15.11.2005

Fundur haldinn hjá fjölskylduráði

 

Fundur haldinn hjá fjölskylduráði Vestmannaeyja þriðjudaginn 15. nóvember 2005 kl. 16.00.

Mætt voru: Guðrún Erlingsdóttir, Ásta Halldórsdóttir, Kristín Valtýsdóttir, Helga Bj. Ólafsdóttir, Ágústa Kjartansdóttir, Andrés Sigmundsson, Guðrún Jónsdóttir og Hera Ósk Einarsdóttir.

1. - 5. mál Trúnaðarmál

6. – 9. mál Barnavernd

10. mál Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi lagði fram mánaðarleg yfirlit til Barnaverndarstofu

vegna barnaverndartilkynninga í októbermánuði. Félags- og fjölskyldusviði bárust alls 23 tilkynningar vegna 35 barna. 3 tilkynningar bárust vegna vanrækslu barns, 1 vegna ofbeldis og 19 vegna áhættuhegðunar barna.

11. mál Lagt fram bréf frá Barnaverndarstofu dags. 10. nóvember 2005 um sískráningu

barnaverndarmála. Barnaverndarstofa hefur tekið saman skýrslu um stöðu mála fyrstu þrjá ársfjórðunga ársins 2005. Á framangreindu tímabili hafa borist 3.648 tilkynningar um 3.576 börn. 71,9% bárust frá höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess og 28,1 % frá landsbyggðinni. 155 tilkynningar, eða rúm 4% allra tilkynninga, bárust í gegnum neyðarlínuna 1-1-2 og voru flestar þeirra til barnaverndar Reykjavíkur. Fyrir sama tímabil, þ.e. janúar – september 2005 bárust Félags- og fjölskyldusviði Vestmannaeyja 78 tilkynningar um 110 börn. Tilkynningar í Vestmannaeyjum eru þannig um 2% allra tilkynninga á landinu og 7,6 % allra tilkynninga frá landsbyggðinni.

Fyrir tímabilið janúar – október hefur Félags- og fjölskyldusviði borist 101 tilkynning vegna 145 barna. Þar af eru 19 tilkynningar vegna vanrækslu, 9 vegna ofbeldis gagnvart börnum og 73 vegna áhættuhegðunar barna

12. mál Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi gerði grein fyrir svari frá Umboðsmanni barna vegna fyrirspurnar félags-og fjölskyldusviðs um ráðstöfun foreldra á barnabótum og meðlagsgreiðslum. Fram kemur í svari umboðsmanns að noti foreldri meðlag til að greiða skuldir sínar sé það ekki í fullu samræmi við ákvæði 63. gr. barnalaga þar sem meðlagsgreiðslum sé fyrst og fremst ætlað að treysta hagsmuni barns og tryggja því nauðsynlegan framfærslueyri. Skoða þurfi þó hvert tilvik fyrir sig, þar sem ýmsar ráðstafanir í fjármálum fjölskyldu geti verið talin í þágu barns. Verði það hins vegar til þess að barn njóti ekki eðlilegrar umönnunar má ljóst vera að foreldrið er að bregðast forsjárskyldum sínum. Um barnabætur gegnir hins vegar öðru máli og telur umboðsmaður að þar hafi viðtakandi fullan ráðstöfunarrétt á bótunum.

13. mál Fjölskylduráð, sem fer með hlutverk barnaverndar, beinir því til íþróttahreyfingarinnar og annarra sem fara með tómstundastarf barna að starfsemi sem ætluð er börnum sé lokið fyrir kvöldmat þannig að samverutími fjölskyldunnar sé virtur, þarfir barna fyrir hvíld og lög um útivistartíma barna.

