússframkvæmdir að Eyjahrauni 1 – 6 að upphæð kr: 7.300.000,-

FLEIRA EKKI BÓKAÐ. FUNDI SLITIÐ KL. 19.45

Guðrún Erlingsdóttir

Jóhanna Reynisdóttir

Helga Bj. Ólafsdóttir

Ágústa Kjartansdóttir

Kristín Valtýsdóttir

Guðrún Jónsdóttir

Sólrún Erla Gunnarsdóttir

Hera Einarsdóttir

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159