09.06.2005

Fundargerð 155. fundur skólamálaráðs

 

Fundargerð

155. fundur skólamálaráðs Vestmannaeyja var haldinn í fundarherbergi Íþróttamiðstöðvarinnar 09. júní 2005 klukkan 16.30.

Mætt voru : Elsa Valgeirsdóttir, Jóhann Guðmundsson, Hafdís Sigurðardóttir og Andrés Sigmundsson.

Auk þeirra sátu fundinn: Erna Jóhannesdóttir fræðslufulltrúi og kennsluráðgjafi, Guðrún H. Bjarnadóttir leikskólafulltrúi og Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri.

Áheyrnarfulltrúar vegna leikskólanna: Auður Karlsdóttir, Júlía Ólafsdóttir, Una Þóra Ingimarsdóttir, Helena Jónsdóttir, Alda Gunnarsdóttir og Alda Jóhannsdóttir.

Áheyrnarfulltrúar vegna grunnskólanna: Hjálmfríður Sveinsdóttir, Sigurlás Þorleifsson, Karen Fors og María Pálmadóttir.

Áheyrnarfulltrúi vegna tónlistarskólans: Guðmundur Guðjónsson

Forföll boðuðu : Gunnlaugur Grettisson, Steinunn Jónatansdóttir og Bergþóra Þórhallsdóttir

Fundargerð ritaði: Jóhann Guðmundsson

1. mál

Fyrir lá „Stefnumótun bæjarstjórnar vegna matsskýrslu” og „ákvarðanir bæjarstjórnar” um framtíðarskólaskipan í Vestmannaeyjum.

Svohljóðandi bókun barst frá skólastjórnendum grunnskólanna og leikskólanna:

Við undirritaðir skólastjórar grunnskólanna og leikskólanna í Vestmannaeyjum gerum alvarlegar athugasemdir við þau vinnubrögð sem sem eru viðhöfð vegna fyrirhugaðrar sameiningar gunnskólanna undir eina yfirstjórn frá 1. ágúst árið 2006 og leikskólanna í Vestmannaeyjum í ársbyrjun 2006.

Greinargerð: Eins og skólamálaráðsmönnum er kunnugt er nýútkomin skýrsla frá Háskólanum á Akureyri um skóla- og æskulýðsmál í Vestmannaeyjum. Skýrslan hefur verið kynnt skólafólki, engin kynning hefur farið fram til foreldra. Grunnskólarnir og leikskólarnir eru þessa dagana að vinna úr ýmsum atriðum sem fram koma í skýrslunni, því þar eru vissulega margar gagnlegar athugasemdir sem vert er að taka tillit til. Okkar mat var það að skýrslan ætti að verða umræðugrundvöllur fyrir endurbætur og samhæfingu sem gera þarf í æskulýðs- og skólamálum í Vestmannaeyjum. Við hörmum að áður en skýrslan er komin í umræðu og vinnslu og án allrar samræðu við grunnskólastjórnendur og leikskólastjórnendur, skuli bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkja stefnumörkun sem raskar starfi þessara stofnana.

Hjálmfríður Sveinsdóttir (sign)

Sigurlás Þorleifsson (sign)

Alda Gunnarsdóttr (sign)

Helena Jónsdóttir (sign)

Júlía Ólafsdóttir (sign)

2. mál

Kynning á verkefninu „Vertu til” sem er forvarnarverkefni Sambands ísl. sveitarfélaga og Lýðheilsustöðvar um að efla áfengis- og fíkniefnaforvarnir sveitarfélaga.

Ráðið telur mikilvægt að Vestmannaeyjabær sé þátttakandi í verkefninu og samþykkir fyrir sitt leyti þátttöku og gert verði ráð fyrir allt að 100 þúsund krónum við gerð næstu fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóða.

3. mál.

Fræðslufulltrúi kynnti og kallaði eftir upplýsingum um breytingar á starfsmannahaldi grunn- og leikskólanna.

Fram kom að Stella Skaptadóttir 110953-4109 fer fram á leyfi án launa skólaárið 2005-2006.

4. mál

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir lokaúthlutun til grunnskólanna fyrir skólaárið 2005 -2006 í framhaldi af síðasta skólamálaráðsfundi sbr. fylgigögn.

Ráðið samþykkir heildarúthlutunina samhljóða.

5. mál

Fyrir lá fyrirspurn skólastjóra grunnskólanna í Vestmannaeyjum varðandi reiknimódel sem Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og fleiri staðir leggja til grundvallar við úthlutun fjármagns til grunnskólanna.

Ráðið samþykkir að fá hingað til Vestmannaeyja kynningu á líkani því sem Fræðslumiðstöð Reykjavíkur leggur til grundvallar úthlutun fjármagns til grunnskólana þar.

Samþykkt samhljóða.

6. mál

Framkvæmdastjóri kynnir bréf frá menntamálaráðuneytinu um átak í greinabundinni menntun grunnskólakennara í stærðfræði fyrir kennara í 8. – 10.bekk.

Ráðið fagnar þessari ákvörðun menntamálaráðuneytisins.

7. mál

Fyrir lá bréf frá skólastjóra Hamarsskóla um beini um viðbótarfjárveitingu til viðhalds leiktækjum og undirlags lóðar í samræmi við tillögur frá heilbrigðisfulltrúa Vestmannaeyjabæjar.

Ráðið felur framkvæmdastjóra að athuga hvernig hægt verði að bregðast við erindinu og leggja fram tillögur þar um fyrir næsta fund skólamálaráðs.

8. mál.

Fyrir lá bréf til kynningar frá menntamálaráðuneytinu „Dagur borgaravitundar og lýðræðis” sem verður haldinn 12. október 2005.

9. mál .

Skólastjórnendur grunnskólanna gerðu grein fyrir skýrslum skólahjúkrunarfræðinga skólaárið 2004-2005.

10. mál

Trúnaðarmál

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið 18:20

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159