04.10.2005

3. fundur verkefnisstjórnar um

 

3. fundur verkefnisstjórnar um skóla- og æskulýðsstefnu var haldinn í fundarsal Íþróttamiðstöðvarinnar þriðjudaginn 4. október 2005 kl. 16.00.

Mætt voru: Bergur E. Ágústsson bæjarstjóri, Trausti Þorsteinsson verkefnisstjóri, Björn Elíasson, Elliði Vignisson, Elsa Valgeirsdóttir, Jóhann Guðmundsson, Magnús Matthíasson, Ólafur Lárusson, Páll Scheving, Ragnar Óskarsson og S. Diljá Magnúsdóttir.

Auk þeirra sátu fundinn: Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs og Erna Jóhannesdóttir fræðslufulltrúi og kennsluráðgjafi.

Stjórnandi fundar: Bergur E. Ágústsson.

1. mál. Rætt um væntanlega fræðslufundi og fyrirkomulag þeirra.

Eitt efni verði tekið fyrir á hverjum fundi. Ákveðið að fyrirlestrarnir verði haldnir miðvikudag og fimmtudag í 41. og 42. viku klukkan 20. – 21.30.

Fyrirlesarar verða:

Guðmundur Heiðar Frímannsson, deildarforseti kennaradeildar HA, mun fjalla um lýðræði í skólastarfi.

Þóroddur Bjarnason félagsfræðingur, sérfræðingur í æskulýðsrannsóknum, mun fjalla um unglingamenningu, foreldravald og félagsstarf.

Ingibjörg Auðunsdóttir, sérfræðingur á skólaþróunarsviði, mun fjalla um foreldrasamstarf og þátttöku foreldra í því.

Guðmundur Engilbertsson, sérfræðingur á skólaþróunarsviði, mun fjalla um fjölbreytni í námi og kennslu.

Fræðslufundirnir munu hefjast á framsögu og síðan verður gefinn tími til spurninga og umræðu.

Hugmyndin með fræðslufundum er frekari kynning þar sem starfsmönnum og hinum almenna bæjarbúa er gefið tækifæri til að fylgjast með og taka þátt í umræðunni. Um er að ræða mikilvægan undirbúning fyrir stefnumótunarvinnuna.

2. mál. Rætt um stefnumótunarfundina sem eru framundan og heppilega skipulagningu. Áhersla lögð á mikilvægi þess að ná til sem flestra hlutaðeigandi aðila, s.s. kennara, starfsfólks íþrótta- og æskulýðsfélaga, foreldra, nemenda, stjórnsýslunnar o.fl.

Umræður afmarkist af ákveðnum meginþáttum þar sem hver hópur fjallar um málefnin með tilliti til sérstöðu hópsins. Rætt um að setja fram yfirmarkmið um meginstefnu og sýn bæjarfélagsins. Hver stofnun bæjarfélagsins mótar síðan sína stefnu (námskrá) byggða á grunni meginstefnunnar. Ákveðið að stefnumótunarfundirnir hefjist í 46. viku (14. – 18. nóvember).

3. mál. Áfram unnið að mótun framtíðarsýnar. Tillaga að áherslum sett fram og rædd.

Forysta og ábyrgð

Hvernig á stjórnunin að vera

Samskipti og líðan

Árangur og virkni

Sérstaða og fjölbreytileiki

Staðblær (stofnanamenning) og gæði

4. mál. Rætt um stefnumótunarplaggið, framtíðarsýnina, skilgreiningu hlutverka, markmið og leiðir. Rætt um mikilvægi orðalags og kjarna þess.

Meginhugtök sett fram: Ábyrgð, samvinna, fjölbreytileiki, vellíðan og árangur

Hugmynd að orðun sett fram:

Ímyndin. Þarfir barna og ungmenna, vellíðan þeirra og lífshamingja er leiðarljós skóla og æskulýðsstarfs í Vestmannaeyjum. Áhersla er lögð á virðingu, umhyggjusemi og samstöðu um leið og kröfur eru gerðar um metnaðarfullt og árangursríkt starf. Börn og unglingar eiga að hafa aðgang að fjölbreytilegum viðfangsefnum í samræmi við þroska sinn og áhuga. Skólar og æskulýðsfélög eru lýðræðislegar stofnanir þar sem áhersla er lögð á deilda forystu og ábyrgð. Virk þátttaka foreldra og hvers konar samskipti og samvinna innávið og útávið er mikils metin. Áhersla er lögð á að stjórnendur og starfsmenn skóla hafi skýra sýn sem einkennist af fagmennsku og metnaðarfullum væntingum. Markvisst skal unnið að því að laða að hæft og vel menntað starfsfólk og hvatt til starfsþróunar hvers og eins.

Ákveðið að halda áfram að skoða orðalag fram að næsta fundi og koma með tillögur um breytingar og annars konar nálgun.

5. mál. Rætt um áfangaskýrslu, innihald, áherslur og tímasetningu.

Fundi slitið klukkan 17.40.

Fundargerð ritaði: Erna Jóhannesdóttir

Trausti Þorsteinsson

Andrés Sigurvinsson

Elsa Valgeirsdóttir

Jóhann Guðmundsson

Ólafur Lárusson

Ragnar Óskarsson

Elliði Vignisson

Páll Scheving

Erna Jóhannesdóttir

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159