18.10.2005

Fundur haldinn hjá fjölskylduráði

 

Fundur haldinn hjá fjölskylduráði Vestmannaeyja þriðjudaginn 18. október 2005 kl. 16.00 í fundarsal Ráðhússins.

Mætt voru: Guðrún Erlingsdóttir, Kristín Valtýsdóttir, Helga B. Ólafsdóttir, Ágústa Kjartansdóttir, Ásta Halldórsdóttir, Sólrún E. Gunnarsdóttir og Hera Ósk Einarsdóttir.

1. – 2. mál Trúnaðarmál

3. mál Barnavernd

4. mál Farið yfir 9 mánaða keyrslu fjárhagsáætlunar 2005. Framkvæmdastjóra er falið að gera bæjarstjóra og bæjarráði grein fyrir stöðunni.

5. mál Farið yfir framkvæmdaáætlun vegna gerðar fjárhagsáætlunar 2006. Ráðamenn fjalla frekar um áætlanagerðina á næsta fundi sínum þann 31. október nk.

6. mál Kynningafundur á TimeCare vaktaáætlanakerfi verður haldinn fyrir stjórnendur og starfsfólk Hraunbúða 25. október nk.

7. mál Rætt um framkvæmdaáætlun vegna breytinga á Hraunbúðum í framhaldi af tillögum bæjarstjórnar frá 22. september 2005.

8. mál Lagt fram bréf frá rekstrarstjóra og hjúkrunarforstjóra Hraunbúða varðandi lyfjastefnu fyrir heimilið og heildarútboð á lyfjum fyrir öldrunarstofnanir á Íslandi, sem félag stjórnenda í öldrunarþjónustu á Íslandi (FSÍÖ) hefur unnið að. Fjölskylduráð Vestmannaeyja samþykkir þátttöku í útboði og lyfjastefnu fyrir heimilið.

FLEIRA EKKI GERT. FUNDI SLITIÐ KL. 18.15

Guðrún Erlingsdóttir

Kristín Valtýsdóttir

Helga B. Ólafsdóttir

Ágústa Kjartansdóttir

Ásta Halldórsdóttir

Sólrún E. Gunnarsdóttir

Hera Ósk Einarsdóttir.

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159