24.08.2005

Hafnarstjórn -

 

Fundur haldinn í hafnarstjórn Vestmannaeyja fimmtudaginn 24. ágúst 2005 í fundarsal hafnarstjórnar, en fundur hófst kl. 16.00.
Mættir: Hörður Þórðarson, Guðbjörg Karlsdóttir, Skæringur Georgsson, Valmundur Valmundsson, Viðar Elíasson, Ólafur M. Kristinsson hafnarstjóri og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri .

Fyrir var tekið:

1. mál

Farið yfir sex mánaða stöðu-uppgjör með hafnarstjóra.

2. mál

Kynning á Bláfána.

Hafnarstjóri skýrði frá kynningarfundi, sem hann og framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs áttu með fulltrúum Landverndar. Bláfáninn er alþjóðlegt merki sem hefur þann tilgang að stuðla að verndun umhverfis smábátahafna og baðstranda.

3. mál

Staða framkvæmda.

Hafnarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda.

Þar kom fram að vinna við þekju í Friðarhöfn er orðin eitthvað á eftir áætlun. Útboði á stálþili í Básaskersbryggju hefur verið frestað til hausts að beiðni Siglingastofnunar vegna markaðsaðstæðna. Einnig er unnið við kostnaðaráætlun vegna viðgerða á Bæjarbryggju.

4. mál

Kynningarbæklingur fyrir Vestmannaeyjahöfn.

Kristín Jóhannsdóttir markaðsfulltrúi Vestmannaeyjabæjar mætti á fundinn og kynnti drög að kynningarbæklingi fyrir Vestmannaeyjahöfn, sem hún hefur unnið. Stefnt er að bæklingnum verði fulllokið með aðstoð hafnarstarfsmanna í byrjun september.

5. mál

Grafskipið Vestmannaey.

Rætt um framtíð grafskipsins. Hafnarstjóra falið að afla upplýsinga í samræmi við umræður á fundinum.

Fundi slitið kl 1740.

Vestmannaeyjum 24. ágúst 2005

Hörður Þórðarson Valmundur Valmundsson

Sign Sign

Guðbjörg Karlsdóttir Bergur Elías Ágústsson

Sign Sign

Ólafur M. Kristinsson Viðar Elíasson

Sign Sign

Skæringur Georgsson

Sign

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159