17.10.2005

Fundur samstarfsnefndar um málefni

 

Fundur samstarfsnefndar um málefni lögreglunnar.

Haldinn mánudaginn 17. október 2005, kl. 15:00 á skrifstofu sýslumanns.

Mættir; Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri, Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn, Arnar Sigurmundsson og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri vegna Lúðvíks Bergvinssonar.

1. Atvinnustarfsemi.

Rætt um vinnu útlendinga í bænum, en starfandi útlendingum hefur stórfjölgað á landinu á undanförnum misserum og þá hefur borið á því að sumir séu án atvinnuleyfa.
Fundarmenn voru sammála um að lítið sem ekkert væri um það að hér störfuðu útlendingar án atvinnuleyfa.
Lögreglan hefur kannað þetta að undanförnu og ekki hafa komið upp nein ólögleg tilvik í þeim könnunum.
Þá var einnig rætt um atvinnustarfsemi án þess að greidd væru af henni tilskilin gjöld.
Málið rætt og menn sammála um að þetta væri ekki meira vandamál hér en annar staðar, en þó væri alltaf þörf fyrir stöðugt eftirlit á þessu sviði.

2. Löggæsla á Þjóðhátíð.

Sýslumaður taldi nauðsynlegt að þetta mál kæmi á dagskrá samstarfsnefndarinnar þar sem um mikilvægt mál væri að ræða fyrir bæjarfélagið í heild.
Rætt vítt og breytt um löggæslu og lögæslukostnað á Þjóðhátíð, þar kom m.a. fram að heildarumframkostnaður löggæslu vegna Þjóðhátíðar er 4,6 milljónir og er samkomuhaldara gert að greiða 3,4 millj. af því, en annan kostnað ber embættið. Þessi kostnaður hefur verið að lækka að raungildi síðustu ár, þar sem lítillega hefur verið dregið úr löggæslu, t.a.m. á fimmtudeginum. Fíkniefnaeftirlit hefur þó verið hert á undanförnum árum.
Fundarmenn sammála um að mál þetta yrði að fá farsælan endi fyrir alla aðila og best ef unnt er að ná fram sátt í því.
Lögð var áhersla á að niðurstaða í málinu megi ekki verða til þess að dregið verði úr löggæslu á Þjóðhátíð eða í bæjarfélaginu yfirleitt.

Fundargerð ritaði KGH.

Fundi slitið kl. 15:45.
Karl Gauti Hjaltason.
Arnar Sigurmundsson.
Bergur Elías Ágústsson.
Jóhannes Ólafsson.

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159