10.08.2005

Fundur fjölskylduráðs miðvikudaginn 10.

 

Fundur fjölskylduráðs miðvikudaginn 10. ágúst 2005 kl. 16.00.

Mætt voru: Guðrún Erlingsdóttir, Kristín Valtýsdóttir, G. Ásta Halldórsdóttir, Helga B. Ólafsdóttir, Sigurhanna Friðþórsdóttir, Steinunn Einarsdóttir, Andrés Sigmundsson, Hera Ósk Einarsdóttir og Jón Pétursson.

1. – 6. mál. Trúnaðarmál.

7. – 10. mál Barnavernd.

11. mál. Fyrir lá mánaðarlegt yfirlit til Barnaverndarstofu vegna barnaverndartilkynninga í júlímánuði 2005. Félags- og fjölskyldusviði bárust alls 7 tilkynningar vegna 8 barna. Ein tilkynning barst vegna vanrækslu barna, ein vegna ofbeldis og 5 vegna áhættuhegðunar barna. Frá áramótum hefur félags- og fjölskyldusviði borist 68 tilkynningar vegna 99 barna, 13 voru vegna vanrækslu gagnvart börnum, 8 vegna ofbeldis og 47 vegna áhættuhegðunar barna.

12. mál Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir bakvöktum barnaverndar á Þjóðhátíð 2005.

13. mál Fyrir lágu tvær umsóknir um afleysingu í starf ráðgjafa á félags-og fjölskyldusviði. Um er að ræða 50% starfshlutfall frá 1. september 2005 – 31. ágúst 2006. Fjölskylduráð samþykkir að ráða Sólrúnu Erlu Gunnarsdóttur félagsráðgjafa í ofangreinda afleysingarstöðu.

14. mál Samtökin Stígamót standa dagana 2.–4. september nk. fyrir norrænni ráðstefnu um ofbeldi undir yfirskriftinni “Eru Norðurlöndin griðland fyrir ofbeldismenn?” Nánari upplýsingar má nálgast á www.stigamot.is.

15. mál 9. september nk. verður haldin námsstefna í tengslum við ráðstefnu Samtaka evrópskra sérfræðilækna í barna-og unglingageðlækningum. Námstefnan er ætluð fagfólki sem hefur afskipti af hegðun og líðan fólks á öllum aldri, bæði greiningar-og meðferðaraðilum, skimunar-og matsaðilum, sem og fræðimönnum. Dagskrána má nálgast á http://aseba.castor.is.

Fleira ekki bókað, fundi slitið kl. 17.30.

Guðrún Erlingsdóttir, Kristín Valtýsdóttir, G. Ásta Halldórsdóttir, Helga B. Ólafsdóttir,

Sigurhanna Friðþórsdóttir, Steinunn Einarsdóttir, Andrés Sigmundsson, Hera Ósk

Einarsdóttir, Jón Pétursson.

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159