30.08.2005

Fundargerð 157. fundur skólamálaráðs

 

Fundargerð

157. fundur skólamálaráðs Vestmannaeyja var haldinn í fundarherbergi Íþróttamiðstöðvarinnar 30. ágúst 2005, klukkan.16.30.

Mætt voru : Elsa Valgeirsdóttir, Jóhann Guðmundsson, Gunnlaugur Grettisson, Páll Marvin Jónsson, Margo Renner og Andrés Sigmundsson.

Auk þeirra sátu fundinn: Guðrún H. Bjarnadóttir leikskólafulltrúi og Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs.

Áheyrnarfulltrúar vegna leikskólanna: Júlía Ólafsdóttir, Helena Jónsdóttir, Alda Gunnarsdóttir, Alda Jóhannsdóttir og Erna Ingólfsdóttir.

Áheyrnarfulltrúar vegna grunnskólanna: Hjálmfríður Sveinsdóttir, Halldóra Magnúsdóttir, Karen Fors, María Pálmadóttir Guðrún Snæbjörnsdóttir og Ingibjörg Finnbogadóttir.

Áheyrnarfulltrúi vegna tónlistarskólans: Guðmundur H. Guðjónsson

Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Grettisson.

1. mál

Útskrift úr fundargerð bæjarstjórnar Vestmannaeyja frá 11. júlí 2005 varðandi ákvörðun bæjarstjórnar um að gildistaka sameiningu leiksskólanna og yfirstjórnar þeirra komi að fullu til framkvæmda 1. ágúst 2006.

Andrés Sigmundsson leggur fram eftirfarandi tillögu:

“Skólamálaráð beinir þeim eindregnu tilmælum til bæjarstjórnar að draga til baka samþykkt er tekin var á fundi 2. júlí sl. um að sameina alla leikskóla bæjarins undir eina yfirstjórn. Sem og samþykkt bæjarráðs fundur nr. 2765. 2. mál og staðfestingu bæjarstjórnar á henni á fundi 25. ágúst s.l.”

Fellt með einu atkvæði geng fimm.

Meirihlutinn leggur fram eftirfarandi tillögu:

“Í ljósi ályktunar samráðsfundar Félags leikskólakennara þar sem efast er um lögmæti þeirrar ákvörðunar bæjarstjórnar frá 11. júlí um að setja alla leikskóla bæjarins undir eina yfirstjórn frá og með 1. ágúst 2006 óskar skólamálaráð eftir því að bæjarlögmanni verði falið að kanna lögmæti fyrirhugaðra breytinga.”

Samþykkt með fimm atkvæðum. Einn sat hjá.

Andrés Sigmundsson óskar bókað að tillaga meirihlutans sé ekki til að leysa málið.

2. mál

Fyrir lá bréf frá Jóni Péturssyni sálfræðingi og forstöðumanni sérdeildar leikskólanna um stöðu rekstrar sérdeildar leikskólanna 04-115.

Ráðið felur framkvæmdastjóra að leggja fyrir næsta fund greinagerð um hvaða breytingar starfsmat og launahækkanir á árinu hafa á rekstur stofnana sem falla undir skólamálaráð.

3. mál

Fyrir lá bréf frá Kára Hrafni Hrafnkelssyni um launalaust leyfi frá kennslu við Hamarsskóla skólaárið 2005 -2006.

Ráðið felur skólastjóra Hamarsskóla framgang málsins.

4. mál

Fyrir lá bréf og beiðni frá Halldóru Magnúsdóttur skólastjóra Hamarsskólans um viðbótarúthlutun til skólans sem nemur 67% stöðuhlutfalli stuðningsfulltrúa.

Skólastjóri Hamarsskóla telur sig geta mætt þessu að mestu með tilflutningi milli liða á fjárhagsáætlun stofnunarinnar.

5. mál

Fyrir lá bréf og ósk frá Jóni Péturssyni sálfræðingi um endurnýjun á greiningarforritum.

Ráðið samþykkir erindið fyrir sitt leyti ef framkvæmdastjóri sviðsins telur sig hafa svigrúm innan fjárhagsáætlunar til að fjármagna kaupin.

6. mál

Fræðslu- og menningarsvið gerði grein fyrir mannaráðningum á Skóladagheimilið skólaárið 2005 – 2006.

Inda Marý Friðþjófsdóttir frá 15. ágúst 2005 til 15. júní 2006.

