29.11.2005

Fundur í stjórn Náttúrustofu

 

Fundur í stjórn Náttúrustofu Suðurlands haldinn í Garðyrkjuskóla ríkisins, Hveragerði, 29.11. 2005, kl. 20.00.

Mætt: Margrét Lilja Magnúsdóttir, Ingvar Sigurðsson forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, Eygló Harðardóttir og Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir.

Dagskrá:

1. Fjárhagsstaða stofunnar.

2. Rekstraráætlun – drög.

3. Bókhald stofunnar.

4. Verkefni – starfsmenn.

5. Launamál, samningsstaðan.

6. Önnur mál.

1. mál.

Samkvæmt framlögðu fjárhagsyfirliti stefnir í að áætlun fyrir árið 2005 standist, fyrir utan að kostnaður vegna eins verkefnis sem flyst yfir á árið 2006.

2. mál.

Lögð fram drög að rekstraráætlun fyrir árið 2006. Mikil umræða varð um launamál og verkefni Náttúrustofu Suðurlands.

3. mál.

Formanni stjórnar Náttúrustofu Suðurlands falið að ræða við bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar um fyrirkomulag færslu bókhalds Náttúrustofunnar.

4. mál.

Stærsta verkefni forstöðumannsins árið 2006 verður kortlagning á bergfræði Vestmannaeyjakerfisins. Einnig verður haldið áfram með greiningu á borholusnarfi.

Aðalverkefni Yanns Kolbeinssonar verður rannsóknir á þórshana og almennt eftirlit með fuglalífi Vestmannaeyja. Einnig er áhugi á rannsóknum á skrofum.

Aðalverkefni Fionu Manson verður áframhaldandi lundaverkefni.

5. mál.

Umræður urðu um launamál forstöðumanns.

6. mál.

i) Stjórnin samþykkir að forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands fari á ráðstefnu AGU í San Fransisco, USA, en það er stærsta árlega ráðstefna um jarðfræði sem haldin er í heiminum.

Stjórnin samþykkir greiðslu útlagðs kostnaðar sem svarar að hámarki greiðslu dagpeninga skv. töflu fjármálaráðuneytisins.

ii) Stjórn Náttúrustofu Suðurlands felur formanni stjórnar ásamt forstöðumanni Náttúrustofu að senda Samstarfsnefnd Háskóla Íslands og Vestmannaeyjabæjar bréf varðandi undirritun kaupsamnings þar sem allar greiðslur hafa farið fram.

Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 21.40.

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir

Margrét Lilja Magnúsdóttir

Ingvar Sigurðsson

Eygló Harðardóttir

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159