28.11.2005

6. fundur (fjarfundur) verkefnisstjórnar

 

6. fundur (fjarfundur) verkefnisstjórnar um skóla- og æskulýðsstefnu var haldinn í fjarfundastofu Visku við Strandveg, mánudaginn 28. nóvember 2005 kl. 16. Mætt voru: Trausti Þorsteinsson verkefnisstjóri, staddur á Akureyri, Björn Elíasson, Elsa Valgeirsdóttir, Elliði Vignisson, Magnús Matthíasson, Ólafur Lárusson, Ragnar Óskarsson og Sigríður Dilja Magnúsdóttir, sem sátu fundinn í Vestmannaeyjum. Auk þeirra sátu fundinn:
Andrés Sigurvinsson, framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs og Erna
Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi og kennsluráðgjafi.
Páll Scheving, Bergur Elías Ágústsson og Jóhann Guðmundsson boðuðu forföll.
Stjórnandi fundar: Trausti Þorsteinsson

1. mál
Fyrirspurn frá Ólafi Lárussyni um nýlega samþykkt þar sem bæjarstjórn felur verkefnisstjórn að leggja fram mótaða afstöðu og tillögur til bæjarstjórnar um fyrirhugað skólaskipulag grunn-, leik- og listaskóla í Vestmannaeyjum þannig að markmiðum stefnunnar verði sem best náð með hliðsjón af faglegum, félagslegum og fjárhagslegum þáttum. Ákveðið að Trausti ræði við bæjarstjóra um þetta nýja verkefni og jafnframt að verkefnisstjórn haldi áfram stefnumótunarvinnunni með það að markmiði að fyrstu drög stefnunnar verði sett fram á þeim tíma sem upphaflega var stefnt að.

2. mál
Farið yfir markmið stefnumótunarinnar. Fjallað um innihald og orðalag textans í hverjum kafla. Lagfært og endurorðað í samræmi við umræður á fundinum.

3. mál
Ákveðið að Trausti lagfæri textann í samræmi við niðurstöður fundarins og sendi síðan til verkefnisstjórnar til yfirlestrar. Jafnframt mun Trausti koma með tillögur um drög að áfangaskýrslu sem teknar verða til umræðu á næsta fundi, sem verður þriðjudaginn 13. des kl 16.00 í fundarsal Íþróttamiðstöðvar.

Fundi slitið klukkan 18:00

Fundargerð ritaði: Erna Jóhannesdóttir

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159