12.04.2005

Fundur samstarfsnefndar um málefni

 
Fundur samstarfsnefndar um málefni lögreglunnar Haldinn þriðjudaginn 12. apríl 2005, kl. 15:00 á skrifstofu sýslumanns.
Mættir; Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri, Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn, Arnar Sigurmundsson og Viktor St. Pálsson vegna Lúðvíks Bergvinssonar.Fundargerð ritaði KGH.

1.                Áfengisveitingaleyfi.
Farið yfir lista áfengisveitingahúsa í bænum.  Nokkrir staðir eiga eftir að klára að ganga frá sínum málum.

2.                Forvarnarmál.
Rætt um forvarnir í skólum.  Upplýst að Kristín Eva Sveinsdóttir, lögreglumaður tekur við forvarnarmálum í grunnskólum og leikskólum bæjarins.  Ætlunin er að setja aukin kraft í forvarnir lögreglu í skólunum.  Óskað var eftir samstarfi við fræðslu- og félagsmálasviðs Vestmannaeyjabæjar í þessum málaflokki.
Rætt um aldur gesta á skemmtistöðum bæjarins, unglingapartí í heimahúsum og útivistartíma.  Lögregla hefur unnið mikið að þessum málum mörg undanfarin misseri, en ávallt heyrast raddir um að unglingadrykkja sé áberandi og of mikil.  Rætt um unglingadrykkju og þau vandamál sem henni fylgja.

3.                Umferðarmál.
Rætt um ýmis málefni þessu tengd, þ.á.m. um ökuréttindi heilsulítilla ökumanna.

4.                Hundamálefni.
Upplýst var að ný samþykkt um hundahald væri í smíðum og bærinn hefði ráðið umsjónarmaður dýrahalds í bænum sem ætti einnig að sjá um lausa hunda.  Þörf er á hentugum geymslustað fyrir hunda sem eru handsamaðir og var óskað eftir því við fulltrúa bæjarins að útbúinn yrði slíkur geymslustaður, svo lögregla gæti komið hundum frá sér sem ekki eru sóttir af eigendum.
Ákveðið var að halda næsta samstarfsfundi ársfjórðungslega, næst nokkru fyrir þjóðhátíð. 

Fundi slitið kl. 16:00.

 

Sign:

  • Karl Gauti Hjaltason.
  • Arnar Sigurmundsson.
  • Viktor St. Pálsson.
  • Jóhannes Ólafsson.

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159