21.07.2005

Fundur haldinn í hafnarstjórn

 

Fundur haldinn í hafnarstjórn Vestmannaeyja fimmtudaginn 21. júlí 2005 í fundarsal hafnarstjórnar, en fundur hófst kl. 16.00.
Mættir: Hörður Þórðarson, Stefán Friðriksson, Skæringur Georgsson, Ástþór Jónsson , Ólafur M. Kristinsson hafnarstjóri og Frosti Gíslason framkvæmdastjóri umhverfis og framkvæmdasviðs.

Fyrir var tekið:

1. mál
Slippsvæðið.

Lagt fram fundargerð umhverfis og skipulagsráðs frá 29. júní 2005 varðandi deiliskipulag af svæði H-1.

Kynnt voru drög í vinnslu frá Siglingastofnun þar sem talið er rétt að ganga ekki lengra í landfyllingu, en að núverandi fjöruborði.

Stefán Friðriksson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Hafnarstjórn er samþykk því að ekki verði að svo komnu máli gerðar fyllingar fram yfir núverandi fjöruborð þ.e um það bil að 4. til 5. uppistöðugarði talið frá norðri vestan dráttarbautarinnar. Hafnarstjórn áskilur sér rétt til að koma með frekari athugasemdir á auglýsingatímanum ef nánari upplýsingar fást frá Siglingastofnun eða öðrum fagaðilum.

2. mál
Erindi frá handknattleiksdeild ÍBV.

Hafnarstjórn samþykkir að styrkja handknattleiksdeild ÍBV vegna bryggjudags. Styrkurinn er 250.000 kr.

3. mál
Bréf frá Ágústi Bergssyni.

Hafnarstjórn hefur borist bréf frá Ágústi Bergssyni skipstjóra á Lóðsinum, þar sem hann segir upp starfi sínu sökum aldurs.

Hafnarstjórn þakkar Ágústi vel og farsællega unnin störf og samþykkir að auglýsa eftir skipstjóra á Lóðsinn.

4. mál
Staða fjárhags Vestmannaeyjahafnar 1. júlí 2005 lögð fram og rædd.

Fundi slitið kl 17:15.

Vestmannaeyjum 21. júlí 2005

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159