12.04.2005

152. fundur skólamálaráðs Vestmannaeyja

 

152. fundur skólamálaráðs Vestmannaeyja var haldinn í fundarherbergi Íþróttamiðstöðvarinnar 12. apríl 2005 klukkan 16.15.

Mætt voru: Elsa Valgeirsdóttir, Jóhann Guðmundsson, Páll Marvin Jónsson, Bergþóra Þórhallsdóttir, Andrés Sigmundsson, Hafdís Sigurðardóttir og Margo Renner.

Auk þeirra sátu fundinn: Guðrún Helga Bjarnadóttir, Erna Jóhannesdóttir og Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri.

Áheyrnarfulltrúar vegna leikskólanna: Auður Karlsdóttir, Júlía Ólafsdóttir, Una Þóra Ingimarsdóttir, Helena Jónsdóttir, Alda Gunnarsdóttir og Alda Jóhannsdóttir.

Áheyrnarfulltrúar vegna grunnskólanna: Hjálmfríður Sveinsdóttir, Guðrún Snæbjörnsdóttir, Karen Fors, María Pálmadóttir og Ingibjörg Finnbogadóttir.

Fundargerð ritaði: Páll Marin Jónsson

1. mál

Umræður um fundartíma skólamálaráðs.

Áætlað er að halda fundi skólmálaráðs kl. 16:30 annan hvern þriðjudag.

2. mál

Fyrir lá erindi vegna skólaferðalaga nemenda í 7. og 10. bekkjum grunnskólanna.

Skólamálaráð samþykkir að styrkur verði 1.500 kr. pr. nemanda.

3. mál

Fyrir liggja bréf frá foreldrum um beiðni að börn þeirra fái undanþágu frá að stunda nám í þeim grunnskóla sem skólahverfið og búseta gerir ráð fyrir.

Fræðsluyfirvöld leggja til að orðið verði við þessum beiðnum miðað við óbreytt skólahverfi 2005-2006. Skólmálaráð samþykkir að verða við erindunum svo fremi að það verði ekki aukin fjárútlát vegna fjölgunar bekkjardeilda.

4. mál

Fyrir lá bréf frá Jóhönnu Alfreðsdóttur og Ragnheiði Borgþórsdóttur varðandi vettvangsnám kennaranema.

Skólamálaráð samþykkir erindið enda rúmast það innan fjárhagsáætlunarinnar. Til þess að leiðrétting geti orðið þurfa formlegar umsóknir að berast til skólaskrifstofunnar.

5. mál

Fyrir lá samanburður ýmissa sveitarfélaga á leikskólagjaldskrám janúar 2005 til upplýsinga. Leikskólafulltrúi upplýsti skil á leikskólagjöldum. Skólamálaráð þakkar veittar upplýsingar.

6. mál

Fyrir lá bréf frá Höllu Jónsdóttur, aðjunkt, Kennaraháskóla Íslands, um leyfi til að safna upplýsingum um tímafjölda í kennslu kristinna- og trúarbragðafræða.

Skólamálaráð samþykkir þessa beiðni fyrir sitt leyti. Erindið verður framsent á báða grunnskólana.

7. mál

Fyrir lá fyrirspurn frá Unu Þóru Ingimarsdóttur, foreldris á leiksólanum Sóla, um hver staðan væri þar varðandi fjölda deilda, fyrirhugaðan byggingartíma nýs leikskóla o.fl.

Innan bæjarstjórnar er samstaða um byggingu nýs leiksskóla á Sólalóðinni og á fundi bæjarráðs þann 7. mars sl. mætti undirbúningsnefnd um byggingu nýs leikskóla og kynnti teikningar og kostnaðaráætlun vegna byggingar hans. Á fundinum komu fram spurningar um annarsvegar fermetrastærð pr. barn, samanburður á byggingarkostnaði miðað við 2 aðra sambærilega leikskóla og var bæjarstjóra falið að afla nánari upplýsinga um málið.

Una Þóra óskar eftir að bóka óánægju með að ekki liggi fyrir niðurstaða með nýbyggingu leikskóla á Sólalóðinni.

Andrés Sigmundsson bæjarfulltrúi óskar eftir að bóka:

“Mikil óánægja kom fram á fundinum með þróun mála varðandi fyrirhugaðan nýjan leikskóla og m.a. að núverandi húsnæði Sóla væri óviðunandi. Meirihluti bæjarstjórnar getur ekki komið sér saman um stærð fyrirhugaðs nýs leikskóla. Illvígar deilur innan meirihlutans um þetta mál og reyndar mörg önnur hefur lamandi áhrif á starfsemi bæjarfélagsins. Spurning er hvort meirihlutinn sé almennt starfshæfur við þessar aðstæður.”

8. mál

Fyrir lá bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um boð Landhelgisgæslunnar um ferðir með varðskipum og tímasetningar ferða. Jafnframt fylgdu umsóknareyðiblöð og kynning: Skólafólk með varðskipum.

Skólamálráð fagnar þessu boði og hvetur skólastjórnendur að kynna þetta boð fyrir nemendum.

9. mál

Fyrir liggur tillaga frá fræðslu- og menningarsviði að aldursviðmið á leikvöllinn við Miðstræti verði lækkaður úr 24. mánuðum í 20. mánuði.

Skólamálaráð samþykkir tillöguna samhljóða.

10. mál

Skólmálaráð vill þakka öllum þeim sem unnu að ,,Stóru Upplestrarkeppninni” fyrir gott framtak og óska þátttakendum til hamingju með frábæran árangur.

11. mál

Trúnaðarmál.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið 17.37.

Andrés Sigurvinsson

Helena Jónsdóttir

Alda Gunnarsdóttir

Júlía Ólafsdóttir

Alda Jóhannsdóttir

Karen Fors

Ingibjörg Finnbogadóttir

Guðrún Snæbjörnsdóttir

María Pálmadóttir

Auður Karlsdóttir

Bergþóra Þórhallsdóttir

Hafdís Sigurðardóttir

Margo J. Renner

Páll Marvin Jónsson

Erna Jóhannesdóttir

Hjálmfríður Sveinsdóttir

Elsa Valgeirsdóttir

Andrés Sigmundsson

Jóhann Guðmundsson

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159