14. mál Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir fundi með embættismönnum félagsmálaráðuneytisins um þjónustusamning ráðuneytisins og Vestmannaeyjabæjar um málefni fatlaðra, en umræddur samningur rennur út í árslok 2006. Farið var yfir fyrirliggjandi hugmyndir um endurskipulagningu í búsetumálum fatlaðra, stækkun verndaðs vinnustaðar, ráðningu þroskaþjálfa í fullt starf á verndaðan vinnustað, launabætur og fleiri atriði. Óskað er eftir því að félags- og fjölskyldusvið Vestmannaeyjabæjar skili til ráðuneytisins greinargerð um búsetumál og atvinnumál fatlaðra fyrir miðjan janúar 2006 ásamt upplýsingum um framlag sveitarfélagsins til þjónustu við fatlaða. Skýrt kom fram á fundinum að ekki er gert ráð fyrir því að hálfu ráðuneytisins að dagþjónusta verði áfram veitt á Búhamri eftir að þjónustusamningur rennur út 2006, enda er hér um að ræða verkefni sveitarfélagsins. Fjölskylduráð felur deildarstjóra málefna fatlaðra framgang málsins.

15. mál Umræður um gerð fjárhagsáætlunar 2006, annan kostnað.

16. mál Fyrirlestrar/kynningar/námskeið/málþing:

Kynning á bók Gerðar Kristnýjar og Thelmu Ásdísardóttur “Mynd af pabba- saga Thelmu” fimmtudaginn 17. nóvember 2005 kl. 20.00 í Bókasafni Vestmannaeyja. Samstarfsverkefni bókasafns og félags- og fjölskyldusviðs.

Haustfundur Hlutverks- Samtaka um vinnu og verkþjálfun föstudaginn 18. nóvember 2005 að Hátúni 10, Reykjavík.

Betri stjórnendur; góðir starfshættir stjórnenda í opinberum stofnunum, málþing Stofnunar stjórnsýslufræða í samstarfi við starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins og Féalgs forstöðumanna ríkisstofnanna, haldið 22. nóvember 2005 á Grand hótel Reykjavík.

Fyrirlestur Nordic Lights um BPSD, erfiðar geð- og atferlistruflanir sem afleiðingar heilabilunarsjúkdóma miðvikudaginn 23. nóvember 2005, Skógabæ, Reykjavík. Fyrirlesturinn er ætlaður þeim sem starfa við umönnun fólks með heilabilunarsjúkdóma.

Námstefnan “Gott veganesti” - Námsstefna um landsátak fyrir seinfæra foreldra og börn þeirra verður haldin í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands 23. nóvember 2005. Námsstefnan er haldin á vegum námsbrautar í fötlunarfræði við félagsvísindadeild H.Í. í samstarfi við Velferðarssvið Reykjavíkurborgar og Miðstöð Heilsuverndar barna í Reykjavík.

“Tæknin skiptir sköpum” Ráðstefna Tölvumiðstöðvar faltaðra á Nordica Hótel 24. nóvember 2005 í tilefni af 20 ára afmæli Tölvumiðstöðvarinnar.

Grunnnámskeið Nordic Light í umönnun einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma föstudaginn 25. nóvember í Skógabæ, Reykjavík

Ingólfur Hrafnkelsson www.spara.is verður með námskeiðið “Úr Mínus í Plús” í Höllinni Vestmannaeyjum laugardaginn 26. nóvember 2005 frá kl. 13.00 – 17.00

Lagt fram bréf til kynningar á gagnasafninu www.missir.is sem er rafræn skrá yfir íslenskt og þýtt efni tengt sorgarúrvinnslu og viðbrögðum við lífsreynslu sem breytir lífi einstaklinga. Efnið er valið með það fyrir augum að það henti einstaklingum og aðstandendum sem vilja leita sér fræðslu og styrks á erfiðum stundum. Starfshópinn um vefinn skipa bókasafnsfræðingar, læknir og sjúkrahúsprestur.

FLEIRA EKKI BÓKAÐ. FUNDI SLTIIÐ KL. 18.00.

Guðrún Erlingsdóttir

Ásta Halldórsdóttir

Kristín Valtýsdóttir

Helga Bj. Ólafsdóttir

Ágústa Kjartansdóttir

Andrés Sigmundsson

Guðrún Jónsdóttir

Hera Ósk Einarsdóttir.

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159