11.10.2005

159. fundur skólamálaráðs Vestmannaeyja

 

159. fundur skólamálaráðs Vestmannaeyja var haldinn í fundarherbergi Íþróttamiðstöðvarinnar þann 11. október 2005 klukkan 16.00.

Mætt voru : Elsa Valgeirsdóttir, Jóhann Guðmundsson, Páll Marvin Jónsson og Margo Renner.

Auk þeirra sátu fundinn: Guðrún H. Bjarnadóttir leikskólafulltrúi, Erna Jóhannesdóttir og Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs.

Áheyrnarfulltrúar vegna leikskólanna: Júlía Ólafsdóttir, Alda Gunnarsdóttir og Alda Jóhannsdóttir.

Áheyrnarfulltrúar vegna grunnskólanna: Hjálmfríður Sveinsdóttir, Halldóra Magnúsdóttir, Karen Fors, María Pálmadóttir, Ingibjörg Finnbogadóttir og Ásta Gunnarsdóttir.

Áheyrnarfulltrúi vegna tónlistarskólans: Guðmundur H. Guðjónsson.

Gunnlaugur Grettisson boðaði forföll, svo og Steinunn Jónatansdóttir og Hafdís Sigurðardóttir varamaður.

Fundargerð ritaði: Páll Marvin Jónsson

1. mál

Bergur E. Ágústsson fór yfir milli uppgjör Vestmannaeyjabæjar 06.2005.

2. mál

Formaður fór yfir útskrift úr fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja frá 20. september 2005, 3. mál, varðandi bréf frá foreldrafélagi Hamarsskóla, dags 9. september sl., vegna verkefnisstjórnar sem vinnur að gerð nýrrar skóla- og æskulýðsstefnu fyrir Vestmannaeyjabæ. Jafnframt lá fyrir yfirlýsing frá formanni foreldrafélags Barnaskólans í Vestmannaeyjum varðandi samráð við fulltrúa foreldrafélaga í leik- og grunnskólum áður en gengið var frá tilnefningu þessara aðila í verkefnisstjórnina.

3. mál

Fyrir lágu til kynningar fundargerðir fyrstu þriggja funda verkefnisstjórnar.

Um leið og ráðið þakkar fyrir þessar fundargerðir vill það benda á að hægt er að nálgast þær á vef Vestmannaeyjabæjar sem og aðrar fundargerðir á vegum bæjarins.

4. mál

Formaður gerði grein fyrir væntanlegum fræðslufundum á vegum verkefnisstjórnar og vakti athygli á að dagsetningar hafa breyst frá því sem kom fram í fundargerð frá bæjarráði frá 20. september sl. til foreldrafélaga en þar er talað um að fyrsti fundur verði 27. október en hann verður á morgun í Hamarsskóla þann 12. október og hefst kl. 20.00 – 21.30.

Umræðuefni þessa fyrsta fundar er: Hverjar eru skyldur grunnskólans? Hvað á skólinn að gera til að uppfylla þær. Fyrirlesari verður dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson deildarforseti kennaradeildar HA. Síðan verður annar fundurinn fimmtudaginn 13. október og hefst einnig kl. 20.00 í Hamarsskóla. Umræðuefni: Rannsóknir á áfengisneyslu unglinga. Áhrif jafningjahópsins og möguleikar foreldra og unglingastarfs til að sporna gegn þeim. Fyrirlesari verður dr. Þóroddur Bjarnason, dósent við félagsvísindadeild HA. Síðan munu tveir seinni fyrirlestrarnir verða í Barnaskóla Vestmannaeyja í næstu viku kl. 20.00 – 21.30. Sá fyrri mánudaginn 17. október. Umræðuefni: Jákvæð áhrif samstarfs foreldra og skóla á námsárangur og líðan nemenda, viðhorf þeirra til náms og skóla. Fyrirlesari verður Ingibjörg Auðunsdóttir sérfræðingur á skólaþróunarsviði HA., og seinni þann 20. október Umræðuefni: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og námsumhverfi sem stuðla að auknum námsárangri og bættri líðan nemenda. Fyrirlesari verður Guðmundur Engilbertsson, sérfræðingur á skólaþróunarsviði HA. Ráðið hvetur bæjarbúa til að mæta vel á þessa fundi og taka þátt í umræðum.