Margrét Sigurlásdóttir frá 15. ágúst 2005 til 15. júní 2006.

7. mál

Formaður gerði grein fyrir fyrirhuguðu breyttu skipulagi skólamáltíða í grunnskólum Vestmannaeyjabæjar fyrir skólaárið 2005 -2006.

Skólastjórar grunnskólanna, bæjarstjóri, formaður skólamálaráðs, framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs og fræðslufulltrúi hafa fundað á síðustu vikum, svo og fulltrúar frá Karató ehf. varðandi skólamáltíðir. Þar sem tæplega 12% grunnskóla- nemenda nýttu sér þjónustuna á síðastliðnu skólaári, og Karató ehf. sá sér ekki fært að lækka verðið til nemenda. Grunnskólanemendum verði því boðið að kaupa léttar máltíðir þetta skólaár svipað og tíðkaðist hér áður þ.e.a.s. grautar, ávextir, samlokur, jógúrt, skyr, og fl. skv. fyrirframákveðnum matseðli. Máltíðin mun kosta um 270 kr. pr. dag. Þjónustan verður keypt af Hraunbúðum, Bakstri og veislu og MS.

8. mál

Fyrir lá eftirfarandi erindi: Andrés Sigmundsson óskar eftir að fá skriflega greinargerð frá fulltrúum meirihluta skólamálaráðs hvers vegna enginn matur er fyrir börn í grunnskólum bæjarins. Mörg undanfarin ár hefur verið matur í boði fyrir börn

í grunnskólunum. Nú bregður svo við að algjör stefnubreyting virðist hafa

átt sér stað varðandi þessi mál. Því er spurt: Hvers vegna er ekki boðið upp

á mat í grunnskólunum nú? Er um stefnubreytingu að ræða varðandi mat í

grunnskólunum? Ef svo er, hvers vegna er stjórnendum grunnskólanna ekki

tilkynnt um þá breytingu? Hver eru framtíðaráform um þessi mál í

grunnskólunum?

Meirihluti skólamálaráðs vísar á afgreiðslu 7. máls fundagerðarinnar.

9. mál

Framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir starfsmannaráðningum við grunnskóla Vestmannaeyja skólaárið 2005 -2006.

Nýir starfsmenn:

Í Barnaskóla:

Adda Jóhanna Sigurðardóttir í 67% starf umsjónarkennara. Var áður leiðbeinandi.

Sigurbjörg Jónsdóttir í 67% starf umsjónarkennara. Var áður leiðbeinandi.

Guðríður Jónsdóttir í 67% starf umsjónarkennara. Var áður leiðbeinandi.

Alfreð Finnsson í 50% starf leiðbeinanda. Var áður stundakennari við BV.

Elín Jóhannsdóttir í 50% starf leiðbeinanda. Var áður stuðningsfulltrúi.

Fríða Hrönn Halldórsdóttir í 100% starf grunnskólakennara. Sinnir aðallega heimilisfræðikennslu.

Hólmfríður Gylfadóttir ráðin í 100% starf umsjónarkennara. Kemur aftur til starfa eftir að hafa verið starfandi í öðru bæjarfélagi um tíma.

Hulda Líney Magnúsdóttir í 100% starf umsjónarkennara. Starfaði áður við grunnskólana sem þroskaþjálfi.

Inga Þórarinsdóttir kemur til baka úr námsleyfi.

Ólafía Ósk Sigurðardóttir í 50% starf leiðbeinanda.

Sigríður Sigmarsdóttir í 50% starf leiðbeinanda sem þroskaþjálfi.

Þórey Friðbjarnardóttir í 50 % starf leiðbeinanda.

Starfsmenn sem hætta eða fara í leyfi:

Dóra Björk Gunnarsdóttir er í barneignarleyfi.

Guðlaugur Valdemarsson hættir störfum.

Rakel Ingólfsdóttir hættir störfum.

Rósa Hrönn Ögmundsdóttir er í barneignarleyfi.

Samúel I. Árnason hættir störfum.

Stella Skaptadóttir fer í launalaust leyfi í eitt ár.

Þórdís Jóelsdóttir er í barneignarleyfi.

Nýir starfsmenn í Hamarsskóla:

Bjartey Gylfadóttir í 50% starf leiðbeinanda

Jónatan G. Jónsson í 100% starf umsjónarkennara.

Jórunn Einarsdóttir í 100% starf umsjónarkennara.

