05.07.2005

Skólamálaráð Fundargerð 156. fundur

 

Skólamálaráð

Fundargerð

156. fundur skólamálaráðs Vestmannaeyja var haldinn í fundarherbergi Íþróttamiðstöðvarinnar 05. júlí 2005 klukkan 12.00.

Mætt voru : Elsa Valgeirsdóttir, Jóhann Guðmundsson, Gunnlaugur Grettisson og Vigdís Sigurðardóttir.

Auk þeirra sátu fundinn: Guðrún H. Bjarnadóttir leikskólafulltrúi og Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs.

Áheyrnarfulltrúar vegna leikskólanna: Auður Karlsdóttir, Júlía Ólafsdóttir, Helena Jónsdóttir, Alda Gunnarsdóttir og Alda Jóhannsdóttir.

Áheyrnarfulltrúar vegna grunnskólanna: Hjálmfríður Sveinsdóttir, Karen Fors og Drífa Þöll Arnardóttir.

Áheyrnarfulltrúi vegna tónlistarskólans: Stefán Sigurjónsson

Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Grettisson

1. mál

Fyrir lá útskrift úr fundargerð bæjarstjórnar Vestmannaeyja frá 23. júní 2005 varðandi skipun verkefnistjórnar í framhaldi af Matskýrslu um skóla- og æskulýðsmál Vestmannaeyja frá skólaþróunarsviði kennaradeildar HA.

Framkvæmdastjóri upplýsti að vinnan að skipun fulltrúa í verkefnisstjórn gangi vel og að nöfn fulltrúa sem tilnefndir verða og samningurinn við skólaþróunarsvið HA og verkefnisstjóra ættu að liggja fyrir um miðjan næsta mánuð.

2. mál

Útskrift úr fundargerð bæjarstjórnar Vestmannaeyja frá 23. júní 2005 varðandi samþykkt bæjarstjórnar að flytja málefni dagmæðra til fræðslu- og menningarsviðs. Ábyrgð og umsjón þessa málaflokks verður þannig framvegis í höndum skólamálaráðs.

Framkom að leikskólafulltrúi hefur verið að setja sig inn í þennan nýja málflokk í samráði við starfsmenn félags- og fjölskyldusviðs.

Umsjónaraðili með dagmæðrum sér um leyfisveitingu til dagmæðra, hefur eftirlit með starfseminni og veitir dagmæðrum ráðgjöf og stuðning. Hann heldur utan um skráningu barna sem nýta sér þjónustuna og ber ábyrgð á því að leyfilegur fjöldi sé hjá dagmæðrum í einu. Sveitafélagið niðurgreiðir gjöld dagmæðra hjá einstæðum foreldrum og námsmönnum og sinnir umsjónaraðili því ásamt ritara. Halda þarf reglulega fundi með dagmæðurum, skipuleggja námskeið og svara fyrirspurnum foreldra varðandi þjónustuna. Unnið er samkvæmt reglugerð félagsmálaráðuneytis um daggæslu barna í heimahúsum frá 21. maí 1992.

3. mál.

Framkvæmdastjóri kynnti áætlaðar breytingar á starfsliði leik- og grunnskólanna haustið 2005 skv. upplýsingum frá leiksskólafulltrúa og skýrslum frá skólayfirvöldum

Uppsagnir á leikskólum

Dags. upps. Nafn Vinnustaður Uppsögn tekur gildi

11.01.2005 Kolbrún Stella Karlsdóttir kt.120482-5219 Sóli Hætti að loknu barneignarleyfi

01.03.2005 Kristín Dögg Kristinsdóttir Sóli 22. apríl 2005 (lausráðin)

07.04.2005 Ingibjörg Heiðdal Friðriksdóttir kt.140566-3659 Kirkjugerði 1. ágúst 2005

18.04.2005 Erla Björk Jónasdóttir (lausráðin) Sóli 9. maí 2005

15.04.2005 (munnl.) Natalía Ravva (lausráðin) Sóli 27. maí 2005

25.05.2005 Lilja Ólafsdóttir Kirkjugerði Hætti að loknu barneignarleyfi

11.05.2005 Bjartey Gylfadóttir Kirkjugerði 1. september 2005

15.06.2005 Bergrún Finnsdóttir kt.020879 Sóli 1. október 2005

15.06.2005 Ásdís Sveinjónsdóttir kt.290867-3559(lausráðin) Sóli 1.ágúst 2005

27.06.2005 Sigríður Þórarinsdóttir kt.300558-5189 Kirkjugerði 1. október 2005

28.06.2005 Valgerður Þorsteindóttir kt.081176-3889 Kirkjugerði 1. október 2005

*** Þeir sem eru lausráðnir eiga aðeins einn mánuð í uppsagnarfrest.

Hamarsskóli:

