20.05.2005

Fundur í stjórn Náttúrustofu

 

Fundur í stjórn Náttúrustofu Suðurlands haldinn föstudaginn 20. maí 2005, kl. 12.00.

Mætt: Eygló Harðardóttir, Margrét Lilja Magnúsdóttir, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, auk Ingvars A. Sigurðssonar forstöðumanns.

Dagskrá:

1. Starfsmannamál.

2. Verkefnin framundan.

3. Önnur mál.

1. mál.

Stjórn Náttúrustofu Suðurlands ákveður að ráða Yann Kolbeinsson tímabundið í 75% starf við Náttúrufræðistofuna. Ákveðið að stjórnarformaðurinn (E.H.) ræði við Fionu Manson um 100% starf í 6 mánuði. Ákveðið var að ráða einn sumarafleysingamann í samstarfi við Háskólann og Hafrannsóknarstofnun. Ákveðið var að styrkja jarðfræðinema til greininga á borholusvarfi úr borholu Hitaveitu Suðurnesja.

2. mál.

Ýmislegt rætt um verkefnin framundan, þ.á.m. væntanlega Surtseyjarráðstefnu í haust.

3. mál.

Rætt var um fjárhagsmál Náttúrustofu Suðurlands. Ýmislegt fleira var rætt, m.a. um bergsrannsóknir á sjávarhamrinum.

Rætt var um að fara í stefnumótunarvinnu fyrir Náttúrustofuna. Einnig um kynningu á starfsemi Náttúrustofu Suðurlands úti í bæjarfélaginu.

Fleira ekki gert.

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir

Eygló Harðardóttir

Margrét Lilja Magnúsdóttir

Ingvar A. Sigurðsson

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159