06.09.2005

1. fundur í verkefnisstjórn

 

1. fundur í verkefnisstjórn um skóla- og æskulýðsstefnu var haldinn í lesstofu Bókasafnsins þriðjudaginn 6. september 2005 kl. 16.00.

Mætt voru: Trausti Þorsteinsson verkefnisstjóri, Bergur E. Ágústsson, Björn Elíasson, Elliði Vignisson, Elsa Valgeirsdóttir, Jóhann Guðmundsson, Magnús Matthíasson, Ólafur Lárusson, Páll Scheving, Ragnar Óskarsson og S. Diljá Magnúsdóttir.

Auk þeirra sátu fundinn: Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs og Erna Jóhannesdóttir fræðslufulltrúi og kennsluráðgjafi.

Stjórnandi fundar: Bergur E. Ágústsson.

  1. mál. Kynning á nefndarmönnum.

  1. mál. Skipan nefndar og hlutverk. Bergur Ágústsson fór yfir skipan nefndar og hlutverk og samning Vestmannaeyjabæjar við skólaþróunarsvið kennaradeildar HA.

Fram kom að meginhlutverk verkefnisstjórnar er að vinna að nýrri skóla- og æskulýðsstefnu fyrir bæjarfélagið. Ekki er um að ræða að verkefnisstjórn hafi afskipti af stjórnsýsluaðgerðum og ákvörðunum sem teknar hafa verið varðandi skóla- og æskulýðsmál.

  1. mál. Skólastefna Vestmannaeyjabæjar frá 1998 lögð fram. Verkefnisstjóri fór yfir markmið og meginatriði sem þar koma fram. Tvær meginspurningar voru teknar til umræðu:

a) Eiga skólastefnan og íþrótta- og æskulýðsstefnan að vera í einu eða tveimur plöggum?

Nefndarmenn sammála um að heppilegast verði að hafa eitt plagg sem nær yfir báða málaflokka í því skyni að stuðla að betri tengingu og meiri samvinnu milli ólíkra málaflokka og til hagsmuna fyrir íbúana.

b) Hversu langt á verkefnisstjórn að ganga í markmiðasetningu í stefnumótunarvinnunni.

Nefndarmenn sammála um að verkefnisstjórn setji fram ákveðin gildi sem leitast verði við að hafa að leiðarljósi í bæjarfélaginu. Ekki er æskilegt að bæjaryfirvöld hafi mikil afskipti af innra starfi frjálsra félagasamtaka sem standa fyrir íþrótta- og æskulýðsstarfi. Einnig rætt um og skólarnir þurfi að hafa faglegt svigrúm sem markast af lögum og reglum um skóla og skólahald. Nefndarmenn töldu brýnt að koma á góðu samstarfi milli þessara aðila í því skyni að samhæfa og auðvelda börnum að stunda sem fjölbreyttast íþrótta- og tómstundastarf þannig að þau fái að þroska ólíka hæfileika og áhugamál.

Rætt um að lykilatriði í stefnumótunarplaggi eins og því sem hér er unnið sé að ná góðu samstarfi við foreldra og að þeir séu styrktir í hlutverki sínu. Jafnframt verði leitað eftir viðhorfum og hugmyndum nemenda. Fjallað um mikilvægi þess að skapa jákvætt viðhorf gagnvart skólunum í samfélaginu og að skilgreina hugtökin sem verða mest til umfjöllunar í þessari vinnu.

Fundarmenn sammála um að:

  • Búa til skóla- og æskulýðsstefnu í sama plaggi.
  • Fyrsta viðgangsefni verkefnsisstjórnar sé að setja fram sýn sem nær yfir báða málaflokka. Slík sýn getur orðið eins konar leiðarljós eða stef um tilgang, markmið og leiðir nýrrar skólastefnu.

  1. mál. Verkefnisstjóri fór yfir framkvæmdaáætlun (sjá fylgiskjal framkvæmda-kort) .
  2. mál. Rætt um fyrirkomulag funda og hentuga daga fyrir almenna fundi (stefnumótunarfundi) sem og fundi verkefnisstjórnarinnar. Ákveðið að nýta netið (vefinn) til að koma skilaboðum til almennings.

Ákveðið að næsti fundur verkefnisstjórnar verði þriðjudaginn 20. september kl. 16:00 í fundarsal Íþróttamiðstöðvarinnar.

Fundi slitið klukkan 17.45

Fundargerð ritaði: Erna Jóhannesdóttir

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159