30.04.2005

Fundur í stjórn Náttúrustofu

 

Fundur í stjórn Náttúrustofu Suðurlands haldinn laugardaginn 30. apríl 2005, kl. 15.00.

Mætt: Eygló Harðardóttir, Margrét Lilja Magnúsdóttir, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, auk Ingvars A. Sigurðssonar forstöðumanns.

Dagskrá:

1. Starfsmannamál – umsóknir o.fl.

2. Staða samningaviðræðna launanefndar við FÍN.

3. Verkefnin framundan.

4. Fjárhagur.

5. Önnur mál.

1. mál.

Stjórn Náttúrustofu Suðurlands tók ákvörðun um að hafna öllum umsóknum. Umræðum um starfsmannamál frestað.

2. mál.

Rætt um stöðu samninga.

3. mál.

Ingvar lagði fram skýrslu um verndunarviðmið fyrir jarð- og menningarminjar á Grænlandi, Íslandi og Svalbarða.

Ingvar ræddi um verkefni við Búrfell í Ölfusi. Ingvar sagði frá vinnu sinni og Sverris P. Jakobssonar við sýnatöku á berginu í Vestmannaeyjum. Ingvar áætlar að fara í bergsýnatöku í úteyjum þetta sumar.

Rætt var um friðun og nytjar í úteyjum. Stjórn Náttúrustofu Suðurlands felur forstöðumanni að útbúa minnisblað um hvernig aðkoma Náttúrustofu Suðurlands verði að fyrirhugaðri Surtseyjarstofu.

Einnig var rætt um Surtseyjarráðstefnu, verkefnavinnu í Þjórsárdal, við Eyjafjörð og við Langasjó.

4. mál.

Rætt var um framlagða ársreikninga fyrir árið 2004. Forstöðumanni og formanni stjórnar Náttúrustofu Suðurlands var falið að ræða við bæjaryfirvöld um ársreikningana fyrir árin 2004 og 2003 og fleira í sambandi við bókhaldsmál Náttúrustofu Suðurlands.

5. mál.

i) Rætt var um “logo” fyrir Náttúrustofuna.

ii) Næsti fundur ákveðinn föstudaginn 6. maí kl. 12.00.

Fleira ekki gjört. Fundi slitið kl. 17.00.

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir

Eygló Harðardóttir

Margrét Lilja Magnúsdóttir

Ingvar A. Sigurðsson

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159