01.11.2005

160. fundur skólamálaráðs

 

160. fundur skólamálaráðs Vestmannaeyja var haldinn í fundarherbergi Íþróttamiðstöðvarinnar þriðjudaginn 1. nóvember 2005 klukkan.16.00.

Mætt voru: Elsa Valgeirsdóttir, Gunnlaugur Grettisson, Jóhann Guðmundsson, Páll Marvin Jónsson, Bjarni Ólafur Guðmundsson og Margo Renner.

Auk þeirra sátu fundinn: Guðrún H. Bjarnadóttir leikskólafulltrúi, Erna Jóhannesdóttir og Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs.

Áheyrnarfulltrúar vegna leikskólanna: Júlía Ólafsdóttir, Alda Gunnarsdóttir, Alda Jóhannsdóttir, Erna Ingólfsdóttir, Helena Jónsdóttir og Ásta Sigrún Gunnarsdóttir.

Áheyrnarfulltrúar vegna grunnskólanna: Hjálmfríður Sveinsdóttir, Halldóra Magnúsdóttir, Karen Fors, María Pálmadóttir og Ingibjörg Finnbogadóttir.

Áheyrnarfulltrúi vegna tónlistarskólans: Guðmundur H. Guðjónsson.

Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Grettisson.

1. mál

Fyrir lá bréf frá Bryndísi Bogadóttur formanni foreldrafélags Rauðagerðis.

Ráðið þakkar foreldrafélagi Rauðagerðis bréfið og bendir á að ekki hafi verið teknar aðrar ákvarðanir af bæjarstjórn en að færa leikskóla bæjarins undir eina yfirstjórn.

2. mál

a) Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir að fræðsluyfirvöld hefðu samþykkt greiðslu fyrir tvo einstaklinga um námsvist utan lögheimilis eftir þeim reglum sem gilda um slík mál.

b) Fræðslufulltrú gerði grein fyrir samskiptum við Svandísi Ingimundardóttur þróunar- og skólafulltrúa Sambandsins vegna þjónustu Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins sbr. 3. mál frá 158. fundi skólamálaráðs 13.09.2005. Sjá fylgigögn.

c) Leikskólafulltrúi gerði grein fyrir áætluninni „Brúum bilið” sem er um aðlögun barna úr leikskóla í grunnskóla skólaárið 2005 – 2006.

d) Bréf frá starfshópi um ráðstefnuna „Hávaði í umhverfi barna”.

Ráðið þakkar bréfið og undirstrikar nauðsyn þess að hávaðamengun sé innan löglegra marka og það sé haft til hliðsjónar við hönnun nýrra skólarýma sem og við lagfæringu eldra húsnæðis.

e) Fræðslufulltrúi gerði grein fyrir vinnuferli forvarnarverkefnisins Vertu til, sem skólamálaráð samþykkti að taka þátt í á 155. fundi sínum þann 09.06.2005.

Ráðið þakkar upplýsingarnar.

3. mál

Fyrir lá til kynningar haustskýrsla um skólahald m.v. 1.okt. frá Hamarsskóla.

Ráðið þakkar skólastjóra skýrsluna.

4. mál

Fyrir lágu 4 fyrstu fundargerðir frá skólamálanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga til kynningar. Framkvæmdastjóri benti mönnum á að hægt er að nálgast fundargerðirnar í framtíðinni á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga www.samband.is undir skólamál/fundargerðir.

Ráðið þakkar upplýsingarnar.

5. mál

Fyrir lágu árskýrslur 2004 – 2005 frá leikskólunum Sóla og Kirkjugerði.

Ráðið þakkar leikskólastjórum upplýsingarnar.

6. mál

Formaður fór yfir stöðu mála varðandi vinnu verkefnisstjórnar og næstu skref með tilliti til fyrirhugaðra stefnumótafunda. 

Stefnumótunarfundir

Boðað verður til fundar fimmtudaginn 10. nóvember nk. til undirbúnings mótunar skóla- og æskulýðsstefnu Vestmannaeyjabæjar. Stefnumótunarfundum er ætlað að draga fram þau markmið sem stefna ber að til framtíðar í skóla- og æskulýðsmálum í Vestmannaeyjum. Fundir verða haldnir með kennurum leik-, grunn- og tónlistarskóla, fulltrúum nemenda, fulltrúum foreldra, forystumönnum íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafélaga og fulltrúum úr stjórnkerfinu. Gert er ráð fyrir að hver fundur taki eina og hálfa klukkustund. Á fundunum verður sjónum einkum beint að eftirfarandi þáttum skóla- og æskulýðsmála:

Ø Heilbrigði og líðan

Ø Nám og kennsla

Ø Samskipti

Ø Forysta og lýðræðisleg þátttaka

Ø Ræktun mannauðs

Ø Náms- og starfsumhverfi

Fundarmenn fá það hlutverk að ræða sín á milli þau markmið sem þeim finnst mikilvægt að unnið sé að og hvaða leiðir fara má til að ná þeim. Fundarmönnum verður skipt í umræðuhópa og fær hver hópur eitt af ofangreindum viðfangsefnum til umfjöllunar. Gert er ráð fyrir að hver hópur skili tillögum frá sér í lok fundar. Þær tillögur verða nýttar við endanlega gerð skóla- og æskulýðsstefnu Vestmannaeyjabæjar.

7. mál

Erindi frá skólastjórum grunnskóla Vestmannaeyjabæjar. Notkun skólahúsnæðis á íþróttamótum.

Ráðið ítrekar að í gildi eru reglur um útleigu frá 1996 og bendir mótshöldurum á að hafa skal samband við skólastjórnendur vel í tíma.

Ráðið felur framkvæmdastjóra að finna viðunandi lausn þess máls sem nú liggur fyrir í samráði við skólastjórnendur.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundi slitið 17.04.

Andrés Sigurvinsson

Páll Marvin Jónsson

Jóhann Guðmundsson

Gunnlaugur Grettisson

Bjarni Ó. Guðmundsson

Alda Gunnarsdóttir

Ásta S. Gunnarsdóttir

Guðrún H. Bjarnadóttir

Karen M. Fors

Margo J. Renner

Júlía Ólafsdóttir

Halldóra Magnúsdóttir

Elsa Valgeirsdóttir

Ingibjörg Finnbogadóttir

Helena Jónsdóttir

Erna Ingólfsdóttir

Hjálmfríður Sveinsdóttir

Erna Jóhannesdóttir

María Pálmadóttir

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159