5. mál

Fyrir lá minnisblað frá Viktori St. Pálssyni bæjarlögmanni vegna fyrirhugaðra breytinga á leikskólum bæjarins skv. 1. máli frá 157. fundi skólamálaráðs 30.08.2005. Sjá fylgiskjal.

Ráðið þakkar veittar upplýsingar.

6. mál

Fyrir lá tafla frá bæjarstjóra sem framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs fékk, sem sýna hvað breytingar á starfsmati og launahækkanir á árinu hafa á rekstur stofnana sem falla undir skólamálaráð sbr. mál 2. frá 157. fundi skólamálaráðs 30.08.2005.

Bæjarstjóri fór yfir málið, útskýrði og svaraði fyrirspurnum og þakkar ráðið honum fyrir.

7. mál

Fyrir láu tvö erindi frá Halldóru Magnúsdóttur, skólastjóra Hamarsskóla, um heimildir fyrir deildarstjóra sérkennslu, Katrínu Lovísu Magnúsdóttur og aðstoðarskólastjóra, Sigurlás Þorleifsson um kennslu umfram leyfilega kennsluskyldu skv. gildandi kjarasamningum.

Þar sem að ekki tekst að manna stærðfræði- og sænskukennslu án þátttöku aðstoðarskólastjóra Hamarsskóla samþykkir ráðið fyrir sitt leyti 3 kennslustundir umfram leyfilega kennsluskyldu hans og að beiðni verði send áfram til Samráðsnefndar launanefndar um undanþágu. Ráðið getur hins vegar ekki orðið við beiðni varðandi um umframkennslu deildarstjóra í sérkennslu.

8. mál

Ferð skólalúðrasveitar Tónlistarskólans á landsmót og aðdragandi þeirrar farar. Fyrir lá minnisblað frá Viktori St. Pálssyni bæjarlögmanni vegna málsins. Sjá fylgiskjal.

Ráðið þakkar upplýsingarnar. Fljótlega mun verða boðað til fundar með Foreldrafélagi skólalúðrasveitarinnar og farið yfir þessi mál.

9. mál

Fyrir lá samningur við Jóhann Inga Guðmundsson um íþróttakennslu leiksskólabarna.

Ráðið samþykkir fyrirliggjandi samning.

10. mál

Fyrir lágu eftirfarandi bréf til kynningar

a) e Twinning menntaáætlun Evrópu frá Baldri A. Sigurvinssyni verkefnastjóra Alþjóðaskrifstofu háskólastigs

b) Heilsa og lífskjör skólanema, bréf frá Andreu Hjálmsdóttur um væntanlega rannsókn á heilsu og lífskjörum skólanema í 6., 8., og 10.bekk.

c) Verkefni um orkumál – samkeppni í grunnskólum, bréf frá Friðriki Sophussyni forstjóra Landsvirkjunar.

d) Bréf frá Kolbrúnu Halldórsdóttur, alþingismanni varðandi verkefni Landsvirkjunar Verkefni um orkumál- samkeppni í grunnskólum þar sem hún hvetur grunnskóla til að hafna þátttöku.

e) Umgengisreglur á sparkvöllum bréf frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Vestmannaeyjabæjar.

f) Fréttabréf Sóla, haustið 2005.

g) Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember nk., frá mrn. og Íslensku málstöðinni.

h) Frá foreldrafélaginu Sóla, þar sem fram kemur að Ásta Sigrún Gunnarsdóttir kt. 210471-3249 er áheyrnarfulltrúi í skólamálaráði. Varamaður er Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir.

Ráðið þakkar framkomin bréf og hvetur hlutaðeigandi aðila og þá er málin varðar að taka þátt í eða greiða götu framkominna erinda.

11. mál

Fyrir láu tvær umsóknir um ferðastyrki til fjarnámsnema frá Eygló Öldu Sigurðardóttur, kt. 171164-5679 og Iðunni Dísu Jóhannesdóttur, kt. 0910612959.

Ráðið samþykktir báðar umsóknirnar um ferðastyrki enda uppfylla þær öll tilskilin skilyrði.

Vegna mistaka var umsókn Kristínar Hörpu Halldórsdóttur um námstyrk starfsmanna í fjarnámi á haustönn 2005 samþykkt á síðasta skólamálaráðsfundi, en þar sem umsókn hennar uppfyllir ekki skilyrði um námstyrk er sú ákvörðun dregin til baka. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.

12. mál

Trúnaðarmál

Fleira var ekki tekið fyrir, fundi slitið 18.30.

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159