Stuðningsfulltrúar sem hætta störfum:

Eva Björk Hlöðversdóttir

Steingrímur Ágúst Jónsson

Grunnskólakennarar sem fara í leyfi eða breyta starfshlutfalli.:

Elísa Kristmannsdóttir –barnsburðarleyfi, Jóhanna Alfreðsdóttir fer úr starfi leiðbeinanda í starf grunnskólakennara, Guðrún Stefánsdóttir fer úr 100% í 80% starf, Íris Róbertsdóttir fer úr 100% í 75% starf, Anna Lilja Sigurðardóttir fer úr 100% í 75% starf

Væntanlegar nýráðningar Jónatan G. Jónsson kemur nýr í 100% starf, Jórunn Einarsdóttir kemur ný í 80% starf

Leiðbeinendur. Sótt verður um undanþágur fyrir eftirfarandi leiðbeinendur:

Amy Elísabet Árnason (endurráðin), Bjartey Gylfadóttir (nýráðin)

Svavar Steingrímsson húsvörður hefur hætt störfum.

Barnaskóli Vestmannaeyja:

Skólaliðar sem hætta störfum:

Ása B. Hansdóttir, Þuríður Matthíasdóttir og Þuríður Júlíusdóttir.

Skólaliðar sem verða ráðnir til starfa í hlutastörf:

Guðný Fríða Einarsdóttir, Laufey S. Kristinsdóttir og Hafdís Óskarsdóttir.

Stuðningsfulltrúar sem hætta störfum:

Guðríður Jónsdóttir, Elín Jóhannsdóttir fer í starf leiðbeinanda.

Í staðin verða eftirtaldir ráðnir í hlutastörf:

Ingibjörg H. Friðriksdóttir og Sigurlaug Lára Ingimundardóttir

Kennarar sem hætta störfum eða fara í leyfi:

Arnsteinn Jóhannsson fer úr starfi leiðbeinanda í stundakennslu, Guðlaugur V. Valdimarsson

Rakel Ingólfsdóttir og Samúel Í Árnason hætta störfum.

Stella Skaptadóttir fer í ársleyfi. V. Már Jónsson fer á eftirlaun 1. september. Tekur að sér starf stundakennara. Þórdís Jóelsdóttir verður í framlengdu barneignarleyfi. Ingibjörg Jónsdóttir verður í framlengdu barneignarleyfi. Rósa H. Ögmundsdóttir verður í barneignarleyfi.

Grunnskólakennarar sem koma til baka og væntanlegar nýráðningar:

Sigurhanna Friðþórsdóttir kemur úr barneingarleyfi og Inga Þórarinsdóttir kenur úr námsleyfi.

Hulda Líney Magnúsdóttir nýráðin 100%, Fríða Hrönn Halldórsdóttir 100% ,Hólmfríður Gylfadóttir 100%.

Adda J. Sigurðsdóttir 2/3 endurráðning sem grunnskólakennari.

Eggert Björgvinsson 1/2 endurráðning sem grunnskólakennari.

Guðríður Jónsdóttir 2/3 endurráðning sem grunnskólakennari.

Sigurbjörg Jónsdóttir 2/3 endurráðning sem grunnskólakennari.

Leiðbeinendur: Sótt verður um undanþágur fyrir eftirfarandi leiðbeinendur:

Alfreð Finnsson (nýráðning, starfaði sem stundakennari 04-05),Ásdís Tómasdóttir (endurráðning hlutastarf), Björg Hrund Sigurbjörnsdóttir (endurráðning 100% staða), Elísa Sigurðardóttir (endurráðning 100% staða), Elín Jóhannsdóttir (nýráðning í 50% stöðu), Sigríður Ása Friðriksdóttir (endurráðning 50-100% staða), Sigurlaug Stefánsdóttir (endurráðning 50% staða), Súsanna Georgsdóttir (endurráðning danskennsla), Valgeir Jónasson (endurráðning tæknimennt 100% staða), Þóra Gísladóttir (endurráðning textilmennt og listir 50% staða), Þórey Friðbjarnardóttir (nýráðning 50% staða) og Ólafía Ósk Sigurðardóttir (50% staða)

Sigríður Sigmarsdóttir þroskaþjálfanemi (ráðin í 50 % starf þroskaþjálfa).

