22.11.2005

5. fundur (fjarfundur) verkefnisstjórnar

 

5. fundur (fjarfundur) verkefnisstjórnar um skóla- og æskulýðsstefnu var

haldinn í fjarfundastofu Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum, fimmtudaginn

22. nóv. 2005 kl. 16. Mætt voru: Trausti Þorsteinsson verkefnisstjóri,

staddur á Akureyri, Bergur Elías Ágústsson, Elsa Valgeirsdóttir, Jóhann

Guðmundsson, Magnús Matthíasson, Ragnar Óskarsson og Sigríður Dilja

Magnúsdóttir, sem sátu fundinn í Vestmannaeyjum. Auk þeirra sátu fundinn:

Andrés Sigurvinsson, framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs og Erna

Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi og kennsluráðgjafi.

Elliði Vignisson, Páll Scheving og Ólafur Lárusson boðuðu forföll.

Stjórnandi fundar: Trausti Þorsteinsson

1. mál. Niðurstöður stefnumótunarfunda. Trausti skýrði frá hvernig

stefnumótunarfundirnir sem haldnir voru fimmtudaginn 10. nóvember gengu

fyrir sig og lagði fram samantekt unna upp úr efninu sem safnaðist þar.

Rætt um að verkefnisstjórnin vinni upp úr tillögunum sem komu fram á stefnumótunarfundunum markmiðskafla stefnunnar en að útfærslan, þ.e. þær leiðir sem fara á til að ná markmiðunum verði í höndum fagaðila skólanna og æskulýðsfélaganna.

Farið var yfir þau gildi og markmið sem þátttakendur í stefnumótunarfundunum settu fram. Rætt um ólíkar áherslur sem fram komu í þeim og hvaða afstöðu verkefnisstjórnin vildi taka til þeirra. Þetta voru þættir eins og:

Sérkennsla/sérkennsluver/sérdeild

Aðgreining/skóli án aðgreiningar

Áhersla á sérstöðu og sérkenni/víkka sjóndeildarhringinn, sérkenni

meira til gamans.

Rætt um aðra áhersluþætti sem fram komu í samantekt:

Vanlíðan drengja í skóla/ólíkar þarfir dengja og

stúlkna/kennsluhættir

Jafnrétti/jöfn aðstaða, jafnrétti fyrir alla.

Meira val. Til dæmis hægt að hafa íþróttir, tómstundir og listir sem

val hjá nemendum.

Einstaklingurinn/ mikilvægi þess að sinna einstaklingnum betur.

Heimanám og möguleika nemenda að ljúka sem mestu af námi sínu í

skólanum o.fl.

2. mál. Trausti lagði fram fyrstu drög að markmiðskafla skóla- og æskulýðsstefnu Vestmannaeyja sem byggður var á niðurstöðum stefnumótunarfundanna. Óskaði hann eftir því að fundarmenn kynntu sér efnið vel og gerðu athugsemdir. Jafnframt óskaði hann eftir því að litið væri á þessi gögn sem vinnugögn verkefnisstjórnar og þeim haldið innan hennar.

3. mál. Ákveðið að undirbúa næsta fund með því nefndarmenn fari yfir þau

gögn sem liggja fyrir.

Næsti fundur verkefnisstjórnar verður mánudaginn 28. nóv. 2005 kl. 16.00 í formi fjarfundar.

Fundi slitið klukkan 17.30.

Fundargerð ritaði: Erna Jóhannesdóttir.

Björn Elíasson

Ragnar Óskarsson

Andrés Sigurvinsson

Magnús Matthíasson

Ólafur Lárusson

Sigríður Diljá Magnúsdóttir

Elsa Valgeirsdóttir

Erna Jóhannesdóttir

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159