23.09.2005

Fundur haldinn í hafnarstjórn

 

Fundur haldinn í hafnarstjórn Vestmannaeyja föstudaginn 23. september 2005 í fundarsal hafnarstjórnar, en fundur hófst kl. 16.00.
Mættir: Hörður Þórðarson, Ástþór Jónsson, Skæringur Georgsson, Viðar Elíasson, Stefán Friðriksson, og Ólafur M. Kristinsson hafnarstjóri.

Fyrir var tekið:

1. mál
Hugmyndir um sparnað.

Með visan til samþykktar bæjarstjórnar 22. september 2005 varðandi sparnað í rekstri Vestmannaeyjahafnar er málinu frestað og fól hafnarstjórn formanni að óska eftir fundi með sparnaðarnefnd um málið.

2. mál
Hafnarfundur 30. september 2005.
Hafnarstjórn samþykkir að hafnarstjóri ásamt tveim starfsmönnum sæki fundinn.

3. mál
Staða framkvæmda rædd.

4. mál
Ósk um styrk til útgáfu bókar um útgerð á Íslandi.
Hafnarstjórn getur ekki orðið við erindinu að svo stöddu.

Fundi slitið kl 17:40.

Vestmannaeyjum 23. september 2005

  • Hörður Þórðarson
  • Ástþór Jónsson
  • Stefán Friðriksson
  • Ólafur M. Kristinsson
  • Viðar Elíasson
  • Skæringur Georgsson

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159