06.05.2005

6.maí 2005 Fundur haldinn

 

6.maí 2005
Fundur haldinn í hafnarstjórn Vestmannaeyja fimmtudaginn 6.mai í fundarsal hafnarstjórnar, en fundur hófst kl. 16.00.
Mættir: Hörður Þórðarson, Viðar Elíasson , Valmundur Valmundsson, Sigmar G. Sveinsson, Ólafur M. Kristinsson hafnarstjóri, Frosti Gíslason framkvæmdastjóri
Fundargerð ritari Hörður Þórðarson. Fyrir var tekið:

1. mál
Hafnarreglugerð Vestmannaeyjahafnar.
Athugasemdir samgönguráðuneytis við reglugerðina kynnt. Athugasemd er gerð við 7.- 13. gr. reglugerðardraganna þar sem þær greinar eru þegar í reglugerð nr. 326/2004 um hafnamál.

Afgr.
Hafnarstjórn samþykkir breytinguna.

2. mál
Útboð í þekju og lagnir Friðarhöfn vestur.
Í verkið bárust 3 tilboð.

  • 1. Steini og Olli ehf 48.424.650
  • 2. 2 Þ ehf 54.355.710
  • 3. Almenna byggingafélagið 69.281.400
  • Kostnaðaráætlun 63.368.420

Afgr.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

3. mál
Bréf frá Fiskmarkaði Vestmannaeyja er varðar löndunarkrana.
Afgr.
Unnið er að uppsetningu löndunarkranans.

4. mál
Bréf frá Skipalyftunni dagsett 26.04.2005
Varðandi 2.mál á fundi Hafnarstjórnar þann 17.febrúar 2005.
Uppsögn er dregin til baka á 6. grein leigusamningsins frá 1.12.1992.
Afgr.
Erindið upplesið

5. mál
Bréf frá Skipalyftunni varðandi lóðamál og ósk um uppsetningu girðingar
Afgr.
Hafnarstjórn telur ekki heppinlegt að loka á þessu svæði þar sem að hún telur að mikilvægt sé að aðkoma að Skáa og Skipalyftubryggju sé opin á þessu svæði. Ósk um framvæmdaleyfi þarf að fara til afgreiðslu umhverfis-og skipulagsráðs.

6. mál

Bréf frá Friðriki Ásmundssyni og Sigmundi Jóhannssyni varðandi hugmyndir um breytta innsiglingu í Vestmannaeyjahöfn.

Afgr.

Hafnarstjórn hefur móttekið bréfið og þakkar bréfriturum fyrir þeirra innlegg að tillögum varðandi framtíðarskipulag hafnarinnar.

7. mál

Drög að ársreikningum hafnarinnar fyrir árið 2004 lögð fram til kynningar.

Afgr.

upplesið

Fundi slitið kl 17:55. Vestmannaeyjum 6. maí 2005

Hörður Þórðarson

Ólafur M. Kristinsson

Viðar Elíasson

Valmundur Valmundsson

Sigmar G. Sveinsson

Frosti Gíslason

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159