17.05.2005

154. fundur skólamálaráðs Vestmannaeyja

 

154. fundur skólamálaráðs Vestmannaeyja var haldinn í fundarherbergi Íþróttamiðstöðvarinnar 17. maí 2005 klukkan 16.30.

 

Mætt voru : Elsa Valgeirsdóttir, Jóhann Guðmundsson, Gunnlaugur Grettisson, Páll Marvin Jónsson, Andrés Sigmundsson, Steinunn Jónatansdóttir og Margo Renner.
Auk þeirra sátu fundinn: Guðrún Helga Bjarnadóttir, Erna Jóhannesdóttir, Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri og Bergur E. Ágústsson bæjarstjóri.
Áheyrnarfulltrúar vegna leikskólanna: Auður Karlsdóttir, Júlía Ólafsdóttir, Una Þóra Ingimarsdóttir, Helena Jónsdóttir og Alda Gunnarsdóttir.
Áheyrnarfulltrúar vegna grunnskólanna: Hjálmfríður Sveinsdóttir, Guðrún Snæbjörnsdóttir, Karen Fors, María Pálmadóttir og Ingibjörg Finnbogadóttir.
Áheyrnafulltrúi vegna tónlistarskólans: Guðmundur Guðjónsson

 

Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Grettisson.

 

1. mál

 

Fyrir lá erindi frá Félagi tónlistarskólakennara til kynningar: Efni: Ályktun um málefni tónlistarskóla og greinargerð frá stjórn Félags tónlistarkennara.

 

Ráðið telur sig ekki geta mælt með breytingum á kostun við nám tónlistarnema utan sveitarfélagsins og vísar erindinu til bæjarráðs til frekari umfjöllunar.

 

2. mál

 

Fyrir lá bréf frá menntamálaráðuneytinu til kynningar. Efni: Breyttar leiðir til innritunar í framhaldsskólanám, sem verða í framtíðinni rafrænar.

 

3. mál.

 

Fyrir lágu bréf frá foreldrum um beiðni að börn þeirra fái undanþágu frá að stunda nám í þeim grunnskóla sem skólahverfið og búseta gerir ráð fyrir.

 

Fræðsluyfirvöld leggja til að orðið verði við þessari beiðni miðað við óbreytt skólahverfi 2005-2006. Skólmálaráð samþykkir að verða við erindunum svo fremi að það hafi ekki í för með sér aukin fjárútlát vegna fjölgunar bekkjardeilda.

4. mál

 

Fræðslu- og menningarsvið kynnti úthlutun úr Þróunarsjóði grunnskóla 2005-2006.
Fræðslufulltrúi gerði grein fyrir forsendum styrkveitingar sem er kr. 400.000.
Styrkurinn miðar að því að fá nokkra kennara til að taka þátt í starfendarannsókn þar sem þeir í samráði við fræðsluyfirvöld leitast við að skoða eigin kennsluhætti og afla sér aukinnar þekkingar með það að markmiði að auka einstaklingsmiðað nám.
Ráðið fagnar niðurstöðu.

 

5. mál

 

Fræðslu- og menningarsvið greindi frá öðrum umsóknum sem sótt var um í ýmsa þróunarsjóði.

 

6. mál

 

Gæsluvöllurinn Strönd við Miðstræti. Fyrir lá úttekt frá eftirlitsmanni fasteigna bæjarins um ástand og kostnað við heildarlagfæringar. Ráðið felur framkvæmdastjóra að setja af stað framkvæmdir við girðingu að því gefnu að finna megi fjármagn til lagfæringanna innan fjárhagsáætlunar 2005 og sömuleiðis að gert verði ráð fyrir fjármagni til að ljúka viðgerðum og viðhaldi á fjárhagsáætlun 2006.

 

7.mál

 

Fyrir lá erindi frá skólastjóra Rauðagerðis um ráðningu verkefnisstjóra í 60% stöðugildi vegna fyrirhugaðs þróunarverkefnis um Tákn með tali innan leikskólans. Ráðið telur hugmyndina áhugaverða en vill fá nánari upplýsingar um áætlun og framkvæmd með tilliti til allra leikskólanna og flæðis á milli skólastiga og felur framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs að afla frekari upplýsinga og koma með tillögur þar að lútandi.

 

8.mál.

 

Fræðslufulltrúi gerði grein fyrir tímasetningu á vorskóla grunnskólanna. Fram kom að kynningarfundur fyrir foreldra nemenda í Barnaskólanum verður mánudaginn 23. maí kl. 17:30, og fyrir foreldra nemenda Hamarsskóla þriðjudaginn 24. maí kl. 17.30.

 

9.mál

 

Framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs fór fram á að fá að breyta viðmiði til úthlutunar tímafjölda um hámarksfjölda í bekk fyrir 3ja bekk á næsta skólaári, þannig að í stað 28 nemenda að hámarki lækki viðmiðið í 24 nemendur að hámarki, sem hefur í för með sér að bekkjadeildirnar verða fleiri með færri nemendum.

 

Ráðið samþykkti beiðnina samhljóða.

 

10.mál

 

Framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs lagði fram tillögu til úthlutunar kennslustunda til grunnskólanna fyrir skólaárið 2005 – 2006 skv. forsendum „pottormsmódelsins” eins og undanfarin ár. Hamarsskóli fær úthlutað 763 heildarfjölda kennslustunda til ráðstöfunar, og Barnaskólinn í Vestmannaeyjum fær 917 heildarfjölda kennslustunda til ráðstöfunar skólaárið 2005-2006 skv. sama úthlutunarmódeli.

 

Ráðið samþykkir tillögu samhljóða.

 

11.mál

 

Formaður gerði grein fyrir að úttektarskýrslan „Mat á stöðu og árangri af skóla-, íþrótta- og tómstundastarfi barna og unglinga í Vestmannaeyjum” unnin af Skólaþróunarsviði kennaradeildar HA komi væntanlega í vikulokin. Málið verði þá sett í ákveðinn farveg.

 

12.mál

 

Undirritun þagnarskyldu.

 

13.mál

 

Trúnaðarmál

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið 18.00.

 

Gunnlaugur Grettisson
Elsa Valgeirsdóttir
Hjálmfríður Sveinsdóttir
Karen M. Fors
Halldóra Magnúsdóttir
Una Þóra Ingimarsdóttir
Júlía Ólafsdóttir
Alda Gunnarsdóttir
Helena Jónsdóttir
Ingibjörg Finnbogadóttir
Guðmundur H. Guðjónsson
María Pálmadóttir
Guðrún Snæbjörnsdóttir
Alda Jóhannsdóttir
Bergþóra Þórhallsdóttir
Andrés Sigurvinsson
Steinunn Jónatansdóttir
Erna Jóhannesdóttir
Jóhann Guðmundsson
Margo J. Renner

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159