Starfsmenn sem hætta eða fara í leyfi:

Elísa Kristmannsdóttir er í barneignarleyfi.

Helga Björk Ólafsdóttir er í barneignarleyfi.

Ragnheiður Borgþórsdóttir fer í barneignarleyfi.

Vilhjálmur Már Jónsson hefur töku lífeyris frá 1. september 2005 en mun sinna stundakennslu í framtíðinni.

Samantekt:

82 starfsmenn starfa við kennslu og stjórnun í grunnskólunum. 17 sinna störfum stuðningsfulltrúa og 26 störfum skólaliða. Einnig starfar húsvörður við skólana og þrír starfsmenn sem sinna skrifstofustörfum í skólunum.

14 þeirra sem sinna kennslu eru leiðbeinendur og eru flestir þeirra í réttindanámi og hafa sumir þeirra starfað áður sem stuðningsfulltrúar eða stundakennarar.

Fimm leiðbeinendur frá fyrra ári luku réttindanámi og hefja nú störf í Barnaskólanum sem fullgildir kennarar.

Einnig bættust í hópinn þrír nýir kennarar sem ekki hafa starfað áður í Eyjum.

Einn kennari kemur úr námsleyfi og annar kemur aftur til starfa eftir nokkurra ára starf í öðru bæjarfélagi.

Námsráðgjafi í 100% stöðu sinnir báðum skólunum.

Alls eru 129 manns starfandi við grunnskólana í Vestmannaeyjum í mismunandi stórum stöðuhlutföllum.

Nemendur skólanna eru 731

10. mál

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir væntanlegri komu Trausta Þorsteinssonar verkefnisstjóra og kom fram að fyrsti fundur verkefnisstjórnar er fyrirhugaður föstudaginn 2. september. Skv. samþykkt bæjarstjórnar frá 23. júní sl. skyldi verkefnisstjórnin vera samansett af eftirtöldum fulltrúum og nú þegar hafa eftirtaldar tilnefningar borist.

Verkefnisstjóri:

Trausti Þorsteinsson hjá Skólaþróunarsviði Háskólans á Akureyri

Verkefnisstjórn:

1. Formaður skólamálaráðs Elsa Valgeirsdóttir

2. Formaður menningar- og tómstundaráðs Björn Elíasson.

3. 2 fulltrúar kosnir af bæjarstjórn 23. júní 2005. Elliði Vignisson og Jóhann

Guðmundsson

4. Bæjarstjóri Bergur E. Ágústsson

5. Fulltrúi stjórnenda frá grunn- og leikskólum í Vestmannaeyjum

6. Fulltrúi kennara frá grunn- og leikskólunum í Vestmannaeyjum

7. Fulltrúi frá foreldrafélögum leik- og grunnskólabarna Magnús Matthíasson

8. Fulltrúi frá ÍBV héraðssambandi Páll Scheving

9. Með nefndinni starfi fulltrúi FÍV Ragnar Óskarsson

11. mál

Jón Pétursson umsjónarmaður og tengiliður við verkefnið „Vertu til” sem ætlað er að móta stefnu í forvörnum og vímuefnavörnum. Vestmannaeyjabær er þátttakandi og er óskað eftir tilnefningu eins fulltrúa frá fræðslu og menningarsviði og annars fulltrúa frá skólamálaráði. Framkvæmdastjóri gerir að tillögu sinni að Erna Jóhannesdóttir fræðslufulltrúi tæki sæti í samstarfsverkefninu og ráðið tilnefnir Gunnlaug Grettisson.

Vinsamlega boðið varamann ef aðalmaður getur ekki mætt og munið að sjá til þess að láta varamann hafa öll gögn vegna fundarins.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið 18.15.

Jóhann Guðmundsson

Páll Marvin Jónsson

Elsa Valgeirsdóttir

Guðrún H. Bjarnadóttir

Alda Jóhannsdóttir

Júlía Ólafsdóttir

Alda Gunnarsdóttir

Ingibjörg Finnbogadóttir

Halldóra Magnúsdóttir

Guðni Snæbjörnsson

Margo J. Renner

Gunnlaugur Grettisson

Hjálmfríður Sveinsdóttir

Guðmundur H. Guðjónsson

Karen M. Fors

Andrés Sigmundsson

Helena Jónsdóttir

María Pálmadóttir

Erna Ingólfsdóttir

Andrés Sigurvinsson

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159