4. mál

Gjaldskrá leikskóla Vestmannaeyja 1. júlí 2005 lögð fram.

Leikskólafulltrúi gerði grein fyrir þessum hefðbundnu hækkunum vegna breytinga á vísitölu og lagði fram samanburð á leikskólagjöldum.

5. mál

Fyrir liggur bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga. Efni: Áform um breytta námskipan til stúdentsprófs. Jafnframt er upplýst hverjir voru kjörnir í skólamálanefnd sambandsins. Þeir eru: Gerður G. Óskarsdóttir, forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkurborgar, Gunnar Gíslason, deildarstjóri skóladeildar Akureyrarkaupstaðar, og Gunnar Einarsson, forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar, auk þriggja sviðsstjóra eða starfsmanna sambandsins af kjarasviði, hag- og upplýsingasviði og þróunar- og alþjóðasviði, sem hefur umsjón með starfi nefndarinnar.

6. mál

Í framhaldi af 7da máli skólamálaráðs frá 09.06.2005 liggur fyrir kostnaðaráætlun og úttekt á lóðum og leiktækjum leik- og grunnskólanna unnin af eftirlitsmanni fasteigna Guðmundi Þ. B. Ólafssyni að beiðni framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs með tilliti til athugasemda heilbrigðiseftirlits Vestmannaeyjabæjar.

Ráðið þakkar upplýsingar og vísar málinu áfram til næstu fjárhagsáætlunargerðar.

7.mál

Fyrir lá bréf frá Rauða kross Íslands.

Efni: Kynning á námskeiði í almennri og sálrænni skyndihjálp fyrir starfsfólk grunnskóla.

Fræðslufulltrúi upplýsti að þessum upplýsingum hefði þegar verið komið til stjórnenda skólastiganna og annarra stofnana sem hafa með æskulýðsmál að gera.

Ráðið þakkar kynninguna og hvetur stjórnendur til að nýta sér þessa þjónustu þegar hugað verður að þessum málum innan stofnananna.

8.mál.

Fyrir liggur bréf frá HA til kynningar um íslenska alþjóðlega rannsókn sem unnin er að tilstuðlan alþjóðarheilbrigðistofnunarinnar WHO og nefnist „Heilsa og lífskjör skólanema”. Rannsóknin verður lögð fyrir alla nemendur 6.8. og 10. bekki landsins í febrúar 2006.

Ráðið fagnar þessari kynningu og verkefninu og hvetur skólstjórnendur til að bregðast fljótt og vel við fyrirlögnum.

9.mál .

Fyrir liggur tillaga fræðslu- og menningarsviðs um áframhaldandi ráðningu Júlíu Ólafsdóttur leikskólastjóra og Margrétar Brandsdóttur aðstoðarleikskólastjóra.

Vegna fyrihugaðra breytinga á skólaskipan sbr. ákvörðun bæjarstjórnar frá 02. júní sl. og sbr. 1. mál samþykkir ráðið samhljóða tillöguna.

10. mál

Sjálfsmatsskýrslur grunnskólanna í Vestmannaeyjum lagðar fram.

Ráðið mun kynna sér efni skýrslanna og jafnframt munu fræðsluyfirvöld senda væntanlegi verkefnisstjórn um skóla- og æskulýðsmál eintök.

11. mál.

Fyrir lá fyrirspurn leikskólastjóra Júlíu Ólafsdóttur vegna komu Margrétar Pálu hingað til Vestmannaeyja í lok maí.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir óformlegum fundi sem hann átti með Margréti Pálu er hún var hér á ferðinni, þar sem þau ræddu m.a. Hjallastefnuna, grunnskóla er þau reka, og hugmyndir um frekari útrás m.a. í að byggja og reka skóla, sem viðkomandi bæjaryfirvöldum yrði leigður.

12. mál

Fyrir lá útskrift frá bæjarráði frá 1. júlí sl. vegna bréfs frá leikskólastjórum í Vestmannaeyjum, vegna ákvörðunar bæjarstjórnar frá 23. júní sl., um sameiningu leikskóla.

Ráðið vísar til bókunnar Bæjarráðs frá 04.07. 2005 varðandi málið.

13.mál

Fyrir lá útskrift frá bæjarráði frá 1. júlí sl. vegna bréfs frá Menntamálaráðuneytinu, dags 21. júní sl., vegna matskýrslu um skóla- og æskulýðsmál í Vestmannaeyjum sem unnin var af skólaþróunarsviði Háskólans á Akureyri.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið 13.30.

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159