18.03.2005

Hafnarstjórn Fundur haldinn í

 

Hafnarstjórn

 

Fundur haldinn í hafnarstjórn Vestmannaeyja fimmtudaginn 18. mars í fundarsal hafnarstjórnar, en fundurinn hófst kl. 14.00.

Mættir:  Hörður Þórðarson, Skæringur Georgsson, Stefán Friðriksson og Valmundur Valmundsson

Embættismenn: Ólafur M. Kristinsson hafnarstjóri, Frosti Gíslason framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs, Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri.  

 

 Fyrir var tekið:

 

1. mál

Staða dýpkunarframkvæmda:

Hafnarstjóri kynnti stöðu dýpkunarframkvæmda sem eru á lokastigi.  Höfnin hefur nánast öll verið dýpkuð niður á a.m.k 8 m.

 

2. mál

Bréf frá framkvæmdastjóra Umhverfis –og framkvæmdasviðs

Óskað er eftir leyfi hafnarstjórnar til þess að setja fráveitulögn yfir höfnina.

Afgr.

Hafnarstjórn samþykkir erindið að fráveitulögnin sé lögð í höfnina en ef til kemur að færa þurfi lögnina vegna hugsanlegra framkvæmda eða reksturs á vegum hafnarinnar skal eigandi lagnarinnar bera ábyrgð á henni..

 

3. mál

Mengunaróhapp

Farið yfir stöðu mála vegna mengunaróhapps í höfninni.  Ræddar voru ástæður þessa og hvernig megi koma í veg fyrir slíkt í framtíðinni.

 

4. mál

Fundur vegna Skipalyftu

Fundur bæjarstjóra, formanns hafnarstjórnar og hafnarstjóra með fulltrúa Skipalyftunnar þann 3. mars 2005  sbr. 2. mál á fundi Hafnarstjórnar þann 17. febrúar 2005

Kynntar voru niðurstöður fundarins en gert er ráð fyrir að haldinn verði annar fundur innan tíðar.

 

5. mál

Slit á rafstreng

Hafnarstjóra er falið að vinna að málinu í samráði við lögfræðing bæjarins

 

Ekki fleira rætt

 Fundi slitið kl  16.10.

 

Vestmannaeyjum 18. mars 2005.

 

Hörður Þórðarson                                                        Skæringur Georgsson

 Ólafur M. Kristinsson                                                      Stefán Friðriksson

Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri                               Valmundur Valmundsson

Frosti Gíslason

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159