20.09.2005

Fundur í verkefnisstjórn um

 

Fundur í verkefnisstjórn um skóla- og æskulýðsstefnu var haldinn í fundarsal Íþróttamiðstöðvarinnar þriðjudaginn 20. september 2005 kl. 16.00.

Mætt voru: Bergur E. Ágústsson fundarstjóri, Trausti Þorsteinsson verkefnisstjóri, Elliði Vignisson, Jóhann Guðmundsson, Magnús Matthíasson, Páll Scheving, Ragnar Óskarsson og S. Dilja Magnúsdóttir.

Forföll boðuðu Björn Elíasson, Elsa Valgeirsdóttir og Ólafur Lárusson

Auk þeirra sátu fundinn: Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs og Erna Jóhannesdóttir fræðslufulltrúi og kennsluráðgjafi.

Stjórnandi fundar: Bergur E. Ágústsson.

1. mál.

Verkefnisstjóri kynnti dagskrá og ræddi um mótun stefnu, tilgang með slíkri vinnu og meginhugmyndir við stefnumótun. Rætt um verkþætti stefnumótunar.

2. mál

Rætt mótun framtíðarsýnar, setningu markmiða og fyrstu skrefin á þeirri braut.

Líkan af þróunar- umbótaferli sett fram og rætt um að stefnumótun sé ferli sem er í sífelldri þróun. Mikilvægt að skoða hvar við stöndum núna, hvað ný sýn þarf að fela í sér og hvaða áherslur þarf að taka til.

Tillögur hópsins um áhersluþætti í skólastefnunni:

Stjórnun og forysta.

Líðan nemenda/ efling sjálfstrausts/heilbrigði/hollusta.

Námsárangur nemenda.

Þáttaka í félagsstarfi og íþróttum.

Samskipti – upplýsingar

Þjónustan – gæði þjónustunnar

Fjölbreytileiki

Tillit til sérstöðu (landfræðileg/umhverfi/séreinkenni)

Náms- og starfsaðstaða

Tillögur hópsins varðandi áherslur í framtíðarsýn:

Samskipti skólastiga og félagsstarfs.

Gagnvirkt upplýsingaflæði og samvinna milli skólastiga, íþrótta- og æskulýðshópa og forráðamanna nemenda.

Þátttaka foreldra.

Metnaður og ímynd – stolt fyrir skóla jafnt sem íþóttir og aðra þætti í bæjarfélaginu.

Staðblær (“mórall”) í bæjarfélaginu gagnvart skólastofnunum, menntun, íþróttum og hópum sem vinna að æskulýðsmálum.

3. mál.

Rætt um efni fræðslufunda og tímasetningar og settar fram tillögur um áherslur.

Hópurinn samþykkti að efni fræðslufundanna skyldi fjalla um:

Lýðræði og þegnskaparmenntun (að búa börn undir líf og störf í nútímasamfélagi).

Nám og kennslu.

Forvarnir og æskulýðsmál.

Foreldra – samfélagið

Samþykkt að Bergur E. Ágústsson og Trausti Þorsteinsson verði talsmenn verkefnisstjórnar.

Að fundargerðir verði gerðar opinberar á vef Vestmannaeyjabæjar.

Rætt var um mikilvægi þess að gerð væru skýr skil á störfum verkefnisstjórnar og ákvarðana sem teknar hafa verið af bæjaryfirvöldum varðandi skólamál í Vestmannaeyjum.

Ákveðið að halda tvo fræðslufundi í 41. viku (10.-14. október) og aðra tvo í 42. viku (17.-21. október).

Ákveðið að næsti fundur verkefnisstjórnar verði þriðjudaginn 4. október 2005 kl. 16 í fundasal Íþróttamiðstöðvarinnar.

Fundi slitið klukkan 17.30

Fundargerð ritaði: Erna Jóhannesdóttir

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159