29.11.2005

161. fundur skólamálaráðs Vestmannaeyja

 

161. fundur skólamálaráðs Vestmannaeyja var haldinn í fundarherbergi Íþróttamiðstöðvarinnar þriðjudaginn 29. nóvember 2005 klukkan.16.00.

Mætt voru : Elsa Valgeirsdóttir, Gunnlaugur Grettisson, Vigdís Sigurðardóttir, Jóhann Guðmundsson, Margo Renner og Andrés Sigmundsson.

Auk þeirra sátu fundinn: Guðrún H. Bjarnadóttir leikskólafulltrúi, Erna Jóhannesdóttir, Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs og Bergur E. Ágústsson bæjarstjóri sem sat hluta fundarins.

Áheyrnarfulltrúar vegna leikskólanna: Júlía Ólafsdóttir, Alda Gunnarsdóttir og Alda Jóhannsdóttir.

Áheyrnarfulltrúar vegna grunnskólanna: Hjálmfríður Sveinsdóttir, Halldóra Magnúsdóttir, Karen Fors, María Pálmadóttir, Ingibjörg Finnbogadóttir, Guðrún Snæbjörnsdóttir.

Áheyrnarfulltrúi vegna tónlistarskólans: Guðmundur H. Guðjónsson.

Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Grettisson.

1. mál

Fyrir lá til kynningar haustskýrsla um skólahald m.v. 1.okt. frá Barnaskóla Vestmannaeyja.

Ráðið þakkar skólastjóra skýrsluna.

2. mál

Fyrir lágu upplýsingar um breytingar á starfsmannahaldi í leikskólum Vestmannaeyjabæjar, sjá fylgiskjöl.

Ráðið þakkar upplýsingarnar.

3. mál

Fyrir lá útskrift úr fundargerð frá fjölskylduráði frá 15. nóv. sl. þar sem ráðsmenn beina því til íþróttahreyfingarinnar og annarra sem fara með tómstundastarf barna að starfsemi sem ætluð er börnum sé lokið fyrir kvöldmat, þannig að samverutími fjölskyldunnar sé virtur, þarfir barna fyrir hvíld og lög um útivistartíma barna.

4. mál

Formaður fór yfir útskrift úr fundargerð frá bæjarstjórn frá 17. nóv. sl. þar sem fram kemur að í framhaldi af samþykktum bæjarstjórnar Vestmannaeyja þann 2. og 23. júní sl. felur bæjarstjórn verkefnisstjórn sem nú vinnur að gerð nýrrar skóla- og æskulýðsstefnu fyrir Vestmannaeyjar, að leggja fram mótaða afstöðu og tillögur til bæjarstjórnar um fyrirhugað skólaskipulag grunn-, leik- og listaskóla í Vestmannaeyjum, þannig að markmiðum stefnunnar verði sem best náð með hliðsjón af faglegum, félagslegum og fjárhagslegum þáttum. Í framhaldi af umræðum um gang mála í verkefnisstjórn upplýsti formaður að á næstu dögum yrði auglýst eftir skólastjóra fyrir grunnskóla Vestmannaeyja og skólastjóra fyrir leikskóla Vestmannaeyja. Fram kom og í máli formanns að fundað hefði verið með skólastjórum beggja stiganna og þeim gerð grein fyrir gangi mála og fyrirhuguðum breytingum á starfi þeirra.

5. mál

Í framhaldi af fjórða máli og samþykkt bæjarstjórnar frá 2. júní 2005 samþykkir skólamálaráð að auglýsa störf skólastjóra grunnskóla Vestmannaeyjarbæjar og skólastjóra leiksskóla og felur framkvæmdastjóra og formanni framgang málsins.

Samþykkt með 5 atkvæðum og einn situr hjá.

Andrés Sigmundsson óskar bókað:

“Það er mikið áhyggjuefni hvernig málefni leik- og grunnskólans hafa þróast síðustu misseri. Algjör óvissa er um framhaldið. Nú á að auglýsa stöður skólastjóra leik- sem og grunnskóla Vestmannaeyja. Það mun einungis leiða af sér aukinn kostnað og skapa enn frekari óvissu í öllu skólastarfi í Vestmannaeyjum. Það er mjög miður.”

6. mál

Fræðslu- og menningarsvið gerði grein fyrir:

a) bréfi frá Davíð Guðmundssyni í Tölvun, þar sem hann þakkar 6 bekkjarkennurum Hamarsskóla frábæra þjónustu. Skólastjórar grunnskólanna geta þess að fleiri hafi látið ánægju sína í ljós bæði bréflega og í samtölum við kennara og skólastjórnendur og það er mikil ánægja með Mentor kerfið.

Ráðið þakkar bréfritara.

b) samstarfsfundi frá “Vertu til verkefninu” sem haldinn var í Höllinni 24. nóv. sl. Fram kom í máli fræðslufulltrúa að næstu skrefin væru stefnumótunarvinna í kjölfari fundanna sem haldnir hafa verið og að vinnan hafi öll verið hin ánægjulegasta og lofaði góðu um samstarf og framhald.

7. mál

Bæjarstjóri fór yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2006. Sjá fylgigögn.

8. mál

Trúnaðarmál

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og fundi slitið kl. 17.15.

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159