15.11.2005

Fundur haldinn í hafnarstjórn

 

Fundur haldinn í hafnarstjórn Vestmannaeyja fimmtudaginn 15. nóvember 2005 í fundarsal hafnarstjórnar, en fundur hófst kl. 16.00.
Mættir: Hörður Þórðarson, Skæringur Georgsson, Valmundur Valmundsson, Viðar Elíasson, Stefán Friðriksson og Ólafur M. Kristinsson hafnarstjóri.

Fyrir var tekið:

1. mál

Drög að rekstraráætlun fyrir árið 2006.

Hafnarstjóri lagði fram tillögu að rekstraráætlun. Var hún samþykkt með smávægilegum breytingum.

2. mál

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2006 lögð fram. Þar er gert ráð fyrir rúmum 7 miljónum króna rekstrarafgangi fyrir afskriftir.

Samþykkt að vísa áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn Vestmannaeyja.

3. mál

Tillaga hafnarstjóra að gjaldskrárbreytingu sem taka á gildi 1. janúar 2006, sem gerir ráð fyrir að jafnaði 5% gjaldskrárhækkun.

Hafnarstjórn samþykkir tillöguna og vísar henni til bæjarstjórnar Vestmannaeyja.

4. mál

Staða framkvæmda rædd.

Fundi slitið kl. 18.00.

Vestmannaeyjum 15. nóvember 2005.

Hörður Þórðarson Valmundur Valmundsson

Sign Sign

Stefán Friðriksson Viðar Elíasson

Sign Sign

Ólafur M. Kristinsson

Sign

Skæringur Georgsson

Sign

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159